Ísrael

Fréttamynd

Byrjað á öfugum enda!

Fulltrúar fimmtán ríkja innan Sameinuðu þjóðanna héldu nýlega ráðstefnu um s.k. tveggja ríkja lausn. Niðurstaða ráðstefnunnar ber nafnið “New York Declaration”. Þar eru skráð loforð 15 ríkja um að „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“, samtímis því að ríkin lýsa „staðföstum stuðningi við tveggja ríkja lausnina“.

Skoðun
Fréttamynd

Leiddi fordæmalausa bæna­stund á Musterishæð

Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga.

Erlent
Fréttamynd

Beina­ber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa

„Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Klíndu límmiðum á Orms­son sem versla ekki einu sinni við Rapyd

Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“.

Innlent
Fréttamynd

Dregur í land og segir Starmer og fé­laga verð­launa Hamas

Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land.

Erlent
Fréttamynd

Araba­ríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og af­vopnun Hamas

Evrópusambandið, Arababandalagið og sautján aðrar þjóðir hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir því að Hamas leggi niður vopn sín og láti af stjórn Gasa. Utanríkisráðherra Íslands skrifaði jafnframt undir samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Hvers vegna þegir kristin, vest­ræn menning?

Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins.

Skoðun
Fréttamynd

Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin

Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Ísraels­her stöðvaði aðra skútu með vistum

Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael – brostnir draumar og lygar

Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Ísraelsþing á­lyktar um inn­limun Vesturbakkans

Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskur ráð­herra kynnir á­form um þjóðernishreinsun á Gasa

Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Alls 81 barn látist úr hungri

Alls hafa 113 manns látist úr hungri frá upphafi átaka á Gasaströndinni, þar af 81 barn. Fjörutíu manns hafa látist í þessum mánuði en af þeim voru sextán börn. 

Erlent
Fréttamynd

„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“

Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt.

Innlent