Erlent

Grænlendingar ákveða hvalveiðikvóta ársins

Heimastjórn Grænlands hefur ákveðið hvaða kvótar verða á hvalveiðum Grænlendinga á þessu ári. Ákvörðunin er í andstöðu við Alþjóðahvalveiðiráðið sem hingað til hefur gefið út hvalveiðikvótana fyrir Grænland.

Ákvörðun heimastjórnarinnar felur í sér að veiða má 221 hval en Alþjóðahvalveiðiráðið vildi að þeir yrðu 211 talsins. Af þessum 221 hval eru 190 hrefnur, 19 langreyðar, 10 hnúfubakar og tveir Grænlandshvalir.

Flest lönd innan Alþjóðahvalveiðiráðsins telja að hvalveiðar Grænlendinga sé ekki lengur hægt að flokka sem frumbyggjaveiðar enda er stór hluti af hvalaafurðum seldur til stórverslana og veitingastaða á Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×