Enski boltinn

Rooney búinn að jafna markamet Charltons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney fagnar marki sínu.
Rooney fagnar marki sínu. vísir/getty
Wayne Rooney er búinn að jafna markamet Sir Bobby Charlton hjá Manchester United.

Á 7. mínútu í leik United og Reading í 3. umferð ensku bikarkeppninnar stýrði Rooney sendingu Juans Mata í netið með hnénu.

Þetta var 249. mark Rooneys fyrir United en hann hefur nú skorað jafn mörg mörk og Charlton gerði á sínum tíma.

Rooney þurfti 543 leiki til að skora mörkin 249 á meðan Charlton skoraði þau í 758 leikjum.

Rooney kom til United frá Everton haustið 2004 og hefur síðan þá unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu.

Staðan í leik United og Reading er 2-0. Rooney annað mark United upp fyrir Anthony Martial.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×