Reykjavík Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. Innlent 2.1.2026 19:00 Þremur þjófum vísað úr landi Þremur erlendum ríkisborgurum, tveimur körlum og einni konu, hefur verið vísað brott frá Íslandi. Fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi, var handtekið 18. desember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu Innlent 2.1.2026 14:55 Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sex tíma eða skemmri gjaldfrjáls leikskóladvöl tók gildi um áramótin í Hafnarfirði. Foreldrar sem vista börnin í sex klukkustundir eða skemur greiða þá einungis fyrir fæði. Innlent 2.1.2026 12:30 Vinum hans ekki litist á blikuna „Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“ Innlent 2.1.2026 00:23 Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. Innlent 1.1.2026 21:53 Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. Innlent 1.1.2026 18:13 Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. Innlent 1.1.2026 16:07 Borg á heimsmælikvarða! Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Skoðun 1.1.2026 12:30 Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Tulipop, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer þann 24. janúar næstkomandi. Innlent 1.1.2026 08:57 Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51 Hinsegin Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Skoðun 31.12.2025 13:30 Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás „Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“ Innlent 31.12.2025 12:31 Sögulegt ár í borginni Árið hefur verið viðburðaríkt í borginni en það byrjaði með miklum pólitískum jarðskjálftum í lok janúar og svo sprengingu þegar oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í fyrstu viku febrúar. Skoðun 31.12.2025 10:31 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Lögregla handtók karlmann í Reykjavík í gær sem grunaður er um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 31.12.2025 07:22 Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lítill rottuungi slysaðist inn á tveggja katta heimili Illuga Jökulssonar fyrr í dag. Rottubjörgunarsveitin var kölluð út og eftir klukkutíma eltingaleik var unginn gómaður með mjúkum ofnhönskum og honum sleppt út í stórt blómabeð. Lífið 30.12.2025 15:44 Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Verð á strætómiða fyrir fullorðna hækkar um tuttugu krónur eftir áramót, eða um þrjú prósent. Byggðasamlagið hækkar að jafnaði gjaldskrá sína tvisvar á ári. Gjaldskrárbreytingar taka gildi 6. janúar 2026. Neytendur 30.12.2025 14:00 Tekur yfir borgina á nýársdag Auglýsingahlé verður á yfir 550 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg frá 1. til 3. janúar 2026 þegar verkið Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoëga tekur yfir þá. Í verkinu breytast skjáir borgarrýmisins með birtu dagsins, taka mið af litbrigðum sólarljóssins og verða þannig að stafrænni sólarklukku. Menning 30.12.2025 13:23 Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Vesturbæingar kaupa hlutfallslega oftast ís af öllum á meðan Hafnfirðingar fara oftast í bíó, samkvæmt samantekt sparisjóðsins Indó á neysluvenjum notenda. Neytendur 30.12.2025 12:08 Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. Menning 30.12.2025 11:22 Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Karlmaður sem grunaður er um að fremja rán og önnur ofbeldisbrot um miðjan nóvember afplánar nú eftirstöðvar fyrri dóma sem hann hefur hlotið. Sami maður var handtekinn í sumar eftir að hafa hleypt var af skoti á hótelinu Black Pearl í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 29.12.2025 17:25 Halldór Blöndal borinn til grafar Jarðarför Halldórs Blöndals var gerð frá Hallgrímskirkju eftir hádegið. Full kirkja var og auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands voru forsetarnir fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson meðal viðstaddra. Innlent 29.12.2025 15:51 Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista. Innlent 29.12.2025 11:22 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Flokkarnir eru nú í óða önn að undirbúa framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 16. maí á næsta ári. Björn Ingi Hrafnsson tekur fyrir að hann muni leiða lista Miðflokksins. Innlent 29.12.2025 10:52 Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða. Innlent 29.12.2025 10:37 Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Viðskipti innlent 29.12.2025 07:00 Líkamsárás í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Innlent 28.12.2025 07:40 Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands. Innlent 27.12.2025 17:57 Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar. Innlent 27.12.2025 16:30 Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Innlent 27.12.2025 15:59 Árekstur á Suðurlandsbraut Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Engjavegar klukkan tíu í morgun. Innlent 27.12.2025 10:51 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. Innlent 2.1.2026 19:00
