Ísrael

Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu
Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins.

Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum
Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt.

Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits
Spænska ríkisstjórnin rak Paz Esteban, yfirmann leyniþjónstunnar, vegna uppljóstrana um að umdeilt njósnaforrit hafi verið notað til þess að njósna um spænska ráðamenn. Esteban var fyrsta konan til að gegna embættinu.

Þrír látnir eftir axarárás í Ísrael
Þrír hafa verið drepnir og fleiri eru særðir eftir að axarárás var gerð í borginni Elad í Ísrael í kvöld. Lögregla segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða.

Hóf skothríð á gesti skemmtistaðar í Tel Aviv
Minnst tveir eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Tel Aviv í kvöld. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa komist undan.

Ríkisstjórn Naftali Bennett missir þingmeirihlutann
Ríkisstjórn ísraelska forsætisráðherrans Naftali Bennett hefur misst meirihluta sinn á þingi eftir að einn lykilmanna innan stjórnarliðsins ákvað að segja skilið við stjórnarflokkinn Yamina vegna deilna um gerjuð matvæli og hefðir gyðinga.

Fyrsta tilfelli mænusóttar í rúma þrjá áratugi greinist í Ísrael
Yfirvöld í Ísrael hafa ákveðið að ráðast í bólusetningarátak eftir að fyrsta tilfelli mænusóttar í rúma þrjá áratugi greindist í síðasta mánuði. Framkvæmdastjóri heilbirgðisráðuneytisins óttast að það reynist erfitt að fá fólk til að mæta í bólusetningu eftir kórónuveirufaraldurinn.

Réðust inn í flóttamannabúðir á Vesturbakkanum
Ísraelskir hermenn réðust inn í flóttamannabúðir á Vesturbakkanum í morgun og í kjölfarið hófst skotbardagi á milli hersins og Palestínumanna í búðunum.

Fimm skotnir til bana í úthverfi Tel Avív
Fimm voru skotnir til bana af palestínskum byssumanni í úthverfi ísraelsku stórborgarinnar Tel Aviv í nótt. Þetta er þriðja slíka banvæna árásin á einni viku.

Kjarnorkumál í Íran og stríðið í Úkraínu í brennidepli á sögulegum fundi
Utanríkisráðherrar Arababandalagsríkjanna Barein, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu ásamt utanríkisráðherrum Ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands í Ísrael í dag en ráðherrarnir ræddu viðbrögð við ýmsum vandamálum sem Miðausturlöndin standa frammi fyrir.

Mannskæð skotárás í Ísrael
Tvö létust og fleiri særðust í skotárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels í kvöld.

Fjögur látin í hryðjuverkaárás í Ísrael
Árásarmaður ók yfir hjólreiðarmann og stakk fimm manns við verslunarmiðstöð í borginni Bersheeba í Íslrael í dag. Tala látinna er komin í fjóra.

Telur afstöðu RÚV til mannréttindabrota tækifærissinnaða
Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut.

Gríðarlega stór tölvuárás gerð á ísraelsk stjórnvöld
Fjölmargar tölvuárásir hafa verið gerðar á vefsíður ísraelskra stjórnvalda í dag. Vefsíður innanríkis-, heilbrigðis-, dóms- og velferðarráðuneyta voru óaðgengilegar um stund, auk vefsíðu forsætisráðuneytisins, vegna árásanna.

Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt
Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun.

Vilja að rannsókn á Netanjahú verði látin niður falla vegna meintra njósna
Almannavarnaráðherra Ísraels hefur skipað sérstaka nefnd sem mun rannsaka meinta notkunn lögreglunnar á njósnabúnaði. Lögreglan á að hafa notað búnaðinn til að njósna um ýmsa framámenn, allt frá stjórnmálamönnum yfir í aðgerðasinna.

Hryðjuverkasamtök fyrir botni Miðjarðarhafs – vandamálið sem enginn vill ræða
Enn og aftur situr Ísrael undir ásökunum um að viðhafa aðskilnaðarstefnu gagnvart þegnum sínum. Þessar ásakanir eru í raun fráleitar. Í nýlegri grein um þetta viðfangsefni benti ég meðal annars á þá staðreynd að fjöldi Araba hefur ríkisborgararétt í Ísrael og tekur þátt í samfélaginu á öllum stigum þess. Það er meira að segja arabískt flokkabandalag í núverandi ríkisstjórn Ísraels.

Avram Grant sakaður um kynferðisofbeldi
Fjöldi kvenna hefur sakað Avram Grant, fyrrverandi knattspyrnustjóra Chelsea, um kynferðisofbeldi.

Ísraelar láta reyna á fjórða skammt bóluefnis
Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Ísrael fékk í dag fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 en um er að ræða tilraunaverkefni sem er ætlað að skera úr um hversu mikla vernd seinni örvunarskammtur veitir gegn ómíkron afbrigðinu.

Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins
Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.