Erlent

Reyna að ná samkomulagi um aðgerðir í efnahagsmálum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ætlar að freista þess í dag að ná samkomulagi við þingmenn repúblikana um aðgerðir í efnahagsmálum til að koma í veg fyrir víðtækar skattahækkanir og niðurskurð í ríkisútgjöldum.

Um áramótin taka í gildi lög sem fela í sér miklar niðurskurðaraðgerðir í opinberum útgjöldum og þá renna úr gildi tímabundnar skattalækkanir sem samþykktar voru í tíð Georg W. Bush, forseta. Sérfræðingar óttast að þessar aðgerðir muni valda miklum samdrætti í bandarísku efnahagslífi.

Barack Obama, bandaríkjaforseti, hefur fundað með þingmönnum repúblikana til að ná samkomulagi um leiðir til að fresta þessum aðgerðum. Obama sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali að Repúblikanar reyndu hvað þeir gætu að minnka skatta á efnaðari einstaklinga og þar stæði hnífurinn í kúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×