Erlent

Krefjast réttra upplýsinga um heilsufar Hugo Chavez

Stjórnarandstaðan í Venesúela krefst þess að fá réttar og sannar upplýsingar um heilsufar Hugo Chavez forseta landsins.

Chavez hefur ekki sést opinberlega í þrjár vikur en hann hefur enn á ný gengist undir aðgerð gegn krabbameini á Kúbu. Í framhaldi af því hafa borist misvísandi fréttir um heilsu forsetans.

Skrifstofa hans hefur sent frá sér yfirlýsingu um að ástand Chavez sé stöðugt en viðkvæmt. Miklar vangaveltur hafa verið um hvort Chavez geti yfir höfuð tekið formlega við forsetaembættinu að nýju þann 10. janúar eins og til stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×