Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 0-0 | Markalaust í fjörugum leik Ólafur Haukur Tómasson skrifar 20. júlí 2014 00:01 Vísir/Daníel Keflavík og Þór gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í fjörugum leik. Leikurinn fór af stað af miklum krafti og hélst þannig út leikinn. Bæði lið spiluðu af hörku og kom mjög fljótt hiti í leikinn sem ágerðist eftir því sem leið á leikinn. Strax á 21. mínútu fóru Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs og Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur í baráttu um lausan bolta sem endaði með því að Jonas barði í bakið á Jóhanni Helga og var afar heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir atvikið. Bæði lið fengu ágætis færi í leiknum en leikmönnum brást bogalistin og markmenn beggja liða gerðu vel í að verja þau skot sem komu á markið. Á 67. mínútu fékk Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs sitt seinna gula spjald fyrir brot á Bojan Stefáni Ljubicic við litla hrifningu heimamanna. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Sandor Matus markvörður Þórs fór of seint í Hörð Sveinson framherja Keflavíkur. Hörður tók spyrnuna sjálfur en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli sem mögulega bæði lið eru nokkuð ósátt með. Páll Viðar: Hundfúll að fá ekki þrjú stig„Nei! Ég er hundfúll með að fá ekki þrjú stig í leiknum í dag sem var það sem við lögðum upp með," sagði Páll Viðar aðspurður hvort að hann væri sáttur með stigið sem Þór fékk í dag. „Mér fannst allt benda til að við ættum að fara að taka þetta en það vantaði bara herslumunin og svo bætti það ekki líkur okkar á að fá þrjú stig nokkrar ákvarðanir dómara sem mér fannst út í hött." Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald og var Páll hundfúll með þá ákvörðun dómara sem og fleiri ákvarðanir sem hann tók í leiknum. „Þetta rauða spjald og hann gefur ekki rauða spjald þegar það er klafsað í næsta, einn í gegn og markmaður brýtur á honum, gefur sénsinn og hann klikkar þá dæmir hann víti - ekkert spjald? Jú það er rautt. Það eru fullt af svona atvikum sem ég kveiki ekki á en það er ekki það sem er skiptir máli, við fengum bara eitt stig í stað þriggja," sagði Páll afar ósáttur. Þór hefur nú haldið í hreinu í tveimur leikjum í röð og tekið fjögur af þeim sex stigum sem í boði eru. Páll er ánægður með lið sitt en segir þó að herslumuninn hafi vantað. „Ég er ánægður með Þórsliðið. Á móti kom að við náðum ekki að skora [þrátt fyrir að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð] og vorum mikið að krossa fyrir en vantaði herslumuninn. Ég er ánægður með flest í Þórsliðinu og margt sem við getum byggt á," sagði Páll. „Ég sakna allra góðra leikmanna. Alltaf þegar þeir eru ekki með hvort sem þeir eru meiddir eða í öðrum verkefnum," sagði Páll þegar hann var spurður út í hvort liðið hafi saknað Shawn Nicklaw sem hefur verið happafengur fyrir Þórsliðið í sumar en hann er í landsliðserindum með Guam þessa dagana. Kristján: Hundfúll með hvernig Jonas bregst við„Það er mjög gott að fá eitt stig. Við eigum að fá þrjú miðað við frammistöðu. Strákarnir spiluðu þetta vel eins og við settum þetta upp. Við erum ánægðir með það en óánægðir með að klára ekki með sigri, við fáum færi og spilum vel en náðum ekki að nýta það," sagði Kristján eftir leikinn en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Hún var alveg ágæt. Hann reynir að dæma en stundum var þetta fyrir dómarann eins og hann væri í leikskóla en mér fannst hann höndla þetta fínt. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á," svaraði Kristján aðspurður út í dómgæsluna í leiknum. Í byrjun leiks barði markvörður Keflavíkur í leikmann Þórs og var heppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir atvikið. Kristján var ósáttur með Jonas Sandqvist, markvörð sinn, og var ekki sáttur þegar hann virtist gefa í skyn að sínir menn hafi líka þurft að þola högg í leiknum. „Ég sá það og var hundfúll með það. Hann brást við áreiti frá leikmanni og það var eitthvað sem við töluðum mikið um að ætti ekki að gera. Ég er mjög óánægður með markmanninn en það bjargaðist. Ef við ætlum að telja upp einhver atvik þar sem var slegið þá erum við komin í mjög slæm mál, dómarinn dæmir leikinn ekki ég. Ef við ætlum að telja upp alla þá leikmenn sem voru lamdir þá skulum við aðeins fara að vara okkur," sagði Kristján heitur í hamsi. „Við þurfum kannski aðeins að fjölga á æfingum en það er ekkert stórt í pípunum eins og er," sagði Kristján aðspurður út í það hvort Keflavík ætlaði að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Keflavík og Þór gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í fjörugum leik. Leikurinn fór af stað af miklum krafti og hélst þannig út leikinn. Bæði lið spiluðu af hörku og kom mjög fljótt hiti í leikinn sem ágerðist eftir því sem leið á leikinn. Strax á 21. mínútu fóru Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs og Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur í baráttu um lausan bolta sem endaði með því að Jonas barði í bakið á Jóhanni Helga og var afar heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir atvikið. Bæði lið fengu ágætis færi í leiknum en leikmönnum brást bogalistin og markmenn beggja liða gerðu vel í að verja þau skot sem komu á markið. Á 67. mínútu fékk Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs sitt seinna gula spjald fyrir brot á Bojan Stefáni Ljubicic við litla hrifningu heimamanna. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Sandor Matus markvörður Þórs fór of seint í Hörð Sveinson framherja Keflavíkur. Hörður tók spyrnuna sjálfur en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli sem mögulega bæði lið eru nokkuð ósátt með. Páll Viðar: Hundfúll að fá ekki þrjú stig„Nei! Ég er hundfúll með að fá ekki þrjú stig í leiknum í dag sem var það sem við lögðum upp með," sagði Páll Viðar aðspurður hvort að hann væri sáttur með stigið sem Þór fékk í dag. „Mér fannst allt benda til að við ættum að fara að taka þetta en það vantaði bara herslumunin og svo bætti það ekki líkur okkar á að fá þrjú stig nokkrar ákvarðanir dómara sem mér fannst út í hött." Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald og var Páll hundfúll með þá ákvörðun dómara sem og fleiri ákvarðanir sem hann tók í leiknum. „Þetta rauða spjald og hann gefur ekki rauða spjald þegar það er klafsað í næsta, einn í gegn og markmaður brýtur á honum, gefur sénsinn og hann klikkar þá dæmir hann víti - ekkert spjald? Jú það er rautt. Það eru fullt af svona atvikum sem ég kveiki ekki á en það er ekki það sem er skiptir máli, við fengum bara eitt stig í stað þriggja," sagði Páll afar ósáttur. Þór hefur nú haldið í hreinu í tveimur leikjum í röð og tekið fjögur af þeim sex stigum sem í boði eru. Páll er ánægður með lið sitt en segir þó að herslumuninn hafi vantað. „Ég er ánægður með Þórsliðið. Á móti kom að við náðum ekki að skora [þrátt fyrir að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð] og vorum mikið að krossa fyrir en vantaði herslumuninn. Ég er ánægður með flest í Þórsliðinu og margt sem við getum byggt á," sagði Páll. „Ég sakna allra góðra leikmanna. Alltaf þegar þeir eru ekki með hvort sem þeir eru meiddir eða í öðrum verkefnum," sagði Páll þegar hann var spurður út í hvort liðið hafi saknað Shawn Nicklaw sem hefur verið happafengur fyrir Þórsliðið í sumar en hann er í landsliðserindum með Guam þessa dagana. Kristján: Hundfúll með hvernig Jonas bregst við„Það er mjög gott að fá eitt stig. Við eigum að fá þrjú miðað við frammistöðu. Strákarnir spiluðu þetta vel eins og við settum þetta upp. Við erum ánægðir með það en óánægðir með að klára ekki með sigri, við fáum færi og spilum vel en náðum ekki að nýta það," sagði Kristján eftir leikinn en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Hún var alveg ágæt. Hann reynir að dæma en stundum var þetta fyrir dómarann eins og hann væri í leikskóla en mér fannst hann höndla þetta fínt. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á," svaraði Kristján aðspurður út í dómgæsluna í leiknum. Í byrjun leiks barði markvörður Keflavíkur í leikmann Þórs og var heppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir atvikið. Kristján var ósáttur með Jonas Sandqvist, markvörð sinn, og var ekki sáttur þegar hann virtist gefa í skyn að sínir menn hafi líka þurft að þola högg í leiknum. „Ég sá það og var hundfúll með það. Hann brást við áreiti frá leikmanni og það var eitthvað sem við töluðum mikið um að ætti ekki að gera. Ég er mjög óánægður með markmanninn en það bjargaðist. Ef við ætlum að telja upp einhver atvik þar sem var slegið þá erum við komin í mjög slæm mál, dómarinn dæmir leikinn ekki ég. Ef við ætlum að telja upp alla þá leikmenn sem voru lamdir þá skulum við aðeins fara að vara okkur," sagði Kristján heitur í hamsi. „Við þurfum kannski aðeins að fjölga á æfingum en það er ekkert stórt í pípunum eins og er," sagði Kristján aðspurður út í það hvort Keflavík ætlaði að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira