Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Það er Evrópukvöld í Hollandi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest og þeir tóku með sér sérstaka heiðursfarþega í leikinn þegar þeir ferðustu yfir Ermarsundið í gær. Enski boltinn 11.12.2025 13:03
„Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Gareth Bale hefur nú afhjúpað sannleikann um það af hverju hann hætti í fótbolta aðeins 33 ára gamall. Fótbolti 11.12.2025 12:31
„Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ „Menn eru peppaðir. Þetta er flott tækifæri til að kasta í góða frammistöðu og ná í þrjú stig,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld. Fótbolti 11.12.2025 12:00
Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson heldur á nýju ári á Akureyri til að spila með uppeldisfélagi sínu Þór eftir tólf farsæl ár með KR. Hann kveður Vesturbæinn ekki síður með söknuði en félagið. Íslenski boltinn 11. desember 2025 08:00
Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Norðmenn eru komnir inn á heimsmeistaramót karla í fótbolta í fyrsta sinn í næstum því þrjá áratugi og það er óhætt að segja að það sé spenna hjá norsku þjóðinni. Fótbolti 11. desember 2025 07:30
Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Stephen Bradley, þjálfari írska liðsins Shamrock Rovers sem mætir Breiðabliki í kvöld, segir það ekki í sínum verkahring að segja írska landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni hvernig hann eigi að sinna vinnunni sinni en væri til í að sjá sína leikmenn í landsliðinu. Fótbolti 11. desember 2025 07:01
Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar segir félög þar vilja klófesta Mohamed Salah, leikmann Liverpool. Enski boltinn 10. desember 2025 22:45
Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk fyrir Sporting Lissabon þegar liðið hafði betur gegn Porto í toppslag portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 36-32, fjögurra marka sigur Sporting. Handbolti 10. desember 2025 22:34
Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fjölmargir leikir voru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City og Arsenal unnu sína leiki eins og sagt var frá í öðrum fréttum en Benfica virðist komið á gott skrið undir stjórn José Mourinho og Newcastle United þurfti að sætta sig við jafntefli í Þýskalandi. Fótbolti 10. desember 2025 22:27
Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Glódís Perla Viggósdóttir, bar fyrirliðabandið og var í hjarta varnarinnar hjá Bayern Munchen sem gerði 2-2 jafntefli við Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Atletico jafnaði leikinn á lokamínútum leiksins. Fótbolti 10. desember 2025 22:14
Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Noni Madueke bauð upp á skotsýningu er Arsenal bar öruggan sigur úr býtum gegn Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í kvöld og einokar þar með toppsæti deildarinnar. Lokatölur í Belgíu urðu 3-0 Arsenal í vil. Fótbolti 10. desember 2025 22:00
Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Manchester City hafði betur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Madríd í stórleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 2-1 sigur Manchester City staðreynd og spurning hvort um hafi verið að ræða síðasta leik Real Madrid undir stjórn þjálfarans Xabi Alonso. Fótbolti 10. desember 2025 21:57
Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir máttu þola grátlegt tap með liði sínu Vålerenga gegn Paris í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 1-0 sigur Parísar. Fótbolti 10. desember 2025 20:00
Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki Daðason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Villarreal. Fótbolti 10. desember 2025 19:40
Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Stuðningsmenn norska úrvalsdeildarfélagsins Bodö/Glimt hafa heldur betur nýtt ferð sína á útileik liðsins gegn Dortmund, í Meistaradeildinni í kvöld, vel. Þeir voru að sjálfsögðu mættir til að styðja við bakið á norska kvennalandsliðinu í handbolta í gær sem spilar í sömu borg á HM. Fótbolti 10. desember 2025 18:01
Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann í fótbolta, er búinn í aðgerð vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn PAOK í Evrópudeildinni á dögunum. Hann verður frá næstu mánuðina. Fótbolti 10. desember 2025 16:46
Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Meiðsladraugurinn virðist hreinlega hafa flutt lögheimili sitt á Emirates-leikvanginn því topplið ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar horfir upp á óvenjulega langan og sáran meiðslalista þessa dagana. Enski boltinn 10. desember 2025 15:47
Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótboltamaðurinn Dagur Dan Þórhallsson hefur kvatt Orlando City. Hann verður þó áfram í amerísku MLS-deildinni því kanadíska félagið CF Montréal hefur tryggt sér krafta þessa 25 ára gamla bakvarðar. Fótbolti 10. desember 2025 15:13
Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Þrátt fyrir sögur af fingurbroti og eymslum í hné þá er Kylian Mbappé í leikmannahópi Real Madrid sem mætir Manchester City í ansi mikilvægum stórleik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 10. desember 2025 15:02
Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Hinn 24 ára gamli markvörður Darri Bergmann Gylfason er genginn í raðir Stjörnunnar. Hann gæti því farið frá því að spila í 3. deild síðustu ár í að spila í Evrópukeppni næsta sumar. Íslenski boltinn 10. desember 2025 14:13
Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Bandaríska knattspyrnufélagið Angel City, sem Sveindís Jane Jónsdóttir spilar fyrir, hefur sýnt í verki að félagið hugsar vel um þá leikmenn sína sem sinna þurfa móðurhlutverkinu. Fótbolti 10. desember 2025 13:45
Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Arsenal verður í sviðsljósinu í Meistaradeildinni í kvöld og leikmenn toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar verða vonandi búnir að jafna sig eftir grátlegt tap á móti Aston Villa um síðustu helgi. Enski boltinn 10. desember 2025 13:31
Fanndís leggur skóna á hilluna Fanndís Friðriksdóttir gaf það út á samfélagsmiðlum sínum í dag að hún hefði ákveðið að setja fótboltaskóna sína upp á hillu. Fótbolti 10. desember 2025 13:11
Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Mohamed Salah hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool nema eitthvað mjög róttækt gerist í málum hans og Liverpool-knattspyrnustjórans Arne Slot. Enski boltinn 10. desember 2025 12:58