Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Mbappé kemur ekki til Ís­lands

Kylian Mbappé mun ekki ferðast með félögum sínum til Reykjavíkur á morgun, laugardag, og missir af leiknum við Ísland í undankeppni HM í fótbolta á mánudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég held að hann verði að skoða þetta“

Í uppgjörinu á Sýn Sport eftir 5-3 tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld fór Lárus Orri Sigurðsson yfir þá ákvörðun Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara að tefla aftur þeim Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og Hákoni Arnari Haraldssyni tveimur saman á miðju íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“

Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svekkjandi að missa af næsta leik“

„Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Virki­lega galið tap“

„Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk

Það vantaði ekkert upp á stemninguna hjá íslenskum stuðningsmönnum á Ölveri í Glæsibæ í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Úkraínu í kvöld í undankeppni HM í fótbolta. Ágúst Orri Arnarson var á svæðinu og ræddi við bjartsýna Íslendinga.

Fótbolti
Fréttamynd

Kraftur Sæ­vars muni smita stuðnings­menn

„Það verður mikið barist í þessum leik enda mikið í húfi. Það er draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari rétt fyrir stórleikinn við Úkraínu, á Laugardalsvelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lykil­menn fjar­verandi hjá Úkraínu

Úkraínumenn eru án sterkra leikmanna er þeir sækja strákana okkar í íslenska landsliðinu heim á Laugardalsvöll í kvöld. Yahor Yarmolyuk er sá nýjasti á lista leikmanna sem spilar ekki í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er mikil­vægasti leikurinn í riðlinum“

„Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Engin hjarta­að­gerð en smá magnyl skaðar ekki

Ekki má búast við miklum breytingum á íslenska landsliðinu sem mætir því úkraínska í undankeppni HM 2026 á Laugardalsvelli í dag, ef marka má landsliðsþjálfarann. Fáum dylst mikilvægi leiksins upp á framhaldið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Staða mín er svo­lítið erfið“

Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark­vörður Real í fýlu og mætir ekki til Ís­lands

Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann.

Fótbolti
Fréttamynd

Sam­mála Eiði pabba sínum um heimsku­pör

Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum.

Fótbolti