Á sama tíma vann Þýskaland Svíþjóð, 2-1, í leik um 3. sætið á mótinu.
Íslenska liðið tapaði þremur af fjórum leikjum sínum á mótinu og mistókst að skora mark. Eina stigið sem liðið fékk kom gegn Bandaríkjunum á mánudaginn.
Japanska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og Ísland skapaði sér ekki mörg færi.
Japan var meira með boltann og pressaði íslenska liðið í upphafi leiks. Íslenska vörnin var þó jafnan sterk fyrir og Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu.
Skömmu fyrir hálfleik voru þær japönsku aðgangsharðar upp við íslenska markið, áttu fyrst skot í stöngina, annað skot í varnarmann og loks skot framhjá.
Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn illa og á 48. mínútu komust heimsmeistararnir yfir. Leikmaður þeirra komst í gegn vinstra megin í vítateignum og skoraði með góðu skoti í fjærhornið.

Íslenska liðið færði sig framar eftir annað markið og setti pressu á það japanska. Inn vildi boltinn þó ekki og Japan fékk nokkur góð færi til að auka við forskotið undir lokin. Fleiri urðu mörkin þó ekki og heimsmeistararnir fögnuðu 2-0 sigri og 9. sætinu á Algarve-mótinu.
Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:
Sandra Sigurðardóttir - Elísa Viðarsdóttir (64. Glódís Perla Viggósdóttir), Guðrún Arnarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (64. Dagný Brynjarsdóttir) - Fanndís Friðriksdóttir (78. Guðný Björk Óðinsdóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir (46. Sara Björk Gunnarsdóttir), Rakel Hönnudóttir (64. Hólmfríður Magnúsdóttir) - Guðmunda Brynja Óladóttir (46. Harpa Þorsteinsdóttir).