Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fylkir 2-2 | Jafnt eftir tvö mörk í uppbótartíma | Sjáðu mörkin Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 12. júlí 2015 22:00 Ásgeir Örn Arnþórsson í baráttunni við Kassim Doumbia. vísir/ernir FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í æsispennandi leik í Pepsí deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0. Evrópuleikurinn gegn SJK frá Finnlandi virtist hafa setið í FH-ingum því ekki var sjón að sjá liðið lengst framan af fyrri hálfleik. Afskaplega fátt gekk upp hjá liðinu og Fylkir átti auðvelt með að beita skyndisóknum sem þó vantaði herslumuninn á að liðið næði að nýta sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Fylkir yfir snemma í seinni hálfleik og þá vaknaði FH-liðið. FH lék mun hraðari fótbolta þar sem boltinn gekk betur á milli kanta. Þrátt fyrir það náði FH ekki að skapa sér mörg færi og mesta hættan skapaðist við mark Fylkis eftir föst leikatriði en bæði mörk FH komu eftir slík, horn annars vegar og aukaspyrnu hins vegar. Þegar FH komst yfir í uppbótartíma héldu flestir að stigin þrjú hjá toppliðinu væru í höfn en Fylkir barðist án afláts í leiknum og uppskar jöfnunarmark mínútu eftir að FH komst yfir og tryggði í raun verðskuldað stig. Hermann Hreiðarsson var að stýra Fylki í fyrsta sinn og má segja að handbragð hans hafi strax sést á liðinu. Leikmenn voru ákaflega baráttuglaðir og létu mikið fyrir sér finna. Værukærð einkenndi leik FH allt þar til Fylkir komst yfir og ljóst að liðið þarf að leika mun betur í harðnandi toppbaráttunni sem framundan er. FH er á toppnum, stigi á undan KR og verður það þegar deildin verður hálfnuð annað kvöld. Fylkir er með 14 stig í 7. sæti.vísir/valliHermann: Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1 „Við erum mjög sáttir að koma hingað og mæta frábæru fótboltaliði og fá stig, það er enginn spurning,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í þessu. Við byrjuðum vel en það vantaði herslumuninn að fá færi. Við komumst í góðar stöður eftir hraðar sóknir. Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik en þá vaknaði FH og sótti mikið. „Það eru svakaleg gæði í FH og við vissum að það myndi reyna vel á okkur í þessum leik. Það sem maður er fúlastur með er að jöfnunarmarkið komi úr föstu leikatriði og ég tek það á mig. Þeir eru með sterkt og hávaxið lið,“ sagði Hermann sem missti ekki trúna þó FH hafi komist yfir í uppbótartíma. „Maður veit að þetta er ekki búið fyrr en flautað er af. Það var trú og kraftur í liðinu allan leikinn og við hættum ekkert fyrr en það er búið að flauta af. „Það var frábært að fá jöfnunarmarkið því það var algjört kjaftshögg að fá markið á sig í lokin. Það var að sama skapi gleðilegt að jafna. Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1. „Leikmenn eru í toppstandi. Það er kraftur, vilji og allt til staðar hérna. Þvílík liðsheild og það sýndi sig að þegar allir eru að skila sínu og rúmlega það þá er allt hægt og þá verður fótboltinn líka skemmtilegri fyrir vikið. Ég var að drepast úr þreytu að horfa á þá. Það fór rosa kraftur og orka í þetta og svona á þetta að vera,“ sagði Hermann sem er mjög ánægður með að vera kominn aftur í boltann og þá ekki síst í búningsklefann. „Þegar maður er kominn með bakteríuna og líður vel í klefanum þá er þetta hrikalega gaman. Og svona óvænt líka, þetta var ekkert á dagskránni fyrr en kannski í haust.“Heimir: Vorum steinsofandi í lokin „Það var engin þreyta í liðinu. Ég hélt að menn vildu frekar spila en æfa og þetta með þreytuna ef menn halda að þeir séu þreyttir þá eru þeir þreyttir og ef menn halda það ekki þá eru þeir það ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður hvort Evrópuþreyta sæti í liðinu. „Vandræðin í fyrri hálfleik voru að við vorum að spila of mikið í sama svæðinu. Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að skipta boltanum á milli vængja og skapa okkur eitthvað en reynslumikið lið eins og FH á að klára þetta,“ sagði Heimir sem var allt annað en sáttur við jöfnunarmark Fylkis. „Við erum steinsofandi. Þeir byrja miðju og hefðu átt að sjá það þegar það standa þrír leikmenn eða fjórir klárir að hlaupa að það væri ekki verið að fara að spila boltanum til baka heldur að senda boltann langt. Við vorum steinsofandi og gáfum innkast og svo vorum við steinsofandi í dekkningunni. „Við vorum miklu betri í þessum leik en það er ekki nóg. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en seinni var betri. „Við komum okkur oft í góðar stöður en vorum að klikka á síðustu sendingunni og svo vantar okkur meiri græðgi í boxinu,“ sagði Heimir.