Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

City fékk skell í Noregi

Manchester City fékk óvæntan skell er liðið heimsótti Bodø/Glimt í næstsíðustu umferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hringdu dag og nótt til að kló­festa Guð­mund: „Konan var að verða geð­veik á þeim“

Eftir fimmtán ár í atvinnumennskunni er Guðmundur Þórarinsson kominn aftur heim. Hann hefur samið við Skagamenn og leikur með þeim í Bestu-deild karla í sumar. Guðmundur gerir samning við Skagamenn til næstu tveggja ára. Guðmundur, lék síðast hér á landi árið 2012 með liði ÍBV í efstu deild en fram að tíma sínum í Vestmannaeyjum hafði hann aðeins spilað með uppeldisfélagi sínu, Selfossi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Yfir­maður Jóns Dags í stríði við lög­reglu

Mikil slagsmál brutust út milli lögreglunnar í Þýskalandi og stuðningsmanna Hertha Berlin, liðsins sem landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson spilar með, þegar liðið tók á móti toppliðinu Schalke í þýsku B-deildinni um helgina. Forseti Hertha Berlin skilur hlið stuðningsmannanna vel, enda var hann sjálfur einn af þeim.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta eru svaka­leg kaup“

Eftir tapið og ósannfærandi frammistöðu Manchester City í grannaslagnum gegn Manchester United um helgina ræddu sérfræðingar Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport um þær miklu mannabreytingar sem orðið hafa hjá City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tísku­spaðinn Þor­leifur fer aftur út

Sóknarmaðurinn Þorleifur Úlfarsson, sem var á mála hjá Breiðabliki á síðustu leiktíð, hefur ákveðið að halda aftur til Bandaríkjanna og spila þar með liði Loudoun United. Hann ætlar sömuleiðis að fá þar áfram útrás fyrir áhuga sinn á tískufötum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sagður fá lengri líf­línu

Staða hins danska Thomas Frank hjá Tottenham er afar veik en þó er talið að hann verði áfram við stjórnvölinn á morgun þegar liðið mætir Dortmund í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn