Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2015 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir og stelpurnar í kvennalandsliðinu byrjuðu á tapi gegn firnasterku liði Sviss á Algarve. mynd/KSÍ „Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
„Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53