Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2015 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir og stelpurnar í kvennalandsliðinu byrjuðu á tapi gegn firnasterku liði Sviss á Algarve. mynd/KSÍ „Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53