Erlent

Fimm fílar urðu fyrir lest

Náði ekki að stoppa Viðvaranir eru sagðar hafa borist of seint. Fréttablaðið/AP
Náði ekki að stoppa Viðvaranir eru sagðar hafa borist of seint. Fréttablaðið/AP
Fimm fílar drápust í skóglendi skammt frá borginni Bubaneshwar í austurhluta Indlands, þegar farþegalest skall á þeim síðastliðinn sunnudag. Forsvarsmenn járnbrautarfélagsins eru sakaðir um að leiða hjá sér viðvaranir um umferð fílanna, en sjálfir segja þeir þær hafa borist of seint. Tugir fíla hafa drepist eftir árekstra við járnbrautarlestir á Indlandi undanfarin ár, en indverski fílastofninn telur um 26.000 skepnur. -hva




Fleiri fréttir

Sjá meira


×