
Umfjöllun og viðtöl: KA-Fram 4-1| Þrjú víti, tvö rauð og fimm mörk er KA fór áfram
KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 4-1 sigur gegn Fram í vægast sagt fjörugum leik. Boðið var upp á þrjár vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og fimm mörk þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu fyrir KA.

Allt jafnt í Víkinni
Víkingur og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerðu 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna.

Stefán Ingi skoraði fjögur er HK gekk frá Dalvík/Reyni í seinni hálfleik
HK tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla með öruggum 6-0 sigri á Dalvík/Reyni í Kórnum. Staðan var markalaus í hálfleik en Lengjudeildarliðið lét gestina finna fyrir því í síðari hálfleik.

West Ham kaupir Areola frá París
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur fest kaup á franska markverðinum Alphonse Areola. Hann kemur frá París Saint-Germain en markvörðurinn var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð.

Häcken henti frá sér tveggja marka forystu
Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði BK Häcken og Ari Freyr Skúlason byrjaði hjá Norrköping.

Telja Ingvar Jóns, Óskar Örn, Finn Tómas, Steven Lennon og fleiri hafa ollið mestum vonbrigðum
Farið var yfir víðan völl líkt og vanalega í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er alla laugardaga á útvarpsstöðinni X977. Í þætti helgarinnar voru meðal annars valdir þeir leikmenn sem hafa ollið mestum vonbrigðum í Bestu deild karla í fótbolta.

Segir þjálfarateymi Real ætlast til að leikmenn spili þó þeir séu meiddir
Sænski framherjinn Kosovare Asllani segir umhverfi kvennaliðs Real Madríd óheilbrigt og hættulegt. Þjálfarateymið hlusti ekki á sjúkraþjálfara né lækna félagsins og ætlist til að leikmenn spili þó meiddir séu.

Forseti UEFA nennir ekki að hlusta á vælið í Guardiola og Klopp lengur
Aleksander Čeferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur fengið sig fullsaddan af kvarti og kveini Pep Guardiola, þjálfara Englandsmeistara Manchester City, og Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool.

Formaður knattspyrnudeildar Fram eltir ástina til Bandaríkjanna
Breytingar hafa orðið á stjórn knattspyrnudeildar Fram þó svo að tímabilið sé í fullum gangi. Sigurður Hrannar Björnsson mun ekki sinna starfi formanns áfram þar sem hann er á leið til Bandaríkjanna.

Fjórtán dagar í EM: „Ég á sjö frabær systkini“
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Reynsluboltinn og harðhausinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er næst í röðinni.

Sjáðu Lindex-mótið á Selfossi: „Ekki leiðinlegt í marki en getur verið hræðilegt“
Það var nóg um að vera á Selfossi þegar Lindex-mótið fór þar fram á dögunum, þar sem stelpur í 6. flokki flokki léku listir sínar. Þær sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttar í bragði í samtölum sínum við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport.

Þorleifur á skotskónum og valinn maður leiksins
Tveir Íslendingar léku í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrra mark Houston Dynamo í 2-0 sigri og Róbert Orri Þorkelsson kom af bekknum í 2-1 sigri CF Montréal. Þá skoraði Óttar Magnús Karlsson í sigri Oakland Roots.

Elías Rafn kominn til baka eftir handleggsbrot
Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland, lék í dag sinn fyrsta leik í um það bil þrjá mánuði þega hann spilaði fyrri hálfleikinn í 3-2 sigri í æfingaleik liðsins gegn OB.

Chelsea boðið að bera víurnar í Ronaldo
Forráðamönnum Chelsea hefur verið boðið að gera tilboð í Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United, ef marka má frétt Telegraph.

West Ham gerir Lingard tilboð
West Ham United hefur gert enska sóknartengiliðnum Jesse Lingard samningstilboð. Það er Skysports sem greinir frá þessu.

Pogmentary fær verstu mögulegu einkunn á IMDB
The Pogmentary, ný heimildarmynd um lífshlaup franska fótboltamannsins Paul Pogba er með verstu mögulegu einkunn á kvikmyndavefnum IMDb þar sem mögulegt er að afla upplýsinga um kvikmyndir og gefa þeim einkunn.

Bale fylgir Chiellini til Los Angeles
Gareth Bale hefur samið við bandaríska MLS-liðið Los Angeles FC en Bale kemur til félagsins frá spænska stórveldinu Real Madrid.

Vestri kom til baka gegn Grindavík
Vestri hafði betur, 2-1, þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í áttundu umferð Lengjudeildar karla í fóbolta á Olísvellinum á Ísafirði í dag.

Samúel Kári skoraði í óvæntu tapi Viking
Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað marka Viking Stavanger þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Haugasund í norsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag.

Myndaveisla: Gríðarleg stemning á opinni æfingu Stelpnanna okkar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM á Englandi. Liðið er á leið til Póllands á mánudag í næsta fasa undirbúningsins. Íslenska liðið var með opna æfingu á Laugardalsvelli í dag.