Ásgeir Örn Arnþórsson kemur Fylki í 0-1: Böðvar Böðvarsson jafnar í 1-1: Brynjar Ásgeir Guðmundsson heldur að hann sé að tryggja FH sigur í uppbótartíma: Kjartan Ágúst Breiðdal tryggir Fylki stig: Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirHermann Hreiðarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í æsispennandi leik í Pepsí deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0. Evrópuleikurinn gegn SJK frá Finnlandi virtist hafa setið í FH-ingum því ekki var sjón að sjá liðið lengst framan af fyrri hálfleik. Afskaplega fátt gekk upp hjá liðinu og Fylkir átti auðvelt með að beita skyndisóknum sem þó vantaði herslumuninn á að liðið næði að nýta sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Fylkir yfir snemma í seinni hálfleik og þá vaknaði FH-liðið. FH lék mun hraðari fótbolta þar sem boltinn gekk betur á milli kanta. Þrátt fyrir það náði FH ekki að skapa sér mörg færi og mesta hættan skapaðist við mark Fylkis eftir föst leikatriði en bæði mörk FH komu eftir slík, horn annars vegar og aukaspyrnu hins vegar. Þegar FH komst yfir í uppbótartíma héldu flestir að stigin þrjú hjá toppliðinu væru í höfn en Fylkir barðist án afláts í leiknum og uppskar jöfnunarmark mínútu eftir að FH komst yfir og tryggði í raun verðskuldað stig. Hermann Hreiðarsson var að stýra Fylki í fyrsta sinn og má segja að handbragð hans hafi strax sést á liðinu. Leikmenn voru ákaflega baráttuglaðir og létu mikið fyrir sér finna. Værukærð einkenndi leik FH allt þar til Fylkir komst yfir og ljóst að liðið þarf að leika mun betur í harðnandi toppbaráttunni sem framundan er. FH er á toppnum, stigi á undan KR og verður það þegar deildin verður hálfnuð annað kvöld. Fylkir er með 14 stig í 7. sæti.vísir/valliHermann: Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1 „Við erum mjög sáttir að koma hingað og mæta frábæru fótboltaliði og fá stig, það er enginn spurning,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í þessu. Við byrjuðum vel en það vantaði herslumuninn að fá færi. Við komumst í góðar stöður eftir hraðar sóknir. Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik en þá vaknaði FH og sótti mikið. „Það eru svakaleg gæði í FH og við vissum að það myndi reyna vel á okkur í þessum leik. Það sem maður er fúlastur með er að jöfnunarmarkið komi úr föstu leikatriði og ég tek það á mig. Þeir eru með sterkt og hávaxið lið,“ sagði Hermann sem missti ekki trúna þó FH hafi komist yfir í uppbótartíma. „Maður veit að þetta er ekki búið fyrr en flautað er af. Það var trú og kraftur í liðinu allan leikinn og við hættum ekkert fyrr en það er búið að flauta af. „Það var frábært að fá jöfnunarmarkið því það var algjört kjaftshögg að fá markið á sig í lokin. Það var að sama skapi gleðilegt að jafna. Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1. „Leikmenn eru í toppstandi. Það er kraftur, vilji og allt til staðar hérna. Þvílík liðsheild og það sýndi sig að þegar allir eru að skila sínu og rúmlega það þá er allt hægt og þá verður fótboltinn líka skemmtilegri fyrir vikið. Ég var að drepast úr þreytu að horfa á þá. Það fór rosa kraftur og orka í þetta og svona á þetta að vera,“ sagði Hermann sem er mjög ánægður með að vera kominn aftur í boltann og þá ekki síst í búningsklefann. „Þegar maður er kominn með bakteríuna og líður vel í klefanum þá er þetta hrikalega gaman. Og svona óvænt líka, þetta var ekkert á dagskránni fyrr en kannski í haust.“Heimir: Vorum steinsofandi í lokin „Það var engin þreyta í liðinu. Ég hélt að menn vildu frekar spila en æfa og þetta með þreytuna ef menn halda að þeir séu þreyttir þá eru þeir þreyttir og ef menn halda það ekki þá eru þeir það ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður hvort Evrópuþreyta sæti í liðinu. „Vandræðin í fyrri hálfleik voru að við vorum að spila of mikið í sama svæðinu. Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að skipta boltanum á milli vængja og skapa okkur eitthvað en reynslumikið lið eins og FH á að klára þetta,“ sagði Heimir sem var allt annað en sáttur við jöfnunarmark Fylkis. „Við erum steinsofandi. Þeir byrja miðju og hefðu átt að sjá það þegar það standa þrír leikmenn eða fjórir klárir að hlaupa að það væri ekki verið að fara að spila boltanum til baka heldur að senda boltann langt. Við vorum steinsofandi og gáfum innkast og svo vorum við steinsofandi í dekkningunni. „Við vorum miklu betri í þessum leik en það er ekki nóg. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en seinni var betri. „Við komum okkur oft í góðar stöður en vorum að klikka á síðustu sendingunni og svo vantar okkur meiri græðgi í boxinu,“ sagði Heimir.Ásgeir Örn Arnþórsson kemur Fylki í 0-1: Böðvar Böðvarsson jafnar í 1-1: Brynjar Ásgeir Guðmundsson heldur að hann sé að tryggja FH sigur í uppbótartíma: Kjartan Ágúst Breiðdal tryggir Fylki stig: Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirHermann Hreiðarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira