Reykjavík Farþeginn enn í haldi lögreglu Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað. Innlent 8.12.2025 22:13 Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna alvarlegs umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumanninn. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.12.2025 17:08 Slökktu eld á Stórhöfða Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði. Innlent 8.12.2025 15:57 Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Vitni hafa sett sig í samband við lögreglu vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut um tíuleytið í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Um var að ræða fullorðna konu sem er alvarlega slösuð. Innlent 8.12.2025 15:17 Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsbraut í morgun þar sem ekið var á einstakling á göngu við gönguljós. Lögregla leitar að vitnum að atvikinu. Innlent 8.12.2025 12:10 Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. Innlent 8.12.2025 10:44 Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Lögregla veitti ökumanni eftirför frá höfuðborgarsvæðinu og þvert yfir Hellisheiðina. Ökumaðurinn var á stolnum bíl og sinnti ekki merkjum lögreglu um að nema staðar fyrr en liðsauki barst í Kömbunum. Maðurinn sá sér loks enga leið færa en að gefa sig upp og var handtekinn. Innlent 7.12.2025 23:38 Réðst á starfsmenn lögreglu Einn var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í miðbænum. Lögregla segir að hann hafi neitað að segja til nafns en við komu á lögreglustöð hafi hann ráðist á starfsmenn lögreglu. Sá var vistaður vegna ástands. Innlent 7.12.2025 07:39 Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Innlent 7.12.2025 07:07 Kaffi Ó-le opið á ný Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið. Viðskipti innlent 6.12.2025 18:25 Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Þrír menn voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í dag og vistaðir í fangageymslu vegna hótana og vopnalagabrota, að sögn lögreglu. Innlent 6.12.2025 17:59 Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Nýtt húsnæði Konukots mun breyta miklu fyrir konurnar sem þangað sækja að sögn framkvæmdastjóra Rótarinnar. Aðsókn hefur verið yfir meðallagi í haust og húsið stundum yfirfullt. Borgarstjóri opnaði húsnæðið við Ármúla við athöfn í gær. Innlent 6.12.2025 15:00 „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina. Innlent 6.12.2025 14:11 Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Óskað var eftir aðstoð lögreglu í gær vegna æsts manns á hóteli miðsvæðis í Reykjavík í gær en þar hafði hann kastað til innanstokksmunum. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands. Innlent 6.12.2025 08:13 Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Skoðun 6.12.2025 07:30 Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5.12.2025 23:00 Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. Innlent 5.12.2025 18:47 Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur. Neytendur 5.12.2025 15:22 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. Innlent 5.12.2025 12:27 Tímamót og bylting í nýju Konukoti Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi Innlent 5.12.2025 09:31 Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5.12.2025 08:43 Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Skemmdir urðu utan á fjölbýlishúsi í Bríetartúni þegar kviknaði í sorphirðubíl fyrir utan húsið snemma morguns þann 17. nóvember. Rannsókn lögreglu á brunanum er lokið. Niðurstaða rannsóknar var að líklega hefði glussaslanga farið í sundur með þeim afleiðingum að glussaolía fór yfir heita vél og vélarhluti og eldur kviknaði. Innlent 5.12.2025 06:33 Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkuð umfangsmikið viðbragð við öldurhúsi á Laugavegi í kvöld vegna slagsmála. Lögregluþjónar á að minnsta kosti fjórum hefðbundnum lögreglubílum voru á vettvangi. Innlent 4.12.2025 20:46 Lögmaður á villigötum – eða hvað? Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Skoðun 4.12.2025 18:00 Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð. Innlent 4.12.2025 17:07 Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Loka þarf karlaklefum í Sundhöll Reykjavíkur tímabundið vegna rakaskemmda. Klefarnir verða lokaðir frá og með 5. desember og verða opnaðir aftur eftir úrbætur og úttekt. Innlent 4.12.2025 14:47 Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld. Innlent 4.12.2025 14:07 Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. Viðskipti innlent 4.12.2025 11:04 Lögmaður á villigötum Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Skoðun 4.12.2025 11:01 Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Innlent 4.12.2025 09:57 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Farþeginn enn í haldi lögreglu Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað. Innlent 8.12.2025 22:13
Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna alvarlegs umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumanninn. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.12.2025 17:08
Slökktu eld á Stórhöfða Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði. Innlent 8.12.2025 15:57
Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Vitni hafa sett sig í samband við lögreglu vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut um tíuleytið í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Um var að ræða fullorðna konu sem er alvarlega slösuð. Innlent 8.12.2025 15:17
Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsbraut í morgun þar sem ekið var á einstakling á göngu við gönguljós. Lögregla leitar að vitnum að atvikinu. Innlent 8.12.2025 12:10
Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. Innlent 8.12.2025 10:44
Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Lögregla veitti ökumanni eftirför frá höfuðborgarsvæðinu og þvert yfir Hellisheiðina. Ökumaðurinn var á stolnum bíl og sinnti ekki merkjum lögreglu um að nema staðar fyrr en liðsauki barst í Kömbunum. Maðurinn sá sér loks enga leið færa en að gefa sig upp og var handtekinn. Innlent 7.12.2025 23:38
Réðst á starfsmenn lögreglu Einn var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í miðbænum. Lögregla segir að hann hafi neitað að segja til nafns en við komu á lögreglustöð hafi hann ráðist á starfsmenn lögreglu. Sá var vistaður vegna ástands. Innlent 7.12.2025 07:39
Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Innlent 7.12.2025 07:07
Kaffi Ó-le opið á ný Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið. Viðskipti innlent 6.12.2025 18:25
Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Þrír menn voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í dag og vistaðir í fangageymslu vegna hótana og vopnalagabrota, að sögn lögreglu. Innlent 6.12.2025 17:59
Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Nýtt húsnæði Konukots mun breyta miklu fyrir konurnar sem þangað sækja að sögn framkvæmdastjóra Rótarinnar. Aðsókn hefur verið yfir meðallagi í haust og húsið stundum yfirfullt. Borgarstjóri opnaði húsnæðið við Ármúla við athöfn í gær. Innlent 6.12.2025 15:00
„Mér brá við að sjá þessa tölu“ Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina. Innlent 6.12.2025 14:11
Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Óskað var eftir aðstoð lögreglu í gær vegna æsts manns á hóteli miðsvæðis í Reykjavík í gær en þar hafði hann kastað til innanstokksmunum. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands. Innlent 6.12.2025 08:13
Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Skoðun 6.12.2025 07:30
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5.12.2025 23:00
Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. Innlent 5.12.2025 18:47
Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur. Neytendur 5.12.2025 15:22
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. Innlent 5.12.2025 12:27
Tímamót og bylting í nýju Konukoti Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi Innlent 5.12.2025 09:31
Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5.12.2025 08:43
Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Skemmdir urðu utan á fjölbýlishúsi í Bríetartúni þegar kviknaði í sorphirðubíl fyrir utan húsið snemma morguns þann 17. nóvember. Rannsókn lögreglu á brunanum er lokið. Niðurstaða rannsóknar var að líklega hefði glussaslanga farið í sundur með þeim afleiðingum að glussaolía fór yfir heita vél og vélarhluti og eldur kviknaði. Innlent 5.12.2025 06:33
Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkuð umfangsmikið viðbragð við öldurhúsi á Laugavegi í kvöld vegna slagsmála. Lögregluþjónar á að minnsta kosti fjórum hefðbundnum lögreglubílum voru á vettvangi. Innlent 4.12.2025 20:46
Lögmaður á villigötum – eða hvað? Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Skoðun 4.12.2025 18:00
Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð. Innlent 4.12.2025 17:07
Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Loka þarf karlaklefum í Sundhöll Reykjavíkur tímabundið vegna rakaskemmda. Klefarnir verða lokaðir frá og með 5. desember og verða opnaðir aftur eftir úrbætur og úttekt. Innlent 4.12.2025 14:47
Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld. Innlent 4.12.2025 14:07
Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. Viðskipti innlent 4.12.2025 11:04
Lögmaður á villigötum Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Skoðun 4.12.2025 11:01
Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Innlent 4.12.2025 09:57