Erlent

Neil Armstrong sakaður um lygar

JHH skrifar
Geimfari úr Apollo 11 stígur á tunglið.
Geimfari úr Apollo 11 stígur á tunglið. Mynd/ Getty.
„Þetta er lítið skref fyrir mann, en risaskref fyrir mannkynið,‟ sagði Neil Armstrong sem var fyrsti maðurinn til að stíga niður fæti á tunglið. Það gerði hann þann 20. júlí 1969. Um er að ræða einhver fleygustu orð 20. aldarinnar. Í ævisögu sinni árið 2005 sagði Neil að honum hefði dottið þessi orð í hug rétt eftir að Appollo 11, flaugin sem flutti hann á tunglið, lenti þar. Nú er Neil Armstrong látinn, en í nýrri heimildarmynd sem BBC sýndi á sunnudag, þverneitar bróðir hans því að Neil hafi dottið þessi orð í hug eftir að hann var lentur á tunglinu. Dean, bróðir hans, segir að honum hafi dottið þessi orð í hug mörgum mánuðum áður en geimflaugin lenti.

Það er hægt að lesa meira um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×