Innlent

Vinnur á fjórum stöðum en eigin í­búð fjar­lægur draumur

Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona.

Innlent

Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia

Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. 

Innlent

Tengist ekki skuggaflota Rúss­lands

Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu.

Innlent

Játaði gróft of­beldi gegn eigin for­eldrum og að hafa ekið á mann

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum.

Innlent

Þing­maður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna.

Innlent

Sjald­séður bein­hákarl í Faxa­flóa

Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins.

Innlent

Meiri­hluti vill banna sjókvíaeldi

Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu.

Innlent

Sökk í mýri við Stokks­eyri

Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft.

Innlent

Gosmóðan fýkur á brott

Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum.

Innlent

Karl Héðinn stígur til hliðar

Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands, hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Ákvörðunin segir hann tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára.

Innlent

Um­ferð beint um Þrengslin í dag

Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg.

Innlent