Reykjavík Lýðræðisveisla Á morgun, þann 24. janúar fer fram flokksval Samfylkingar í Reykjavík. Flokksvalið er bindandi fyrir sex efstu sætin með paralista. Það eru 17 manns sem gefa kost á sér í sex efstu sætin og því barátta um hvert sæti og sannkölluð lýðræðisveisla fram undan. Skoðun 23.1.2026 18:31 Eldur í sendibíl á Miklubraut Eldur logaði í litlum sendiferðabíl á Miklubraut í Reykjavík nú síðdegis og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru engin slys á fólki, að sögn slökkviliðs. Innlent 23.1.2026 17:26 Segja skilið við Kringluna Verslun Joe Boxer í Kringlunni verður lokað um mánaðamótin þar sem þau hafa engar bætur fengið eftir eldsvoðann fyrir tveimur árum. Eigandinn hyggst styrkja netverslun þeirra og horfir til Skandinavíu. Viðskipti innlent 23.1.2026 16:15 Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Í hverjum mánuði bætast meira en 200 bílar við á götur Reykjavíkur. Það er engin furða að umferð hægist og bílastæðum fækki. Skoðun 23.1.2026 16:00 Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna. Innlent 23.1.2026 15:12 Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Rúmur helmingur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu á sölu eru í nýbyggingu og hefur hlutur nýrra íbúða í framboði ekki mælst meiri á höfuðborgarsvæðinu í átta ár. Viðskipti innlent 23.1.2026 14:53 Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. Innlent 23.1.2026 14:46 Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Samfélagsmiðlafréttakonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir hefur sett íbúðina sína við Álftamýri á sölu. Hún rifjar upp nokkrar misgóðar minningar í færslu. Lífið 23.1.2026 14:06 Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð. Innlent 23.1.2026 13:00 Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjör flokksins á morgun, um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent. Innlent 23.1.2026 12:57 Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður, hafa sett íbúð sína að Laugarásvegi 47 á sölu. Íbúðin er 102 fermetrar og ásett verð hennar er 99,8 milljónir króna. Lífið 23.1.2026 12:05 Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. Innlent 23.1.2026 11:31 Happafengur í Reykjavík Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram á morgun, laugardaginn 24 janúar. Margt gott fólk hefur boðið sig fram til að verða kjörnir fulltrúar Reykvíkinga og fylgja stefnu jafnaðarmanna næstu fjögur árin. Það er fagnaðarefni, enda er mikið í húfi. Einn frambjóðendanna er Birkir Ingibjartsson arkitekt og verkfræðingur. Skoðun 23.1.2026 11:00 Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. úr hópi 23 umsækjenda. Hann mun hefja störf á næstu dögum. Um er að ræða nýtt félag sem tekur yfir rekstur leiðakerfis Strætó. Viðskipti innlent 23.1.2026 10:00 Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. Innlent 23.1.2026 09:56 Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Þau sem þekkja mig vita að ég er kappsamur að eðlisfari, hvort heldur sem er í íþróttum eða viðskiptum. Skoðun 23.1.2026 09:47 Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Íbúi í Seljahverfi í Reykjavík hefur sett í loftið nýja vefsíðu þar sem sjá má kort yfir það sem hann kallar raunverulegt ástand borgarinnar. Hann segir um að ræða borgaralegt tilkynningakerfi og vonar að borgin bregðist við skemmdum. Innlent 23.1.2026 00:59 Kristinn Svavarsson er látinn Kristinn Svavarsson, kennari og saxófónleikarinn sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Mezzoforte, er látinn 78 ára að aldri. Tónlist 22.1.2026 22:04 Magnea vill hækka sig um sæti Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí. Innlent 22.1.2026 19:25 Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Menningar- og búsetulandslag Laugarnestanga í Reykjavík hefur verið friðlýst á grundvelli laga um menningarminjar. Friðlýsingunni var fagnað með ráðherra og borgarstjóra í dag. Innlent 22.1.2026 16:33 Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem kona segir hafa veist að henni árla morguns í dag og brotið á kynferðislega, utandyra við Austurbæjarbíó í Reykjavík. Innlent 22.1.2026 15:34 Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Óbirt skýrsla um fjárhagsstöðu Félagsbústaða lýsir veikri fjárhagsstöðu félagsins sem hafi verið rekið með ósjálfbærum hætti undanfarin ár. Sjóðstreymi hafi verið neikvætt, stjórnun þess verið línudans og aðferðum verið beitt sem hafi reynst rekstrinum þungar. Á hinn bóginn má lesa bjartsýni úr skýrslunni þar sem settar eru fram tillögur um hvernig megi snúa rekstri Félagsbústaða „frá vítahring til fjárhagslegrar sjálfbærni,“ líkt og það er orðað í skýrslunni. Meðal þess sem lagt er til er 