Langfljótastur í fimmtíu mörkin Erling Haaland spilaði sinn 49. leik en skoraði sitt 50. mark í Meistaradeildinni í kvöld. Hann varð þar með langfljótastur til að rjúfa fimmtíu marka múrinn. Fótbolti 18.9.2025 21:19
Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Frankfurt vann 5-1 gegn Galatasaray og Sporting vann 4-0 gegn Kairat Almaty í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 18.9.2025 21:06
Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Barcelona sótti þrjú stig gegn Newcastle þökk sé Marcus Rashford, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Fótbolti 18.9.2025 18:30
„Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Þjálfarinn Diego Simeone reifst við áhorfanda og fékk að líta rautt spjald þegar Liverpool vann Atlético Madrid 3-2 með marki í uppbótartíma. Hann sér eftir sínum viðbrögðum. Fótbolti 17. september 2025 22:16
Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Marcus Thuram skoraði bæði mörk Inter í 2-0 sigri á útivelli gegn Ajax og PSG vann öruggan 4-0 sigur gegn Atalanta í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17. september 2025 21:10
Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bayern Munchen tók á móti Chelsea og vann 3-1 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17. september 2025 21:00
Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17. september 2025 21:00
Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Bodø/Glimt sótti stig gegn Slavia Prag og gerði 2-2 jafntefli þrátt fyrir að hafa lent tveimur mörkum undir og klúðrað vítaspyrnu. Fótbolti 17. september 2025 19:21
Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Aðeins sextán dögum eftir að hafa loks fengið það í gegn að komast að láni frá Chelsea til Bayern München gæti Nicolas Jackson gert félaginu sem á hann grikk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 17. september 2025 17:16
Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, gefur lítið fyrir gagnrýni á eyðslu Englandsmeistaranna í sumar. Enski boltinn 17. september 2025 14:48
Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Degi eftir að hafa spilað með Villarreal gegn Tottenham í Lundúnum í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, mætti Thomas Partey í réttarsal í ensku höfuðborginni og lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun. Fótbolti 17. september 2025 11:02
Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Bruno Lage var látinn taka pokann sinn sem knattspyrnustjóri Benfica eftir 2-3 tap fyrir Qarabag í Meistaradeild Evrópu í gær. José Mourinho er orðaður við liðið. Fótbolti 17. september 2025 08:31
Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Hvorki fleiri né færri en átta mörk voru skoruð í seinni hálfleik í leik Juventus og Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Alls fóru sex leikir fram í keppninni í gær. Fótbolti 17. september 2025 08:03
Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Annað árið í röð skoraði Kenan Yildiz gullfallegt opnunarmark fyrir Juventus í Meistaradeildinni. Hann segir sína snuddu þó ekki eins góða og þá sem Alessandro Del Piero átti um árið. Fótbolti 16. september 2025 21:50
Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Qarabag sótti frábæran 3-2 útisigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Benfica í Portúgal. Fótbolti 16. september 2025 21:19
Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Juventus og Borussia Dortmund gerðu stórskemmtilegt 4-4 jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 16. september 2025 21:07
Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Real Madrid tók á móti Marseille og vann 2-1 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Madrid lenti undir en vann leikinn á vítaspyrnum, þrátt fyrir að vera manni færri. Fótbolti 16. september 2025 21:00
Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Tottenham tók á móti Villareal í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar og vann 1-0 eftir að hafa fengið gefins mark snemma leiks. Fótbolti 16. september 2025 20:50
„Vissi ekki að við gætum þetta“ Union Saint-Gilloise náði frábærum úrslitum í fyrsta leik félagsins í Meistaradeildinni og sótti 3-1 sigur á útivelli gegn PSV. Fótbolti 16. september 2025 19:55
Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Arsenal sótti 2-0 sigur til Spánar, gegn Athletic, í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Varamennirnir Gabriel Martinelli og Leandro Trossard gerðust hetjur gestanna. Samtímis sótti USG nokkuð óvæntan sigur gegn PSV. Fótbolti 16. september 2025 18:45
Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Lamine Yamal er meiddur og ferðaðist ekki með Barcelona til Newcastle fyrir leik liðanna á St. James‘ Park í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á fimmtudag. Fótbolti 16. september 2025 17:46
Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, ferðaðist ekki með liðinu til Spánar þar sem það mætir Athletic Bilbao í Meistaradeild Evrópu í dag. Fótbolti 16. september 2025 13:03
Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Thomas Partey og félagar hans í Villarreal mæta Tottenham í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Á morgun þarf Partey svo að mæta í réttarsal. Fótbolti 16. september 2025 11:00
Bellingham batnaði hraðar en búist var við Jude Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid í fyrsta sinn síðan á síðasta tímabili, þegar franska liðið Marseille heimsækir Santiago Bernabéu á morgun. Fótbolti 15. september 2025 21:46