Erlent

Roskin kona læstist í verslun yfir áramótin

BBI skrifar
Ávextir, grænmeti og fleiri matvörur voru eini félagskapur konunnar yfir áramótin.
Ávextir, grænmeti og fleiri matvörur voru eini félagskapur konunnar yfir áramótin.
Á meðan venjulegt fólk gladdist með fjölskyldu og vinum og sendi árið 2012 aftur í fortíðina í marglitum eldblossa eyddi roskin kona gamlárskvöldi læst inni í matvöruverslun í Norður-Frakklandi.

Konan hafði brugðið sér á klósettið í versluninni og þegar hún kom út af klósettinu var verslunin auð og allir farnir. Fram kemur í frönskum fjölmiðlum að hún hafi ítrekað sett viðvörunarkerfi verslunarinnar í gang og eytt allri nóttinni á ráfi um búðina en án þess að nokkur hafi komið henni til aðstoðar.

Starfsmenn búðarinnar fundu hana svo heila á húfi en býsna þreytta morguninn eftir enda hafði henni ekki tekist að festa blund í starfsmannarými verslunarinnar. Hún var send á spítala til athugunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×