Tap í fyrsta leik hjá Hodgson | Sjáðu markið Dagur Lárusson skrifar 16. september 2017 13:15 Crystal Palace og Southampton mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fyrsti leikur Roy Hodgson með Palace. Fyrir leikinn sat Crystal Palace í neðsta sæti deildarinnar án stiga og engin mörk skoruð. Fyrstu mínútur Roy Hodgson sem stjóri voru þó ekki góðar þar sem að Southampton náðu forystunni snemma leiks en það var á ferðinni Steven Davis og því var strax komin pressa á nýja stjórann. Crystal Palace sóttu án afláts restina af leiknum en boltinn vildi ekki fara inn hjá heimaliðinu en Southampton varðist vel í leiknum og þess má geta að Virgil Van Dijk kom inná fyrir gestina undir lokin en eins og vitað er vildi hann ólmur komast frá félaginu í sumar. Lokatölur í leiknum voru 1-0 fyrir Southampton og fara þeir upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum með 8 stig en Crystal Palace situr ennþá sem fastast á botninum og Roy Hodgson hefur verk að vinna. Enski boltinn
Crystal Palace og Southampton mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fyrsti leikur Roy Hodgson með Palace. Fyrir leikinn sat Crystal Palace í neðsta sæti deildarinnar án stiga og engin mörk skoruð. Fyrstu mínútur Roy Hodgson sem stjóri voru þó ekki góðar þar sem að Southampton náðu forystunni snemma leiks en það var á ferðinni Steven Davis og því var strax komin pressa á nýja stjórann. Crystal Palace sóttu án afláts restina af leiknum en boltinn vildi ekki fara inn hjá heimaliðinu en Southampton varðist vel í leiknum og þess má geta að Virgil Van Dijk kom inná fyrir gestina undir lokin en eins og vitað er vildi hann ólmur komast frá félaginu í sumar. Lokatölur í leiknum voru 1-0 fyrir Southampton og fara þeir upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum með 8 stig en Crystal Palace situr ennþá sem fastast á botninum og Roy Hodgson hefur verk að vinna.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn