„Það var mér sönn ánægja að eyða öllum þessum árum með þér, vinur minn. Ég óska þér góðs gengis í næstu skrefum þínum í lífinu. Sjáumst á morgun,“ skrifar Messi við myndbandið.
Neymar er á förum til Paris Saint-Germain eftir fjögurra ára dvöl hjá Barcelona.
Þeir Messi náðu afar vel saman hjá Katalóníuliðinu og mynduðu 2/3 af MSN, sóknartríóinu ógurlega. Messi og Neymar urðu tvisvar sinnum spænskir meistarar saman, þrisvar sinnum bikarmeistar og unnu Meistaradeild Evrópu vorið 2015.
Talið er að PSG borgi Barcelona 199 milljónir punda fyrir hinn 25 ára gamla Neymar. Það gerir Brasilíumanninn að langdýrasta leikmanni allra tíma.