Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sakna Orra enn sárt og vand­ræðin aukast

Real Sociedad hefur verið í miklu basli í spænsku 1. deildinni í fótbolta í vetur, í fjarveru íslenska landsliðsfyrirliðans Orra Steins Óskarssonar vegna meiðsla. Það styttist í Orra en Real tapaði þriðja deildarleiknum í röð í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Isak tæpur og Gakpo frá

Sænski framherjinn Alexander Isak er tæpur fyrir leik Liverpool við Brighton á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Cody Gakpo er frá næstu vikur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Freyr ekki hrifinn af „hroka­fullum dómara“

Eftir frábært gengi í Evrópudeildinni hingað til á tímabilinu varð norska liðið Brann fyrir slæmum skelli í gærkvöldi. Liðið missti mann af velli í fyrri hálfleik, Freyr Alexandersson fékk að líta gult spjald og aðdáendur gestaliðsins reyndu að hjóla í heimamenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Saka FIFA um okur­verð á miðum á HM næsta sumar

Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss

Elías Rafn Ólafsson hélt markinu hreinu fyrir Midtjylland í kvöld og danska liðið er á toppi Evrópudeildarinnar, eftir 1-0 sigur gegn Genk. Hákon Arnar Haraldsson var einnig á ferðinni með franska liðinu Lille sem tapaði 1-0 í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri

Íslandsmeistarar Víkings unnu 5-2 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld, í fyrsta leik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk Víkinga og hinn 16 ára Þorri Ingólfsson var aftur á skotskónum.

Íslenski boltinn