Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Maður sem sætir ákæru fyrir, og hefur játað, að hafa nauðgað ólögráða stúlku í félagi við annan mann, sætir áframhaldandi farbanni til byrjunar febrúar. Geðlæknar hafa metið hann sem svo að refsing sé ekki líkleg til að bera árangur. Innlent 5.11.2025 16:40
Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki heimild Landsréttar til að koma upp leyndum hljóð- og myndtökubúnaði við húsnæði þar sem grunur var á að mansal ætti sér stað. Nágrannar höfðu ítrekað tilkynnt lögreglu grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í húsinu. Innlent 5.11.2025 13:23
Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Íslensk erfðagreining fagnar dómi Hæstaréttar, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi ekki brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19, þegar faraldur hans var á upphafsmetrunum. Innlent 5.11.2025 13:22
Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu. Innlent 4. nóvember 2025 11:38
Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Lögregla segir málin litin alvarlegum augum. Innlent 3. nóvember 2025 18:33
Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa stofnað reikninga á Instagram og birt þar nektarmyndir af konunni. Innlent 3. nóvember 2025 16:51
Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Þáttastjórnandi í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins og fjölmiðillinn sjálfur voru sýknaðir af miskabótakröfu Elds Smára Kristinssonar Ísidórs, baráttumanns gegn trans fólki, í dag. Héraðsdómur taldi það ekki ærumeiðingar hjá RÚV að lýsa réttilega opinberum yfirlýsingum Elds Smára. Innlent 3. nóvember 2025 15:24
Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Georgíumaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa kvænst lettneskri konu í Georgíu, í þeim tilgangi einum að afla sér dvalarleyfis og atvinnuleyfis á Íslandi á grundvelli hjúskapar. Þriðji maður er ákærður fyrir að hafa komið hjúskapnum í kring. Innlent 3. nóvember 2025 14:32
Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Fresta þurfti aðalmeðferð í Súlunesmálinu svonefnda um rúmar tvær vikur vegna anna hjá réttarmeinafræðingi og skipuðum sérfræðidómara við málið. Sá er búsettur erlendis og átti ekki heimangengt á upphaflega skipulögðum tíma. Innlent 3. nóvember 2025 10:39
Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Maður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í þrígang í herbergi hennar á gistiheimili. Innlent 2. nóvember 2025 23:02
Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle giants á Húsavík hefur haft betur í áralangri deilu við Hafnasjóð Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir. Hafnasjóðurinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu rúmar 36 milljónir króna auk vaxta. Deilur um gjöldin ná allt aftur til ársins 2008. Innlent 31. október 2025 11:27
Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Bankastjóri Íslandsbanka segir of snemmt að skera úr um hvort að vaxtadómur Hæstaréttar eigi eftir að gera lán dýrari eða ódýrari á Íslandi. Hann á síður von á að sinn banki bjóði aftur upp á breytilega verðtryggða vexti. Viðskipti innlent 31. október 2025 09:30
Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Íslenska ríkið greiddi mestar bætur vegna starfsmannamála innan Landspítala og Hafrannsóknarstofnunar á árunum 2015 til 2024. Nemur upphæðin um 239 milljónum króna en í heild greiddi ríkið 642 milljónir króna í kjölfar úrskurða eða dóma er varða ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á tímabilinu. Innlent 29. október 2025 16:45
Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Eigandi skrifstofuhúsnæðis í Kringlunni þarf að taka þátt í kostnaði vegna auglýsinga- og kynningarstarfsemi Kringlunnar, þrátt fyrir að hafa í engu notið góðs af henni. Viðskipti innlent 29. október 2025 15:51
Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Stjórnendur Íslandsbanka hafa ekki ákveðið hvernig lánaframboði bankans verður breytt í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Viðskipti innlent 29. október 2025 14:31
Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL. Innlent 27. október 2025 14:37
Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. Innlent 26. október 2025 07:02
Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. Innlent 25. október 2025 00:03
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. Neytendur 24. október 2025 12:02
Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi tálbeitunnar í Gufunesmálinu svokallaða og krefst þess að hún verði sakfelld. Þrír aðrir sakborningar hafa áfrýjað þungum dómum í málinu. Innlent 24. október 2025 11:14
Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. Viðskipti innlent 24. október 2025 08:23
Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Eduardo Aguilera Del Valle og Maria Estrella Jimenez Barrull hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að flytja inn um 3,4 kílógrömm af kókaíni til landsins. Efnin fundust í ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis í flugi frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur þann 16. ágúst síðastliðinn. Innlent 23. október 2025 21:18
Brunaði austur til að finna litla frænda Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist. Innlent 23. október 2025 19:48
Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Lúkas Geir Ingvarsson hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða. Lúkas Geir var dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir aðild sína að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar í mars. Stefán Blackburn, sem einnig var dæmdur í sautján ára fangelsi, og Matthías Björn Erlingsson, hafa einnig áfrýjað sínum dómi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, staðfestir það. Innlent 23. október 2025 16:59