Erlent

Thatcher komin af spítala

Margaret Thatcher
Margaret Thatcher
Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var útskrifuð af spítala á laugardag eftir að æxli við þvagblöðru hennar var fjarlægt. Breskir fjölmiðlar greina frá því að aðgerðin hafi lukkast vel. Heilsu Thatcher, sem er 87 ára, hefur hrakað undanfarinn áratug. Hún hefur lítið verið í sviðsljósinu eftir ítrekuð heilablóðföll sem hún fékk árið 2002. Thatcher var forsætisráðherra Breta á árunum 1979 til 1990.- hva




Fleiri fréttir

Sjá meira


×