Fauk í vitni fyrir dómi: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. apríl 2017 16:00 Einar Ágústsson er borinn þungum sökum af fjórum einstaklingum sem fengu honum í fé tugi milljóna króna. Kickstarter „Þú ættir að skammast þín að vera hérna,“ sagði einn þeirra einstaklinga sem Einar Ágústsson er sakaður um að hafa blekkt í tengslum við 74 milljón króna fjársvik. Sá fyrrnefndi bar vitni í málinu fyrir dómi við Héraðsdóm Reykjaness í dag þegar aðalmeðferð í málinu fór fram. Einar er ákærður, ásamt félaginu Skajaqouda ehf., sem hann var í forsvari fyrir, að hafa blekkt fjóra einstaklinga sem létu honum í té áðurnefnda upphæð, annars vegar tveir karlmenn og ein kona sem samtals létu af hendi 30 milljónir og hins vegar karlmaður sem lét af hendi 44 milljónir króna. Einstaklingarnir sem um ræðir báru allir vitni fyrir dómi í dag en skýrsla var tekin af Einari fyrir hádegi. Hann neitar sök og segist alltaf hafa verið heiðarlegur í samskiptum við þau sem hann er sakaður um að hafa blekkt.Ég var hafður að fífli í þessu Öll voru þau spurð af saksóknara hvort þau hefðu haft einhverja sérstaka þekkingu á fjárfestingum og voru svörin öll á sömu leið. „Nei, það geri ég ekki. Ég hef verið að fjárfesta í gegnum tíðina en fæ alltaf menn til að aðstoða mig við það,“ sagði einn þeirra. Öll svöruðu þau játandi, spurð hvort þau hafi leitað til Einars sem sérfræðings í fjárfestingum, og að hann hefði kynnt sig fyrir þeim sem slíkur. Báru þau vitni um að Einar hefði kynnt fyrir þeim gögn sem sýndu fram á „fína ávöxtun“ en fyrr í aðalmeðferð málsins hafði komið fram að kynnt var að sjóðurinn hefði náð um 40 ávöxtun árið 2009.Höfðu mikla trú á honum „Ég hafði trú á honum og taldi okkur vera að gera hárrétta hluti,“ sagði einn þeirra. „Hann sýndi okkur fram á mjög flotta ávöxtun á sama tíma og það var engin ávöxtun hérna heima,“ sagði annar. Þrír af einstaklingnum létu saman eða í sitt hvoru lagi alls 30 milljónir í fjárfestingarsjóð Einars en ákváðu fyrst um sinn að prófa að taka þátt með fimm milljónum. „Við létum reyna á það í smátíma. Hann sýndi okkur ávöxtun og annað þannig að það var ákveðið að setja aðrar tíu sem við gerðum í sameiningu.“Ég gæti verið með asnaeyru hérna Allt hafi litið vel út þangað til einn þeirra hafi þurft að leysa út sína fjárfestingu. Það hafi gengið illa að fá það í gegn hjá Einari og smám saman fóru tvær grímur að renna á einstaklinganna og á endanum leituðu þau til lögmanns til þess að endurheimta fjármuni sína. Á endanum bauðst Einar til þess að endurgreiða 28 milljónir en það tilboð virðist hafa verið sett á ís. Daginn eftir að tilboðið var lagt fram var Einar hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins.Líkt og fram hefur komið á Vísi er ekki ágreiningur um tvær af þeim þremur greiðslum sem einstaklingarnir þrír lögðu fram en Einar hafnar því að hafa tekið á móti greiðslu upp á tíu milljónir í reiðufé. Einn einstaklinganna segir að hann hafi afhent honum reiðuféið í plastpokaAðalmeðferð málsins fór frammi fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag.Vísir/Anton BrinkFauk í eitt vitnið Raunar fauk í einn einstaklinginn þegar saksóknari spurði hann, í ljósi þess að Einar hafði neitað því að hafa tekið á móti tíu milljónunum, hvort að rétt gæti verið að Einar hefði í raun ekki tekið á móti fjármununum. „Nei, það er ekki rétt. Það er svo alveg kolrangt. Þetta var tekið út af reikningnum okkar og hann fékk það,“ sagði hann áður en hann sneri sér að Einari og sagði: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna.“ Skarst þá dómari í leikinn og bað vitnið vinsamlegast um að svara spurningum málsins. Spurningar verjanda til einstaklinganna snerust fyrst og fremst um hvort að einstaklingarnir hefðu kynnt sér þau gögn sem Einar hafði kynnt þeim til þaula. Flest sögðust þau ekki hafa gert það. Báru þau ýmist við þekkingarleysi, lélegri enskukunnáttu og þeirri staðreynd að þau hefðu einfaldlega treyst Einari. Nokkuð var fjallað um Einar og bróður hans í fréttum á liðnu ári, meðal annars vegna þess að þeir söfnuðu metfé á fjármögnunarsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum sem þeir ætluðu að framleiða Þá gerðu þeir bræður einnig kröfu á ríkissjóð vegna 33 milljón króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd til trúfélags Zúista á Íslandi. Bræðurnir eru tveir af þremur stofnendum félagsins sem var endurvakið af hópi manna sem hét því að endurgreiða meðlimum trúfélagsgjöld frá ríkinu.Málið er í nokkurs konar pattstöðu en bræðurnir vilja peningana út úr félaginu og til sín.Skýrslutöku er lokið í dag en málflutningur í málinu fer fram á föstudag. Í framhaldinu verður kveðinn upp dómur innan fjögurra vikna frá föstudegi. Tengdar fréttir Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
