Erlent

Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna
Slökkt var á eldsneytisflæði til beggja hreyfla flugvélar Air India skömmu eftir flugtak en flugvélin hrapaði jarðar augnablikum síðar þann 12. júní. Flugmennirnir virtust ekki vera á sömu blaðsíðu um hvað væri að gerast.

Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið
Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala.

Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum
Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum.

Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa
Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá.

Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn
Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust.

Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi
Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump
Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra.

Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst
Nítján ára gömul kona fannst læst inni í kistu í Thuringenríki í Þýskalandi tveimur dögum eftir að lögregla hóf leit að henni. Konan komst lífs af en tveir eru í haldi vegna málsins.

Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar
Skólastjóri og starfsmaður grunnskóla á Indlandi hafa verið handteknir eftir að foreldrar stúlkna kvörtuðu yfir því að þær hefðu verið neyddar til að afklæðast eftir að blóð fannst á salerni skólans.

Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið
Sex þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ritað sendiherra Kanada í Washington D.C. erindi þar sem þeir kvarta yfir því að reykur frá gróðureldum í landinu sé að eyðileggja sumarið fyrir íbúum Wisconsin og Minnesota.

Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna
Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að þau hygðust grípa til refsiaðgerða gegn Francescu Albanese, sérlegum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem hefur það á höndum að rannsaka mannréttindabrot á Gasa og Vesturbakkanum.

Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt
Tveir létust og fleiri særðust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt en fjöldi sprenginga heyrðist í höfuðborginni. Íbúum var ráðlagt að leita skjóls og fjöldi fólks varði nóttinni á aðallestarstöð borgarinnar.

Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli
Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna.

Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum.

Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu.

Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip
Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað.

Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af
Ungur maður sigldi á ísjaka á fullum hraða út fyrir Qasigiannguit á Grænlandi í síðustu viku. Hann var undir áhrifum áfengis og komst naumlega lífs af.

Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava
Öryggisverðir sænsku leyniþjónustunnar hafa verið sakaðir um að stofna öryggi sænska forsætisráðherrans í hættu um árabil með því að deila hlaupa- og hjólaleiðum sínum á líkamsræktarforritinu Strava.

Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu
Samgönguöryggismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa breytt reglum sínum þannig að farþegar á flugvöllum landsins munu nú ekki þurfa að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu nema í undantekningartilvikum.

Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk
Rússneski herinn gerði gríðarlega umfangsmiklar árásir á Úkraínu í nótt, að sögn Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta, gegn 741 skotmarki. Segir hann Rússa hafa notað 728 dróna og þrettán eldflaugar í árásinni.

Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler
Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri.

109 látnir og yfir 160 saknað
Alls hafa 109 fundist látnir og yfir 160 er saknað eftir ofsaflóðin í Texas fyrir helgi. Björgunarstörf standa enn yfir en litlar vonir eru um að fleiri finnist á lífi.

Er Trump að gefast upp á Pútín?
Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist vera farinn að reyna á þolinmæði Donald Trump Bandaríkjaforseta en síðarnefndi sagði í gær að Pútín væri fullur af „kjaftæði“.

Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum
Þreyfingar hafa orðið í samingaviðræðum Hamas og Ísraelshers um 60 daga vopnahlé á Gasaströndinni. Aðeins eitt mál er enn óleyst og fjallar það um viðveru Ísraelshers á Gasa.

Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst
Slökkvilið í Frakklandi hafa í dag barist við mikla skógarelda sem loga í útjaðri Marseille, næststærstu borgar Frakklands. Öllu flugi til og frá borginni hefur verið aflýst.

Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu
Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar.

Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann
Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti.

Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða
Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner.

Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor.

Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum
Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast gera breytingar á vinnuverndarlöggjöfinni, sem munu gera það að verkum að vinnuveitendur geta ekki lengur múlbundið starfsmenn sína með því að láta þá undirrita trúnaðarsamning.