Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 21:23 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/GVA Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru. Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru.
Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15
Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43
Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20