Þremur þjófum vísað úr landi Þremur erlendum ríkisborgurum, tveimur körlum og einni konu, hefur verið vísað brott frá Íslandi. Fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi, var handtekið 18. desember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu Innlent 2.1.2026 14:55
Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sex tíma eða skemmri gjaldfrjáls leikskóladvöl tók gildi um áramótin í Hafnarfirði. Foreldrar sem vista börnin í sex klukkustundir eða skemur greiða þá einungis fyrir fæði. Innlent 2.1.2026 12:30
Vinum hans ekki litist á blikuna „Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“ Innlent 2.1.2026 00:23
Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. Innlent 1.1.2026 21:53
Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. Innlent 1.1.2026 18:13
Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. Innlent 1.1.2026 16:07
Borg á heimsmælikvarða! Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Skoðun 1.1.2026 12:30
Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Tulipop, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer þann 24. janúar næstkomandi. Innlent 1.1.2026 08:57
Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51
Hinsegin Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Skoðun 31.12.2025 13:30
Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás „Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“ Innlent 31.12.2025 12:31
Sögulegt ár í borginni Árið hefur verið viðburðaríkt í borginni en það byrjaði með miklum pólitískum jarðskjálftum í lok janúar og svo sprengingu þegar oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í fyrstu viku febrúar. Skoðun 31.12.2025 10:31
Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Lögregla handtók karlmann í Reykjavík í gær sem grunaður er um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 31.12.2025 07:22
Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lítill rottuungi slysaðist inn á tveggja katta heimili Illuga Jökulssonar fyrr í dag. Rottubjörgunarsveitin var kölluð út og eftir klukkutíma eltingaleik var unginn gómaður með mjúkum ofnhönskum og honum sleppt út í stórt blómabeð. Lífið 30.12.2025 15:44
Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Verð á strætómiða fyrir fullorðna hækkar um tuttugu krónur eftir áramót, eða um þrjú prósent. Byggðasamlagið hækkar að jafnaði gjaldskrá sína tvisvar á ári. Gjaldskrárbreytingar taka gildi 6. janúar 2026. Neytendur 30.12.2025 14:00
Tekur yfir borgina á nýársdag Auglýsingahlé verður á yfir 550 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg frá 1. til 3. janúar 2026 þegar verkið Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoëga tekur yfir þá. Í verkinu breytast skjáir borgarrýmisins með birtu dagsins, taka mið af litbrigðum sólarljóssins og verða þannig að stafrænni sólarklukku. Menning 30.12.2025 13:23
Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Vesturbæingar kaupa hlutfallslega oftast ís af öllum á meðan Hafnfirðingar fara oftast í bíó, samkvæmt samantekt sparisjóðsins Indó á neysluvenjum notenda. Neytendur 30.12.2025 12:08
Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. Menning 30.12.2025 11:22
Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Karlmaður sem grunaður er um að fremja rán og önnur ofbeldisbrot um miðjan nóvember afplánar nú eftirstöðvar fyrri dóma sem hann hefur hlotið. Sami maður var handtekinn í sumar eftir að hafa hleypt var af skoti á hótelinu Black Pearl í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 29.12.2025 17:25
Halldór Blöndal borinn til grafar Jarðarför Halldórs Blöndals var gerð frá Hallgrímskirkju eftir hádegið. Full kirkja var og auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands voru forsetarnir fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson meðal viðstaddra. Innlent 29.12.2025 15:51
Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista. Innlent 29.12.2025 11:22
Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Flokkarnir eru nú í óða önn að undirbúa framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 16. maí á næsta ári. Björn Ingi Hrafnsson tekur fyrir að hann muni leiða lista Miðflokksins. Innlent 29.12.2025 10:52
Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða. Innlent 29.12.2025 10:37
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Viðskipti innlent 29.12.2025 07:00
Líkamsárás í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Innlent 28.12.2025 07:40
Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands. Innlent 27.12.2025 17:57
Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar. Innlent 27.12.2025 16:30
Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Innlent 27.12.2025 15:59
Árekstur á Suðurlandsbraut Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Engjavegar klukkan tíu í morgun. Innlent 27.12.2025 10:51