Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Enski boltinn rúllar heldur betur á rásum Sýnar Sport í dag, frá morgni langt fram á kvöld. Önnur umferð hefst á HM í pílukasti. Sport 20.12.2025 06:02
Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Argentínsku feðgarnir Lucho og Lihuen fengu draum sinn uppfylltan og rúmlega það þegar þeim var boðið að mæta á Anfield að hitta hetjurnar sínar og sjá liðið sem þeir elska, Liverpool, spila. Enski boltinn 19.12.2025 23:15
Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Rússinn Matvey Safonov var hetja PSG í sigri á Flamengo í úrslitaleik Álfubikars FIFA í vikunni þegar hann varði fjórar vítaspyrnur í 2-1 sigri liðsins í vítakeppni. Í ljós hefur komið að hann tryggði sigurinn með brot í annarri hendinni. Fótbolti 19.12.2025 22:31
KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Svo virðist sem að EM-hetjan Arnór Ingvi Traustason sé á leið heim til Íslands eftir langan feril í atvinnumennsku, og muni ganga til liðs við KR. Íslenski boltinn 19. desember 2025 14:22
Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Það getur borgað sig að vera djarfur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en stundum gengur dæmið ekki upp. Þessu fengu Þungavigtarbræður að kynnast í síðustu umferð en lið þeirra voru til skoðunar í nýjasta þættinum af Fantasýn. Enski boltinn 19. desember 2025 14:01
Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Dallas Cowboys hefur haldið stöðu sinni sem verðmætasta íþróttalið heims og trónir á toppi árlegs lista Forbes sem birtur var í gær og NFL-liðin eru afar áberandi á listanum. Sport 19. desember 2025 11:03
Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á árinu 2025. Fótbolti 19. desember 2025 10:31
Alexander Isak fékk sænska gullboltann Alexander Isak var besti sænski knattspyrnumaðurinn á árinu að mati sænska blaðsins Aftonbladet sem hefur veitt þessi verðlaun frá árinu 1946. Enski boltinn 19. desember 2025 10:01
Hilmar Árni til starfa hjá KR Hilmar Árni Halldórsson verður Óskari Hrafni Þorvaldssyni til aðstoðar við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta. Íslenski boltinn 19. desember 2025 09:17
„Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Mohamed Salah hefur verið stærsta stjarna Liverpool í langan tíma og átti stórbrotið síðasta tímabil. Þessi mikla athygli á nýjum leikmönnum Liverpool virðist hafa farið illa í Egyptann ef marka má fréttir innan úr herbúðum félagsins. Enski boltinn 19. desember 2025 09:01
Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, gerðu könnun meðal 407 landsliðskvenna frá 41 landi sem spiluðu á EM, Copa America, Afríkukeppninni og Eyjaálfukeppninni og niðurstöðurnar eru vissulega sláandi. Fótbolti 19. desember 2025 08:32
„Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Norska fótboltafjölskyldan syrgir góðan mann og missirinn er mikill fyrir þá sem þekktu einn öflugasta þjálfarann í sögu Norðurlanda. Fótbolti 19. desember 2025 08:02
Segir fjórðung í bók Óla ósannan Enski framherjinn Gary Martin, sem lék undir stjórn Ólafs Jóhannessonar um skamma hríð hjá Val hér á landi, skaut létt á fyrrum stjóra sinn á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði þá fengið nýútgefna bók um Óla í hendurnar. Íslenski boltinn 19. desember 2025 07:03
Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Eins og jafnan á stórmótum í fótbolta verða sérstök stuðningsmannasvæði, oft nefnd Fan Zone, á HM næsta sumar. Ávallt hefur verið ókeypis inn á þessi svæði en það gildir ekki að þessu sinni. Fótbolti 18. desember 2025 23:15
Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, sem starfaði sem slíkur undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide, minnist norsku goðsagnarinnar sem lést í kvöld. Fótbolti 18. desember 2025 22:41
Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta lauk í kvöld með fjölda leikja. Íslendingaliðin riðu ekki feitum hesti en komust mörg hver í umspil. Fótbolti 18. desember 2025 22:19
Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Strasbourg vann 3-1 heimasigur á Breiðabliki í síðasta leik þeirra síðarnefndu í Sambandsdeild Evrópu þetta árið. Fótbolti 18. desember 2025 22:15
Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Napoli komst í kvöld í úrslit ítalska ofurbikarsins sem fram fer í Sádi-Arabíu, eftir 2-0 sigur á AC Milan. Fótbolti 18. desember 2025 20:57
Åge Hareide látinn Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði. Fótbolti 18. desember 2025 20:31
Amorim vill Neves Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, er með augastað á landa sínum og nafna frá Portúgal, Rúben Neves, sem leikur fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Enski boltinn 18. desember 2025 19:41
Benti á hinn íslenska Dan Burn Leikarinn Hákon Jóhannesson mætti í VARsjána á Sýn Sport í vikunni og benti á athyglisverða tvífara. Annar spilar í ensku úrvalsdeildinni en hinn er íslenskur Ólympíufari og sjónvarpsstjarna. Enski boltinn 18. desember 2025 17:45
„Við þurfum bara að keyra á þetta“ Breiðablik þarf að sækja sigur gegn taplausa toppliðinu Strasbourg í kvöld til að eiga möguleika á því að komast áfram í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 18. desember 2025 16:03
Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Danska knattspyrnufélagið AaB tilkynnti í gær að það hefði framlengt samning sinn við hinn 19 ára gamla Nóel Atla Arnórsson, til sumarsins 2029. Fótbolti 18. desember 2025 14:48
Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Nú er orðið ljóst hvaða leið Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Bayern München þurfa að fara til að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í vor. Fótbolti 18. desember 2025 12:40