Akureyri

Fréttamynd

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.

Lífið
Fréttamynd

Íbúar á Hlíð aftur í sóttkví

Íbúar á Víðihlíð eru nú komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá starfsmanni í dag, fimmtudag. Íbúar á Víðihlíð þurftu síðast að fara í sóttkví fyrir tveimur vikum síðast.

Innlent
Fréttamynd

Festust á inni­skónum á Vaðla­heiði: „Neyðar­línan sagði að við þyrftum að redda okkur sjálf“

Fjórir krakkar sem voru á leið frá Akureyri að Menntaskólanum á Laugum á föstudag lentu í miklum hrakförum þegar þau festu jeppann sinn úti í vegkanti á Vaðlaheiði. Þau hringdu strax í neyðarlínuna, enda illa búin og óreynd, en fengu þau skilaboð að þau þyrftu að leysa úr flækjunni sjálf. Björgunarsveitir myndu ekki koma þeim til aðstoðar. 

Innlent
Fréttamynd

Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins

Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri

Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hraðpróf á Hlíð neikvæð

Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar.

Innlent
Fréttamynd

61 greindist smitaður í gær

Töluvert fleiri greindust smitaðir af Covid-19 í gær en hafa gert undanfarna daga. 61 greindist smitaður og þar af voru 35 í sóttkví. Af þeim sem greindust voru 25 á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar á Hlíð í sóttkví

Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð á Akureyri eru nú komnir í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn í gær, föstudag.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.