Erlent

Clinton með blóðtappa

Hillary Clinton
Hillary Clinton
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, greindist með blóðtappa í gær. Hún hefur því verið lögð á sjúkrahús en hún fékk aðsvif fyrr í mánuðinum og féll niður og fékk heilahristing við höggið samkvæmt frétt BBC.

Þá var talið að ráðherrann, sem er 65 ára gamall, hefði verið með magavírus og ofþornað. Nú er komið í ljós að hún er með blóðtappa. Hún hefur verið sett á blóðþynningarlyf og þarf að dvelja á sjúkrahúsi næstu tvo daga. Þá þykir ljóst að Clinton mun ekki taka aftur sæti ráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×