Reykjavík

Fréttamynd

Valið á milli gömlu og nýju Sam­fylkingarinnar

„Þetta er mjög spennandi barátta og óvanaleg um margt. Hér er kominn áskorandi utan frá,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Bifröst, um oddvitaslag Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sitjandi borgarstjóra og Péturs Marteinssonar.

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­gangur með skila­boð á versta tíma fyrir Heiðu

Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill hjá vörumerkjastofunni Tvist, segir að frambjóðendur í kosningabaráttu þurfi að hugsa um einkaskilaboð til kjósenda sem opinber skilaboð nú á stafrænum tímum. Hann segir vandræðagang með skilaboð borgarstjóra um að mótframbjóðandinn sé „frægur karl með enga reynslu“ koma upp á versta tíma.

Innlent
Fréttamynd

Biður Dóru Björt af­sökunar eftir deilur um vetrarþjónustu

Þröstur Ingólfur Víðisson, fyrrverandi verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, hefur beðið Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar, afsökunar á að hafa kennt henni um slæma stöðu mála í vetrarþjónustu borgarinnar. Dóra Björt segist hafa sætt hótunum fyrir verkefni sem hún kom sjálf aldrei að.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylking til fram­tíðar

Í dag er sögulegt tækifæri til að koma ungu fólki í borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar í vor. Samfylkingin hefur aðeins einu sinni kosið sér nýjan borgarfulltrúa undir 35 ára. Ungt fólk hefur samt verið duglegt að bjóða sig fram í prófkjörum en ekki hlotið framgang.

Skoðun
Fréttamynd

Steinunni í borgar­stjórn

Kæru félagar í Samfylkingunni í Reykjavík. Í dag veljum við fólk á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og ber fjöldi frambjóðenda og nýrra flokkfélaga sterkri stöðu flokksins vitni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó borg, mín borg

Þetta fallega lag eftir Hauk Morthens kemur upp í hugann þegar ég hugsa um borgina mína. Höfuðborg landsins, Reykjavík. En er þetta „borgin mín“ í þeim skilning að hún hugsi um velferð mína og þjónusti mig eins og skyldi?

Skoðun
Fréttamynd

Stig­mögnun í nágranna­erjum: „Hann vildi keyra á mig“

Eigendur veitingastaðarins BK Kjúklings og verslunarinnar Istanbul Market hafa átt í harðvítugum deilum um bílastæði en fyrirtækin eru staðsett sitt hvorum megin við Grensásveg í Reykjavík. Leitað hefur verið til lögfræðinga og saka eigendurnir hvorn annan ýmist um að reyna að keyra á sig eða fara ófögrum orðum um fjölskyldumeðlimi. Einnig greinir þá á um hvernig deilurnar hófust.

Innlent
Fréttamynd

Gengst nú við skila­boðunum um­deildu

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir því að hafa sent umrædda orðsendingu. 

Innlent
Fréttamynd

Lýðræðis­veisla

Á morgun, þann 24. janúar fer fram flokksval Samfylkingar í Reykjavík. Flokksvalið er bindandi fyrir sex efstu sætin með paralista. Það eru 17 manns sem gefa kost á sér í sex efstu sætin og því barátta um hvert sæti og sannkölluð lýðræðisveisla fram undan.

Skoðun
Fréttamynd

Eldur í sendi­bíl á Miklu­braut

Eldur logaði í litlum sendiferðabíl á Miklubraut í Reykjavík nú síðdegis og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru engin slys á fólki, að sögn slökkviliðs.

Innlent
Fréttamynd

Segja skilið við Kringluna

Verslun Joe Boxer í Kringlunni verður lokað um mánaðamótin þar sem þau hafa engar bætur fengið eftir eldsvoðann fyrir tveimur árum. Eigandinn hyggst styrkja netverslun þeirra og horfir til Skandinavíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjör­breytt Langa­hlíð fyrir milljarð

Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki muna eftir að hafa sent skila­boðin

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu.

Innlent
Fréttamynd

Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“

Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð.

Innlent
Fréttamynd

Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum

Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður, hafa sett íbúð sína að Laugarásvegi 47 á sölu. Íbúðin er 102 fermetrar og ásett verð hennar er 99,8 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Svona var Pall­borðið með Heiðu Björgu og Pétri

Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Happa­fengur í Reykja­vík

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram á morgun, laugardaginn 24 janúar. Margt gott fólk hefur boðið sig fram til að verða kjörnir fulltrúar Reykvíkinga og fylgja stefnu jafnaðarmanna næstu fjögur árin. Það er fagnaðarefni, enda er mikið í húfi. Einn frambjóðendanna er Birkir Ingibjartsson arkitekt og verkfræðingur.

Skoðun
Fréttamynd

Játaði meira og meira eftir því sem á leið

Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu.

Innlent
Fréttamynd

Magnea vill hækka sig um sæti

Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí.

Innlent