1,5% raunhækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum. Innlent 22.1.2026 15:17 Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum. Innlent 22.1.2026 11:20 Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Innlent 22.1.2026 09:44 Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti. Skoðun 22.1.2026 08:32 Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði um 2,4 milljarða króna. Það er tvöfalt hærri upphæð en sú lágmarksupphæð sem starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Félagsbústaða gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum. Málið lykti af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar. Innlent 21.1.2026 18:51 Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Sú umbylting sem orðið hefur á Reykjavíkurborg á undanförnum þremur áratugum var borin á herðum félagshyggjufólks úr ólíkum flokkum. Undir hatti Reykjavíkurlistans var lagður grunnur að breytingu borgarinnar í þjónustustofnun sem mætti ólíkum þörfum einstaklinga á mismunandi aldursskeiðum. Skoðun 21.1.2026 17:33 Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Meirihlutinnn í borgarstjórn hefur ákveðið að veita um 2,4 milljörðum til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra er falið að hafa milligöngu um málið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir tillöguna hafa verið þvingaða fram. Ákveðið hafi verið að hunsa nýja skýrslu starfshóps í málinu. Innlent 21.1.2026 14:35 Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Brúnni yfir Helluvatn verður lokað fyrir akandi umferð frá og með deginum í dag vegna nauðsynlegs viðhalds. Áætlað er að framkvæmdir standi í fimm vikur. Innlent 21.1.2026 13:05 Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér um 2,4 milljarða króna eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Tillagan var afgreidd í borgarstjórn, þrátt fyrir að skýrsla um stöðu Félagsbústaða hafi ekki verið gerð opinber, en í skýrslunni eru meðal annars settar fram tillögur um fjárhagslega endurskipulagningu stofnunarinnar. Oddviti Framsóknarflokksins telur augljóst að útspilið sé liður í prófkjörsbaráttu borgarstjóra. Borgarstjóri segir hins vegar að nýta þurfi tímann til að ráðast strax í aðgerðir hvað lýtur að félagslegu húsnæði, en tekur undir að það „hefði verið betra“ ef skýrslan hefði verið tilbúin. Innlent 21.1.2026 11:56 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Lýðræðisveisla Á morgun, þann 24. janúar fer fram flokksval Samfylkingar í Reykjavík. Flokksvalið er bindandi fyrir sex efstu sætin með paralista. Það eru 17 manns sem gefa kost á sér í sex efstu sætin og því barátta um hvert sæti og sannkölluð lýðræðisveisla fram undan. Skoðun 23.1.2026 18:31
Eldur í sendibíl á Miklubraut Eldur logaði í litlum sendiferðabíl á Miklubraut í Reykjavík nú síðdegis og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru engin slys á fólki, að sögn slökkviliðs. Innlent 23.1.2026 17:26
Segja skilið við Kringluna Verslun Joe Boxer í Kringlunni verður lokað um mánaðamótin þar sem þau hafa engar bætur fengið eftir eldsvoðann fyrir tveimur árum. Eigandinn hyggst styrkja netverslun þeirra og horfir til Skandinavíu. Viðskipti innlent 23.1.2026 16:15
Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Í hverjum mánuði bætast meira en 200 bílar við á götur Reykjavíkur. Það er engin furða að umferð hægist og bílastæðum fækki. Skoðun 23.1.2026 16:00
Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna. Innlent 23.1.2026 15:12
Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Rúmur helmingur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu á sölu eru í nýbyggingu og hefur hlutur nýrra íbúða í framboði ekki mælst meiri á höfuðborgarsvæðinu í átta ár. Viðskipti innlent 23.1.2026 14:53
Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. Innlent 23.1.2026 14:46
Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Samfélagsmiðlafréttakonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir hefur sett íbúðina sína við Álftamýri á sölu. Hún rifjar upp nokkrar misgóðar minningar í færslu. Lífið 23.1.2026 14:06
Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð. Innlent 23.1.2026 13:00
Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjör flokksins á morgun, um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent. Innlent 23.1.2026 12:57
Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður, hafa sett íbúð sína að Laugarásvegi 47 á sölu. Íbúðin er 102 fermetrar og ásett verð hennar er 99,8 milljónir króna. Lífið 23.1.2026 12:05
Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. Innlent 23.1.2026 11:31
