Akureyri

Fréttamynd

Gylfi Ægis­son er látinn

Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

250 þúsund gestir skemmti­ferða­skipa á Akur­eyri í sumar

Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var örugg­lega getinn í Land Rover“

27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp.

Innlent
Fréttamynd

Flytja hluta starf­semi SAk vegna myglu

Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar skemmtu sér í múmín­kastalanum

Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna.

Innlent
Fréttamynd

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út

Fimm hæða hótel við Skógarböðin, sem mun rísa innan tveggja ára fyrir norðan, á að verða það flottasta sinnar tegundar að sögn eiganda. Í ágúst geta baðgestir fengið að upplifa Skógarböðin eftir miklar framkvæmdir. Verið er stækka böðin um meira en helming og byggja maskabar, gufubað og nuddstofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mun aldrei líta á ástina sem sjálf­sagða

„Við kynntumst á þeim geysivinsæla skemmtistað B5 og tókum þessa hefðbundnu íslensku leið í að „deita“ ekkert, ekkert sérstaklega rómantískt, en ég sé svo sem ekki eftir neinu,“ segir Tinna Óðinsdóttir, leik- og tónlistarkona, um fyrstu kynni sín og unnusta síns, sjúkraþjálfarans Stefáns Inga Jóhannsonar, fyrir sjö árum.

Makamál
Fréttamynd

Stór lögregluaðgerð í Laugardal

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal í Reykjavík seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“

Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið.

Innlent
Fréttamynd

Halla for­seti blandar sér í götu­ljósaumræðuna

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu.

Innlent
Fréttamynd

Telja Múmínlundinn klárt brot á höfunda­rétti

Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Standa saman gegn „ó­skiljan­legri“ ósk Vega­gerðarinnar

Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lengja gæslu­varð­hald í fíkniefnamáli

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur framlengt gæsluvarðhald yfir fimm einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að fíkniefnaframleiðslu til 4. júlí. Allir hafa þeir kært úrskurðinn til Landsréttar. 

Innlent
Fréttamynd

Vega­gerðin vill hjörtun burt

Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi.

Innlent