Íslenski boltinn

Thomsen borinn af velli í Eyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomsen meiddist er hann fiskaði vítaspyrnu fyrir FH gegn ÍBV.
Thomsen meiddist er hann fiskaði vítaspyrnu fyrir FH gegn ÍBV. vísir/vilhelm
Jákup Thomsen, framherji FH, var borinn af velli í leik liðsins gegn ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag.

Á 31. mínútu slapp Thomsen inn fyrir vörn Eyjamanna, Diogo Coelho braut á honum og Erlendur Eiríksson dæmdi vítaspyrnu.

Thomsen lá eftir og virtist illa þjáður. Á endanum var hann borinn af velli og Jónatan Ingi Jónsson kom inn á í hans stað.

Steven Lennon tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Staðan í hálfleik er 0-1, FH í vil.

Fylgjast má með leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá er leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Í beinni: ÍBV - FH | Eru FH-ingar vaknaðir?

FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×