Innlent Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Aurskriða í Brimnesdal hefur gert það að verkum að neysluvatn er óhreint víða í Fjallabyggð. Innlent 14.9.2025 16:17 Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Tæplega fimmtíu manns sem ætluðu að fljúga með Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands klukkan 14 í dag verður ekki hleypt um borð í vélina vegna öryggisráðstafanna þar sem neyðarrenna í vél Icelandair var óvart virkjuð við lendingu í Kaupmannahöfn fyrr í dag og því er ekki allur öryggisbúnaður virkur. Innlent 14.9.2025 14:28 Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Innlent 14.9.2025 14:21 Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. Innlent 14.9.2025 13:52 Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Innlent 14.9.2025 13:34 Halla mun funda með Xi Jinping Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi. Innlent 14.9.2025 13:04 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Biskup Íslands verður í Þorlákshöfn í dag en ástæðan er 40 ára afmæli Þorlákskirkju en sérstök hátíðarmessa af því tilefni verður klukkan 14:00. Þá verða nokkrir viðburðir á næstu dögum og vikum í tilefni afmælisins, meðal annars tónleikar með Lúðrasveit Þorlákshafnar. Innlent 14.9.2025 12:16 Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Auðbrekku í Kópavogi í gær þar sem Hells Angels skipulögðu hitting hefur verið sleppt úr haldi. Lögregla gerði út mikinn mannskap til þess að fylgjast með viðburðinum í gærkvöldi. Rætt verður við lögreglu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14.9.2025 11:44 Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Utanríkisráðherra fundar um helgina með kollegum sínum á Norðurlöndunum á Grænlandi. Hún segir mikilvægt að Ísland sýni Grænlendingum að við styðjum þá í að taka eigin ákvarðanir. Innlent 14.9.2025 11:40 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. Innlent 14.9.2025 11:08 Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 14.9.2025 09:47 Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af minnst þremur einstaklingum sem grunaðir eru um ólöglega dvöl í landinu í gærkvöldi og í nótt. Innlent 14.9.2025 07:32 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Innlent 13.9.2025 23:41 Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 13.9.2025 22:50 Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Innlent 13.9.2025 21:31 Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Alma Möller heilbrigðisráðherra segir talsverðrar vanþekkingar gæta í opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi. Sérfræðingar stígi ógjarnan fram af ótta við ónæði eða aðkast. Innlent 13.9.2025 21:29 Sungið og sungið í Tungnaréttum Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Innlent 13.9.2025 20:05 Jóhannes Valgeir er látinn Jóhannes Valgeir Reynisson, einnig þekktur sem Blái naglinn, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Hann var 72 ára gamall. Innlent 13.9.2025 19:54 ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 19:30 Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Jóhannes Óli Sveinsson, 22 ára hagfræðinemi, varð sjálfkjörinn forseti á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem fór fram í dag á Center Hotels Miðgarði. Í formannsslag stefndi en sitjandi forseti dró framboð sitt til baka á elleftu stundu. Innlent 13.9.2025 18:53 ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 18:00 „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. Innlent 13.9.2025 14:47 Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Innlent 13.9.2025 14:16 Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. Innlent 13.9.2025 14:03 Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Innlent 13.9.2025 12:04 „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Innlent 13.9.2025 12:01 Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Innlent 13.9.2025 11:27 Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, sitjandi forseti Ungs jafnaðarfólks, hefur dregið til baka framboð sitt til áframhaldandi embættissetu. Það stefndi í forsetaslag tveggja virkra flokksmanna á landsþingi UJ í dag en mótframbjóðandi hennar er nú einn í framboði. Innlent 13.9.2025 11:05 Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Innlent 13.9.2025 10:37 Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun. Innlent 13.9.2025 07:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Aurskriða í Brimnesdal hefur gert það að verkum að neysluvatn er óhreint víða í Fjallabyggð. Innlent 14.9.2025 16:17
Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Tæplega fimmtíu manns sem ætluðu að fljúga með Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands klukkan 14 í dag verður ekki hleypt um borð í vélina vegna öryggisráðstafanna þar sem neyðarrenna í vél Icelandair var óvart virkjuð við lendingu í Kaupmannahöfn fyrr í dag og því er ekki allur öryggisbúnaður virkur. Innlent 14.9.2025 14:28
Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Innlent 14.9.2025 14:21
Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. Innlent 14.9.2025 13:52
Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Innlent 14.9.2025 13:34
Halla mun funda með Xi Jinping Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi. Innlent 14.9.2025 13:04
40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Biskup Íslands verður í Þorlákshöfn í dag en ástæðan er 40 ára afmæli Þorlákskirkju en sérstök hátíðarmessa af því tilefni verður klukkan 14:00. Þá verða nokkrir viðburðir á næstu dögum og vikum í tilefni afmælisins, meðal annars tónleikar með Lúðrasveit Þorlákshafnar. Innlent 14.9.2025 12:16
Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Auðbrekku í Kópavogi í gær þar sem Hells Angels skipulögðu hitting hefur verið sleppt úr haldi. Lögregla gerði út mikinn mannskap til þess að fylgjast með viðburðinum í gærkvöldi. Rætt verður við lögreglu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14.9.2025 11:44
Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Utanríkisráðherra fundar um helgina með kollegum sínum á Norðurlöndunum á Grænlandi. Hún segir mikilvægt að Ísland sýni Grænlendingum að við styðjum þá í að taka eigin ákvarðanir. Innlent 14.9.2025 11:40
Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. Innlent 14.9.2025 11:08
Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 14.9.2025 09:47
Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af minnst þremur einstaklingum sem grunaðir eru um ólöglega dvöl í landinu í gærkvöldi og í nótt. Innlent 14.9.2025 07:32
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Innlent 13.9.2025 23:41
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 13.9.2025 22:50
Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Innlent 13.9.2025 21:31
Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Alma Möller heilbrigðisráðherra segir talsverðrar vanþekkingar gæta í opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi. Sérfræðingar stígi ógjarnan fram af ótta við ónæði eða aðkast. Innlent 13.9.2025 21:29
Sungið og sungið í Tungnaréttum Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Innlent 13.9.2025 20:05
Jóhannes Valgeir er látinn Jóhannes Valgeir Reynisson, einnig þekktur sem Blái naglinn, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Hann var 72 ára gamall. Innlent 13.9.2025 19:54
ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 19:30
Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Jóhannes Óli Sveinsson, 22 ára hagfræðinemi, varð sjálfkjörinn forseti á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem fór fram í dag á Center Hotels Miðgarði. Í formannsslag stefndi en sitjandi forseti dró framboð sitt til baka á elleftu stundu. Innlent 13.9.2025 18:53
ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 18:00
„Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. Innlent 13.9.2025 14:47
Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Innlent 13.9.2025 14:16
Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. Innlent 13.9.2025 14:03
Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Innlent 13.9.2025 12:04
„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Innlent 13.9.2025 12:01
Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Innlent 13.9.2025 11:27
Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, sitjandi forseti Ungs jafnaðarfólks, hefur dregið til baka framboð sitt til áframhaldandi embættissetu. Það stefndi í forsetaslag tveggja virkra flokksmanna á landsþingi UJ í dag en mótframbjóðandi hennar er nú einn í framboði. Innlent 13.9.2025 11:05
Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Innlent 13.9.2025 10:37
Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun. Innlent 13.9.2025 07:29