Dómsmál

Fréttamynd

Bjuggu til dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Nemar í tölvunarfræði hafa skapað dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin. Þeir segja að sérfræðingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það að komast í réttarsalinn í huganum geti dregið úr streitu og kvíða fyrir svo yfirþyrmandi aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir

Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Efast um hlutleysi hins íslenska EFTA-dómara

Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins segir norska og íslenska dómara réttarins hlutdræga við meðferð mála hjá réttinum. Norski dómarinn liggur undir ámæli í Noregi. Efasemdum hefur verið hreyft um hlutleysi Páls Hreinssonar.

Innlent
Fréttamynd

Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni

Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér.

Innlent
Fréttamynd

Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi.

Innlent
Fréttamynd

37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot

Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,3 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fordæmir skipun formanns nefndar um lögreglueftirlit

Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður gerður að formanni nefndar um eftirlit með lögreglu. Viðhafði niðrandi orð um borgara, félagasamtök og starfsmenn umboðsmanns Alþingis. Maðurinn var færður til í starfi vegna klögumála árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl

Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæði EFTA-dómstólsins ógnað

Norski dómarinn við EFTA-dómstólinn ráðlagði forseta Hæstaréttar Noregs að senda mál aftur til EFTA-dómstólsins. Ógn við sjálfstæði dómsins segja lögfræðingar.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.