Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sósíal­istar líta til harðstjórnarríkja sem fyrir­mynda

Forsvarsmenn Sósíalistaflokksins hafa ausið ríki með gerræðislegt stjórnarfar eins og Kína, Norður-Kóreu og Rússland lofi á undanförnum misserum. Formaðurinn segir það bull að Ísland sé hluti af lýðræðisríkjum í heiminum og að „sjúkir“ fjölmiðlar ljúgi upp á óvini Bandaríkjastjórnar.

Innlent
Fréttamynd

„Gamla góða Ís­land, bara betra“

Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu að­stoð vegna leið­réttingar landsframlags og hring­ferðar ráð­herra

Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum.

Innlent
Fréttamynd

Töpuðu tæpum hundrað milljónum

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum hundrað milljónum króna árið 2024. Framlög lögaðila til flokksins voru tugir milljóna króna en kostnaðurinn við Alþingiskosningarnar var rúmlega 170 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á að skerpa á verk­lagi spítalans í heimilis­of­beldis­málum

Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Skiluðu hagnaði á kosningaári

Framsóknarflokkurinn skilaði tæpum áttatíu milljón krónum í hagnað árið 2024. Ársreikningur þeirra fyrir árið hefur verið samþykktur og birtur á vef Ríkisendurskoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Bæta við allt að 200 í­búðum og mat­höll í Spöngina

Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi björgunar­sveitanna

Við erum einstaklega lánsöm hér á landi að njóta öflugra björgunarsveita um land allt. Björgunarsveitirnar eru bornar uppi af sjálfboðaliðum og með stuðningi almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Ég sé ekki hvernig samfélagið myndi standa að jafn öflugum neyðaraðgerðarflota og við búum yfir án þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

For­sætis­ráðu­neytið eyddi meiru í al­manna­tengla í fyrra en í ár

Forsætisráðuneytið varði tæpum þremur milljónum í kaup á þjónustu almannatengla í fyrra. Í ár hefur sambærilegur kostnaður ráðuneytisins hins vegar aðeins numið rúmri milljón. Bæði í ár og í fyrra keypti ráðuneytið samskiptaþjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton ehf. Á sama tímabili hefur innviðaráðuneytið varið litlu sem engu í slíka þjónustu, en réði þó sama fyrirtæki til þjónustu í tengslum við eitt verkefni í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar

Áhugakona um smurbrauð og tölfræði rýndi í opna reikninga ríkisins til að sjá hve mikið ríkisstofnanir hafa eytt á Jómfrúnni síðastliðin tvö ár. Háskóli Íslands er smurbrauðsóðasta stofnunin bæði árin en svo voru nokkur ráðuneyti ansi öflug í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

„Áhyggju­efni ef fyrir­tækin mæta þessu með semingi“

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið.

Neytendur
Fréttamynd

Ríkis­sjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Ís­lands

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkið standi straum af kostnaði við að flytja táningsstúlku og ömmu hennar sem létust í bílslysi ytra heim til Íslands. Móðir drengs í fíknimeðferð í Suður-Afríku segir gjörbreytingu hafa orðið á syni hennar í meðferðinni ytra undanfarnar vikur. Sjálfur líti hann svo á að það hafi bjargað lífi hans að fara í meðferðina. Móðirin vill að ríkið greiði fyrir meðferðir drengjanna.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á ráðningu ráð­gjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið.

Innlent
Fréttamynd

Vest­manna­eyingar fá að eiga Vest­manna­eyjar

Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli.

Innlent
Fréttamynd

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent
Fréttamynd

Vill leiða lista Sjálf­stæðis­manna í Reykja­nes­bæ

Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Gerið Ást­hildi Lóu aftur að ráð­herra

Svo virðist sem Guðmundur Ingi Kristinsson hafi ekki í hyggju að snúa aftur í mennta- og barnamálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki í bráð. Því er nú rétti tíminn til að Ásthildur Lóa Þórsdóttir taki aftur við því.

Skoðun
Fréttamynd

Naut að­stoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins

Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“

Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir að mál starfsmanns Útlendingastofnunar, sem deildi nöfnum skjólstæðinga sinna og stærði sig af því að hafa synjað fólki um landvistarleyfi, verði að hafa afleiðingar. Útlendingastofnun þurfi að sýna það út á við að þeim sé treystandi til að vinna verkefni sín af fagmennsku.

Innlent