Enski boltinn

Gylfi kom ekkert við sögu er Everton féll úr leik á móti Chelsea | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru úr leik í enska deildabikarnum eftir 2-1 tap gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld.

Fyrsta mark leiksins skoraði þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger með laglegum skalla á 26. mínútu en þetta er fyrsta mark hans fyrir Chelsea.

Everton sótti án afláts í seinni hálfleik en bara gat ekki komið boltanum í netið framhjá Willy Caballero í marki Chelsea sem átti stórleik.

Willian tvöfaldaði forskot Chelsea í uppbótartíma en Dominic Calvert-Lewin minnkaði muninn í 2-1 næstu sókn. Því miður fyrir Everton-liðið komst það ekki nær.

Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Everton sem var að spila fyrsta leikinn eftir að Ronald Koeman var látinn fara í gær.

Chelsea komst með sigrinum í átta liða úrslit deildabikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×