Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 21:23 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/GVA Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru. Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru.
Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15
Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43
Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20