Happafengur í Reykjavík Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram á morgun, laugardaginn 24 janúar. Margt gott fólk hefur boðið sig fram til að verða kjörnir fulltrúar Reykvíkinga og fylgja stefnu jafnaðarmanna næstu fjögur árin. Það er fagnaðarefni, enda er mikið í húfi. Einn frambjóðendanna er Birkir Ingibjartsson arkitekt og verkfræðingur. Skoðun 23.1.2026 11:00
Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. úr hópi 23 umsækjenda. Hann mun hefja störf á næstu dögum. Um er að ræða nýtt félag sem tekur yfir rekstur leiðakerfis Strætó. Viðskipti innlent 23.1.2026 10:00
Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. Innlent 23.1.2026 09:56
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Þau sem þekkja mig vita að ég er kappsamur að eðlisfari, hvort heldur sem er í íþróttum eða viðskiptum. Skoðun 23.1.2026 09:47
Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Íbúi í Seljahverfi í Reykjavík hefur sett í loftið nýja vefsíðu þar sem sjá má kort yfir það sem hann kallar raunverulegt ástand borgarinnar. Hann segir um að ræða borgaralegt tilkynningakerfi og vonar að borgin bregðist við skemmdum. Innlent 23.1.2026 00:59
Kristinn Svavarsson er látinn Kristinn Svavarsson, kennari og saxófónleikarinn sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Mezzoforte, er látinn 78 ára að aldri. Tónlist 22.1.2026 22:04
Magnea vill hækka sig um sæti Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí. Innlent 22.1.2026 19:25
Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Menningar- og búsetulandslag Laugarnestanga í Reykjavík hefur verið friðlýst á grundvelli laga um menningarminjar. Friðlýsingunni var fagnað með ráðherra og borgarstjóra í dag. Innlent 22.1.2026 16:33
Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem kona segir hafa veist að henni árla morguns í dag og brotið á kynferðislega, utandyra við Austurbæjarbíó í Reykjavík. Innlent 22.1.2026 15:34
Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Óbirt skýrsla um fjárhagsstöðu Félagsbústaða lýsir veikri fjárhagsstöðu félagsins sem hafi verið rekið með ósjálfbærum hætti undanfarin ár. Sjóðstreymi hafi verið neikvætt, stjórnun þess verið línudans og aðferðum verið beitt sem hafi reynst rekstrinum þungar. Á hinn bóginn má lesa bjartsýni úr skýrslunni þar sem settar eru fram tillögur um hvernig megi snúa rekstri Félagsbústaða „frá vítahring til fjárhagslegrar sjálfbærni,“ líkt og það er orðað í skýrslunni. Meðal þess sem lagt er til er 1,5% raunhækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum. Innlent 22.1.2026 15:17
Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum. Innlent 22.1.2026 11:20
Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Innlent 22.1.2026 09:44
Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti. Skoðun 22.1.2026 08:32
Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði um 2,4 milljarða króna. Það er tvöfalt hærri upphæð en sú lágmarksupphæð sem starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Félagsbústaða gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum. Málið lykti af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar. Innlent 21.1.2026 18:51
Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Sú umbylting sem orðið hefur á Reykjavíkurborg á undanförnum þremur áratugum var borin á herðum félagshyggjufólks úr ólíkum flokkum. Undir hatti Reykjavíkurlistans var lagður grunnur að breytingu borgarinnar í þjónustustofnun sem mætti ólíkum þörfum einstaklinga á mismunandi aldursskeiðum. Skoðun 21.1.2026 17:33
Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Meirihlutinnn í borgarstjórn hefur ákveðið að veita um 2,4 milljörðum til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra er falið að hafa milligöngu um málið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir tillöguna hafa verið þvingaða fram. Ákveðið hafi verið að hunsa nýja skýrslu starfshóps í málinu. Innlent 21.1.2026 14:35
Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Brúnni yfir Helluvatn verður lokað fyrir akandi umferð frá og með deginum í dag vegna nauðsynlegs viðhalds. Áætlað er að framkvæmdir standi í fimm vikur. Innlent 21.1.2026 13:05
Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér um 2,4 milljarða króna eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Tillagan var afgreidd í borgarstjórn, þrátt fyrir að skýrsla um stöðu Félagsbústaða hafi ekki verið gerð opinber, en í skýrslunni eru meðal annars settar fram tillögur um fjárhagslega endurskipulagningu stofnunarinnar. Oddviti Framsóknarflokksins telur augljóst að útspilið sé liður í prófkjörsbaráttu borgarstjóra. Borgarstjóri segir hins vegar að nýta þurfi tímann til að ráðast strax í aðgerðir hvað lýtur að félagslegu húsnæði, en tekur undir að það „hefði verið betra“ ef skýrslan hefði verið tilbúin. Innlent 21.1.2026 11:56