Samgönguslys

Fréttamynd

Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur

Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin hafi gert úr­bætur en sólin sé aðal­vanda­málið

Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Enga skamm­sýni í skamm­deginu

Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út.

Skoðun
Fréttamynd

Staða sólar hafi mögu­lega truflað sýn öku­mannsins sem lést

Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Var ofur­ölvi þegar hann hljóp yfir Reykja­nes­braut

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl.

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að halda peppfund á lygi­legum óhappadegi

Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð.

Innlent
Fréttamynd

Leita konu sem ók á konu og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu

Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu.

Innlent
Fréttamynd

Ungi öku­maðurinn á Ísa­firði úr lífs­hættu

Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Senni­legt að á­stand Þingvallavegar hafi haft á­hrif á að­draganda banaslyss

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferðar­slys á Fagra­dal og veginum lokað

Veginum um Fagradal hefur verið lokað vegna umferðarslyss sem þar varð síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi standa enn yfir aðgerðir á vettvangi og hafa sjúkrabílar sótt slasað fólk á vettvang en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða, þó einhver. Nokkur vetrarfærð er á svæðinu og hefur fjallvegum í nágrenninu einnig verið lokað vegna ófærðar.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk í bílnum og annað al­var­lega slasað

Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað.

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum

Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka hvort bíl­stjórinn hafi dottað

Hvort vörubílstjóri Samskipa hafi dottað við akstur í gegnum Selfoss aðfaranótt þriðjudags er meðal þess sem lögregla hefur til skoðunar við rannsókn sína. Upplýsingafulltrúi Samskipa segir óhappið mjög slæmt en sem betur fer ekki algengt og verði tekið til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Fékk að­svif og missti bílinn yfir á annan vegar­helming

Betur fór en á horfðist nú fyrir stimdi þegar maður missti stjórn á bíl sínum á Sæbraut í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann endaði á röngum vegarhelming. Maðurinn var á ferð ásamt dóttur sinni og sluppu þau með minniháttar meiðsli.

Innlent
Fréttamynd

Far­þegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu

Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega.  Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir.

Innlent