Innlent

Stórtækur íslenskur iPhone svindlari í varðhaldi í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fertugur Íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í lok október grunaður um 110 milljóna króna fjársvik. Greint er frá málinu á fréttavef RÚV. Vísir náði tali af starfsmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, sem staðfesti þetta en frekari upplýsingar fengust ekki.

Yfirmaður deildarinnar, Henning Bjarne Schmidt, sagði aftur á móti við RÚV í dag að umræddur maður hefði svikið út 6-800 i-Phone síma sem hann plataði fólk til að kaupa fyrir sig. Svikin fólust í því að maðurinn fékk fólk til að kaupa i-Phone síma frá Apple og hélt því fram að hann gæti grætt umtalsverða peninga með því að selja þá á Íslandi. Fólkið átti síðan að fá sinn hluta af gróðanum en peningarnir skiluðu sér ekki til fólksins.

Maðurinn var handtekinn í miðborg Kaupmannahafnar í lok október. Hann hefur setið á bakvið lás og slá síðan og Bjarne Schmidt segir að hann verði í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, það verði hins vegar ekki fyrr en eftir nokkra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×