Umferðaröryggi

Fréttamynd

Ekið á barn á Ísa­firði

Lögreglan á Vestfjörðum leitar upplýsinga eftir að ekið var á barn á Ísafirði eftir hádegi í dag. Barnið sem ekið var á er sagt vera á aldrinum sex til níu ára en barnið gekk af vettvangi eftir að hafa orðið fyrir ökutæki. Lögregla leitar að vitnum sem kynnu að hafa séð þegar ekið var á barnið og reynir að komast að því hvaða barn var þar á ferðinni. 

Innlent
Fréttamynd

Vara við flug­hálku í fyrra­málið

Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið.

Veður
Fréttamynd

Allir bílarnir ó­nýtir og mildi að ekki fór verr

Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn.

Innlent
Fréttamynd

Tveir ekki í öryggis­belti

Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxi í gærkvöldi. Aðeins þrír voru í öryggisbeltum og einn farþegi festist undir bílnum þegar hann valt. 

Innlent
Fréttamynd

Minntust þeirra sem hafa látist í um­ferðinni

Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu.

Innlent
Fréttamynd

Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi

Lögreglumaður telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn sunnudaginn 16. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur

Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar kvarta undan myrkri

Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin hafi gert úr­bætur en sólin sé aðal­vanda­málið

Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Enga skamm­sýni í skamm­deginu

Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út.

Skoðun
Fréttamynd

Reyndi að flýja lög­reglu en endaði uppi á kanti

Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er flókið verk­efni og ekki hægt að ráða við allar að­stæður“

Reykjavíkurborg og Vegagerðin vinna nú að því að rótargreina það ástand sem kom til í þarsíðustu viku þegar um 40 sentímetrum af snjó kyngdi niður á rúmum sólarhring á suðvesturhorni landsins. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu hjá Vegagerðinni, er ekki viss um hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi en segir Vegagerðina alltaf vilja gera betur.

Innlent
Fréttamynd

Staða sólar hafi mögu­lega truflað sýn öku­mannsins sem lést

Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Telur að of mikil salt­notkun geri moksturinn enn erfiðari

Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Var ofur­ölvi þegar hann hljóp yfir Reykja­nes­braut

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­skeiðið segi ekki alla söguna

Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni.

Innlent
Fréttamynd

Leita konu sem ók á konu og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu

Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu.

Innlent