Baráttan um Meistaradeildarsæti í algleymingi í lokaumferðinni | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2017 06:00 Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag. Allir 10 leikirnir hefjast klukkan 14:00. Ljóst er hvaða lið verður meistari (Chelsea) og hvaða lið falla (Hull City, Middlesbrough, Sunderland). Eina spennan er hvaða lið komast í Meistaradeild Evrópu. Chelsea og Tottenham eru þegar örugg með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Og það þarf mikið að ganga á til að Manchester City fylgi þeim ekki þangað. City mætir Watford á útivelli og með sigri eru lærisveinar Peps Guardiola öruggir með að enda í 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mistakist City að vinna Watford gæti liðið misst 3. sætið til Liverpool sem mætir Middlesbrough á Anfield. Liverpool situr í 4. sætinu og er öruggt með það svo lengi sem liðið nær jafn góðum úrslitum og Arsenal sem mætir Everton á Emirates. Skytturnar verða að vinna og treysta á að Boro taki stig af Liverpool til að komast í Meistaradeildina. Svo gæti farið að leikurinn gegn Everton verði síðasti leikur Arsenal undir stjórn Arsene Wenger sem er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Chelsea tekur við Englandsmeistarabikarnum eftir leik við botnlið Sunderland á Stamford Bridge. Tottenham, sem er í 2. sæti deildarinnar, sækir Hull City heim. Flestra augu verða væntanlega á Harry Kane sem er með tveggja marka forystu á Romelu Lukaku hjá Everton í baráttunni um gullskóinn. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að stilla upp krakkaliði gegn Crystal Palace á Old Tafford. Á miðvikudaginn mætir United Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Stokkhólmi. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City fá West Brom í heimsókn. Félagi Gylfa í íslenska landsliðinu, Jóhann Berg Guðmundsson, fær svo vonandi tækifæri í byrjunarliði Burnley sem fær West Ham í heimsókn. Þá mætast Leicester City og Bournemouth á King Power vellinum og Stoke City sækir Southampton heim.Leikir dagsins (hefjast allir klukkan 14:00): Liverpool - Middlesbrough (beint á Stöð 2 Sport HD) Arsenal - Everton (Sport 2 HD) Chelsea - Sunderland (Sport 3 HD) Watford - Man City (Sport 4 HD) Man Utd - Crystal Palace (Sport 5) Swansea - West Brom (Sport 6) Hull - Tottenham (Stöð 3) Burnley - West Ham (frumsýning kl. 16:15 á Sport 3 HD) Leicester - Bournemouth (frumsýning kl. 18:05 á Sport HD) Southampton - Stoke (frumsýning kl. 21:15 á Sport 3 HD) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag. Allir 10 leikirnir hefjast klukkan 14:00. Ljóst er hvaða lið verður meistari (Chelsea) og hvaða lið falla (Hull City, Middlesbrough, Sunderland). Eina spennan er hvaða lið komast í Meistaradeild Evrópu. Chelsea og Tottenham eru þegar örugg með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Og það þarf mikið að ganga á til að Manchester City fylgi þeim ekki þangað. City mætir Watford á útivelli og með sigri eru lærisveinar Peps Guardiola öruggir með að enda í 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mistakist City að vinna Watford gæti liðið misst 3. sætið til Liverpool sem mætir Middlesbrough á Anfield. Liverpool situr í 4. sætinu og er öruggt með það svo lengi sem liðið nær jafn góðum úrslitum og Arsenal sem mætir Everton á Emirates. Skytturnar verða að vinna og treysta á að Boro taki stig af Liverpool til að komast í Meistaradeildina. Svo gæti farið að leikurinn gegn Everton verði síðasti leikur Arsenal undir stjórn Arsene Wenger sem er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Chelsea tekur við Englandsmeistarabikarnum eftir leik við botnlið Sunderland á Stamford Bridge. Tottenham, sem er í 2. sæti deildarinnar, sækir Hull City heim. Flestra augu verða væntanlega á Harry Kane sem er með tveggja marka forystu á Romelu Lukaku hjá Everton í baráttunni um gullskóinn. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að stilla upp krakkaliði gegn Crystal Palace á Old Tafford. Á miðvikudaginn mætir United Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Stokkhólmi. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City fá West Brom í heimsókn. Félagi Gylfa í íslenska landsliðinu, Jóhann Berg Guðmundsson, fær svo vonandi tækifæri í byrjunarliði Burnley sem fær West Ham í heimsókn. Þá mætast Leicester City og Bournemouth á King Power vellinum og Stoke City sækir Southampton heim.Leikir dagsins (hefjast allir klukkan 14:00): Liverpool - Middlesbrough (beint á Stöð 2 Sport HD) Arsenal - Everton (Sport 2 HD) Chelsea - Sunderland (Sport 3 HD) Watford - Man City (Sport 4 HD) Man Utd - Crystal Palace (Sport 5) Swansea - West Brom (Sport 6) Hull - Tottenham (Stöð 3) Burnley - West Ham (frumsýning kl. 16:15 á Sport 3 HD) Leicester - Bournemouth (frumsýning kl. 18:05 á Sport HD) Southampton - Stoke (frumsýning kl. 21:15 á Sport 3 HD)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira