Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 12:00 Freyr Alexandersson gagnrýndi spilamennsku Bandaríkjanna. vísir/ksí/stefán „Bandaríkin valda vonbrigðum með markalausu jafntefli gegn Ísland á Algarve-mótinu,“ segir í fyrirsögn á vef Fox Sports um leik Íslands og Bandaríkjanna í gær. Eftir tvö töp á Algarve-mótinu náðu stelpurnar okkar í frábært jafntefli gegn liðinu sem er í öðru sæti heimslistans og líklegt til afreka á HM í Kanada í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi spilamennsku bandaríska liðsins eftir leik sem fór ekki vel í þjálfara Bandaríkjanna og blaðamann Fox Sports. „Þjálfari íslenska landsliðsins ákvað bara, að það væri í lagi að tala frekar illa um bandaríska liðið,“ segir í greininni.„Ef þetta væri mitt lið væri ég mjög óánægður,“ sagði Freyr um Bandaríkin sem spörkuðu boltanum mikið langt fram völlinn. „Við neyddum þær til að sparka langt eftir að hafa horft á fyrstu tvo leiki Bandaríkjanna. Þar sáum við að þegar þau lenda undir pressu vill liðið sparka langt fram.“ „Ég skil þetta ekki því liðið getur spilað boltanum eftir grasinu. Ég myndi nú búast við því að lið sem er 20 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum myndi rústa okkur.“ Blaðamaður Fox Sports tekur í raun undir orð Freys: „Svona var þetta. Bandaríkin reyndu að sparka boltanum yfir og í kringum ákveðið lið Íslands og þurfti að sætta sig við jafntefli. Það átti ekki að gerast,“ segir í greininni. Bandaríska liðið fær mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína og þjálfari þess, Jill Ellis, fær ekki háa einkunn fyrir að skilja þrjá af bestu leikmönnum liðsins eftir á bekknum. Ellis var heldur ekkert hrifin af gagnrýni Freys og svaraði henni þegar orð íslenska þjálfarans voru borin upp á hana. „Kannski er hann bara fúll því liðið hans er á botni riðilsins,“ sagði Ellis og bætti við að hún var á endanum ánægð með jafntefli eftir barsmíðarnar sem bandaríska liðið fékk af hálfu þess íslenska. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
„Bandaríkin valda vonbrigðum með markalausu jafntefli gegn Ísland á Algarve-mótinu,“ segir í fyrirsögn á vef Fox Sports um leik Íslands og Bandaríkjanna í gær. Eftir tvö töp á Algarve-mótinu náðu stelpurnar okkar í frábært jafntefli gegn liðinu sem er í öðru sæti heimslistans og líklegt til afreka á HM í Kanada í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi spilamennsku bandaríska liðsins eftir leik sem fór ekki vel í þjálfara Bandaríkjanna og blaðamann Fox Sports. „Þjálfari íslenska landsliðsins ákvað bara, að það væri í lagi að tala frekar illa um bandaríska liðið,“ segir í greininni.„Ef þetta væri mitt lið væri ég mjög óánægður,“ sagði Freyr um Bandaríkin sem spörkuðu boltanum mikið langt fram völlinn. „Við neyddum þær til að sparka langt eftir að hafa horft á fyrstu tvo leiki Bandaríkjanna. Þar sáum við að þegar þau lenda undir pressu vill liðið sparka langt fram.“ „Ég skil þetta ekki því liðið getur spilað boltanum eftir grasinu. Ég myndi nú búast við því að lið sem er 20 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum myndi rústa okkur.“ Blaðamaður Fox Sports tekur í raun undir orð Freys: „Svona var þetta. Bandaríkin reyndu að sparka boltanum yfir og í kringum ákveðið lið Íslands og þurfti að sætta sig við jafntefli. Það átti ekki að gerast,“ segir í greininni. Bandaríska liðið fær mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína og þjálfari þess, Jill Ellis, fær ekki háa einkunn fyrir að skilja þrjá af bestu leikmönnum liðsins eftir á bekknum. Ellis var heldur ekkert hrifin af gagnrýni Freys og svaraði henni þegar orð íslenska þjálfarans voru borin upp á hana. „Kannski er hann bara fúll því liðið hans er á botni riðilsins,“ sagði Ellis og bætti við að hún var á endanum ánægð með jafntefli eftir barsmíðarnar sem bandaríska liðið fékk af hálfu þess íslenska.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn