Fótbolti

Sky Sports: Neymar búinn að samþykkja fimm ára samning við PSG

Brasilíumaðurinn Neymar í síðasta leik sínum með Barcelona.
Brasilíumaðurinn Neymar í síðasta leik sínum með Barcelona. Vísir/Getty
Sky Sports greinir frá því að Brasilíumaðurinn Neymar hafi komist að samkomulagi við PSG um fimm ára samning. Neymar mun fara til Parísar síðar í vikunni til að ganga frá samningum.

Samkvæmt fréttinni er samningur Neymars nærri 500 milljóna evra virði, jafnvirði tæpra 62 milljarða króna, en þá eru laun og bónusar innifaldir.

Líklegt er að PSG þurfi að greiða uppsett verð fyrir Brasilíumanninn sem er með riftunarákvæði í samningi sínum upp á 222 milljónir evra. Samkvæmt því yrði Neymar langdýrasti leikmaður heims.

Mánaðarlaun Neymar yrðu um 575 þúsund evrur, um 70 milljónir króna.

Fréttastofa AFP fullyrðir að Neymar verði kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður PSG í þessari viku.


Tengdar fréttir

Klopp: Börsungar geta sparað sér ómakið

Eftir 3-0 sigur Liverpool á Bayern München á Audi Cup í gær ítrekaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho væri ekki til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×