Erlent

Kirschner endurvekur deiluna um Falklandseyjar

Cristina Kirchner forseti Argentínu hefur krafist þess að bresk stjórnvöld afhendi Argentínu yfirráðin yfir Falklandseyjum.

Þetta kemur fram í opnu bréfi sem forsetinn skrifar í blaðið The Guardian. Í bréfinu hvetur Krichner David Cameron til þess að standa við ákvörðun Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1965 um að samið verði um lausn á þessu deilumáli landanna.

Breska utanríkisráðuneytið hefur svarað þessu bréfi á þá leið að það sé vilji íbúa Falklandseyja að tilheyra Bretlandi og ekki verði breyting á því fyrr en íbúarnir óska þess sjálfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×