Borgarstjórn

Fréttamynd

Áramótaheitið er að fá leik­skóla­pláss

Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“.

Skoðun
Fréttamynd

„Við Guð­laugur Þór erum góðir vinir“

Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­hildur Alda vill halda öðru sætinu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjórinn segist heita Heiða

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, virðist ekki hafa tekið það stólpagrín sem gert var að henni í áramótaskaupinu inn á sig en hún svaraði því í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Göngu­leið yfir Elliða­ár í stað hitaveitustokksins

Þrjár nýjar göngubrýr verða lagðar yfir Elliðaár neðst í Elliðaárdal á árinu til að endurheimta eldri gönguleið sem fylgdi gamla hitaveitustokknum yfir árnar. Með brúnum kemur 250 metra langur göngustígur sem liggja mun þvert yfir árkvíslar skammt ofan við veiðihús Elliðaánna en neðan við Toppstöðina.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn í 35 prósentum

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn jókst um tvö prósentustig milli mánaða og nemur nú 35 prósentum í könnun Gallup frá því í desember. Samfylkingin tapar þremur prósentustigum. Sjálfstæðismenn gætu myndað borgarstjórnarmeirihluta með Viðreisn og Miðflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fengið um 34 prósenta kosningu frá því eftir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Spunaleikari vill annað sæti Sam­fylkingarinnar í borginni

Samskiptasérfræðingurinn og spunaleikarinn Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er formaður kvennahreyfingar flokksins og langar að leysa leikskólamálin í „eitt skipti fyrir öll.“

Innlent
Fréttamynd

Pétur verið lengur en hún í stjórn­málum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legt ár í borginni

Árið hefur verið viðburðaríkt í borginni en það byrjaði með miklum pólitískum jarðskjálftum í lok janúar og svo sprengingu þegar oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í fyrstu viku febrúar.

Skoðun
Fréttamynd

Krist­rún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Naustin án bíla og eins og „löber“ með ís­lensku prjóna­mynstri

Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmar gefur ekki kost á sér

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð Suður­lands­brautar

Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim.

Skoðun
Fréttamynd

„Ó­á­sættan­legt“ að taka borgar­full­trúa af gestalistanum

Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Alexandra sækist eftir oddvitasætinu

Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum.

Innlent
Fréttamynd

Dóra Björt til liðs við Sam­fylkinguna

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði.

Innlent
Fréttamynd

Hækka hitann í Breið­holts­laug

Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kanna á­huga á mögu­legu fram­boði Guð­laugs í borginni

Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú.

Innlent
Fréttamynd

Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Stór á­fangi Borgarlínu af­greiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi vegna Borgarlínu og hefur málinu verið vísað til borgarráðs. Um er að ræða breytingu sem varðar stóran hluta af fyrsta áfanga Borgarlínu sem snýr að skipulagi við Suðurlandsbraut frá Skeiðarvogi að Lágmúla. Tillagan hefur verið umdeild en borgarfulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýstu hörðum mótmælum við áformin í bókunum við afgreiðslu málsins í ráðinu.

Innlent