„Þú ættir að skammast þín að vera hérna,“ sagði einn þeirra einstaklinga sem Einar Ágústsson er sakaður um að hafa blekkt í tengslum við 74 milljón króna fjársvik. Sá fyrrnefndi bar vitni í málinu fyrir dómi við Héraðsdóm Reykjaness í dag þegar aðalmeðferð í málinu fór fram. Einar er ákærður, ásamt félaginu Skajaqouda ehf., sem hann var í forsvari fyrir, að hafa blekkt fjóra einstaklinga sem létu honum í té áðurnefnda upphæð, annars vegar tveir karlmenn og ein kona sem samtals létu af hendi 30 milljónir og hins vegar karlmaður sem lét af hendi 44 milljónir króna. Einstaklingarnir sem um ræðir báru allir vitni fyrir dómi í dag en skýrsla var tekin af Einari fyrir hádegi. Hann neitar sök og segist alltaf hafa verið heiðarlegur í samskiptum við þau sem hann er sakaður um að hafa blekkt.Ég var hafður að fífli í þessu Öll voru þau spurð af saksóknara hvort þau hefðu haft einhverja sérstaka þekkingu á fjárfestingum og voru svörin öll á sömu leið. „Nei, það geri ég ekki. Ég hef verið að fjárfesta í gegnum tíðina en fæ alltaf menn til að aðstoða mig við það,“ sagði einn þeirra. Öll svöruðu þau játandi, spurð hvort þau hafi leitað til Einars sem sérfræðings í fjárfestingum, og að hann hefði kynnt sig fyrir þeim sem slíkur. Báru þau vitni um að Einar hefði kynnt fyrir þeim gögn sem sýndu fram á „fína ávöxtun“ en fyrr í aðalmeðferð málsins hafði komið fram að kynnt var að sjóðurinn hefði náð um 40 ávöxtun árið 2009.Höfðu mikla trú á honum „Ég hafði trú á honum og taldi okkur vera að gera hárrétta hluti,“ sagði einn þeirra. „Hann sýndi okkur fram á mjög flotta ávöxtun á sama tíma og það var engin ávöxtun hérna heima,“ sagði annar. Þrír af einstaklingnum létu saman eða í sitt hvoru lagi alls 30 milljónir í fjárfestingarsjóð Einars en ákváðu fyrst um sinn að prófa að taka þátt með fimm milljónum. „Við létum reyna á það í smátíma. Hann sýndi okkur ávöxtun og annað þannig að það var ákveðið að setja aðrar tíu sem við gerðum í sameiningu.“Ég gæti verið með asnaeyru hérna Allt hafi litið vel út þangað til einn þeirra hafi þurft að leysa út sína fjárfestingu. Það hafi gengið illa að fá það í gegn hjá Einari og smám saman fóru tvær grímur að renna á einstaklinganna og á endanum leituðu þau til lögmanns til þess að endurheimta fjármuni sína. Á endanum bauðst Einar til þess að endurgreiða 28 milljónir en það tilboð virðist hafa verið sett á ís. Daginn eftir að tilboðið var lagt fram var Einar hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins.Líkt og fram hefur komið á Vísi er ekki ágreiningur um tvær af þeim þremur greiðslum sem einstaklingarnir þrír lögðu fram en Einar hafnar því að hafa tekið á móti greiðslu upp á tíu milljónir í reiðufé. Einn einstaklinganna segir að hann hafi afhent honum reiðuféið í plastpokaAðalmeðferð málsins fór frammi fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag.Vísir/Anton BrinkFauk í eitt vitnið Raunar fauk í einn einstaklinginn þegar saksóknari spurði hann, í ljósi þess að Einar hafði neitað því að hafa tekið á móti tíu milljónunum, hvort að rétt gæti verið að Einar hefði í raun ekki tekið á móti fjármununum. „Nei, það er ekki rétt. Það er svo alveg kolrangt. Þetta var tekið út af reikningnum okkar og hann fékk það,“ sagði hann áður en hann sneri sér að Einari og sagði: „Þú ættir að skammast þín að vera hérna.“ Skarst þá dómari í leikinn og bað vitnið vinsamlegast um að svara spurningum málsins. Spurningar verjanda til einstaklinganna snerust fyrst og fremst um hvort að einstaklingarnir hefðu kynnt sér þau gögn sem Einar hafði kynnt þeim til þaula. Flest sögðust þau ekki hafa gert það. Báru þau ýmist við þekkingarleysi, lélegri enskukunnáttu og þeirri staðreynd að þau hefðu einfaldlega treyst Einari. Nokkuð var fjallað um Einar og bróður hans í fréttum á liðnu ári, meðal annars vegna þess að þeir söfnuðu metfé á fjármögnunarsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum sem þeir ætluðu að framleiða Þá gerðu þeir bræður einnig kröfu á ríkissjóð vegna 33 milljón króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd til trúfélags Zúista á Íslandi. Bræðurnir eru tveir af þremur stofnendum félagsins sem var endurvakið af hópi manna sem hét því að endurgreiða meðlimum trúfélagsgjöld frá ríkinu.Málið er í nokkurs konar pattstöðu en bræðurnir vilja peningana út úr félaginu og til sín.Skýrslutöku er lokið í dag en málflutningur í málinu fer fram á föstudag. Í framhaldinu verður kveðinn upp dómur innan fjögurra vikna frá föstudegi.
Tengdar fréttir Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Fjársvikamál Kickstarter bróður: Kannast ekki við að hafa tekið á móti tíu milljónum í plastpoka Aðalmeðferð fer nú fram í fjársvikamáli Einars Ágústssonar en hann er ákærður fyrir fjársvik að að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 5. apríl 2017 13:30
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10
Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að héraðssaksóknari fái að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. 15. febrúar 2017 21:23