Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„En áttu ekki dóttur?“

„Ég held að það sé gott að tala aðeins meira um dauðann. Við komumst öll í snertingu við dauðann, sem aðstandendur, á einhverjum tímapunkti í lífinu. Þetta er svo mikilvægur tími í lífi fólks og í flestum tilfellum er án efa eitthvað sem fólk hefði viljað gera öðruvísi. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig, gera eins vel og maður getur, og til þess þarf meira samtal og stuðning. Þegar við horfumst í augu við dauðann þá áttum við okkur líka á hversu mikilvægt lífið er- og þá ekki síst samveran með þeim sem maður elskar,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir, höfundur bókarinnar Þegar mamma mín dó sem kom út hjá Forlaginu nú á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna

Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins.

Lífið
Fréttamynd

Snæ­fells­nes orðið að vistvangi UNESCO

Snæfellsnes varð í dag fyrsta svæðið á Íslandi til að vera skilgreint sem vistvangur af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Björg Ágústsdóttir, formaður stjórnar Svæðisgarðsins og bæjarstjóri í Grundarfirði, segir þetta afrakstur áralangs starfs sem Snæfellingar hafa verið í, í umhverfis- og samfélagsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur

Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Ég bý ekki einu sinni í Reykja­vík“

Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif.

Innlent
Fréttamynd

Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verð­laun

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut í gær gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í London. Víkingi var afhent medalían á athöfn í London í gær á opnunartónleikum Fílharmóníunnar en Víkingur er sérstakur gestalistamaður hljómsveitarinnar á 80 ára afmælisári hennar.

Lífið
Fréttamynd

„Það sýður miklu frekar upp úr við upp­vaskið“

Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og víóluleikarinn Svava Bernharðsdóttir mynda Dúó Freyju en eru auk þess mæðgur. Fyrir þremur árum fögnuðu þær sextugsafmæli Svövu með plötu með sex nýjum tónverkum eftir konur. Á morgun eru útgáfutónleikar fyrir aðra plötu þeirra sem inniheldur þrjú ný tónverk eftir karla.

Lífið
Fréttamynd

Þeir fá­tæku borga brúsann

Það er engin sæla að vera fátækur, sérstaklega ef þú býrð í gömlu hermannablokkunum í Ásbrú. Það er hlutskipti Ífigeníu (eða Ífí eins og hún er kölluð). Ífi eyðir vikunni annaðhvort í þynnku eða að gera sig tilbúna á galeiðuna – sem í hennar tilviki eru lókal skemmtistaðir í Reykjanesbæ. Ég efast um að mörg leikrit hafi verið skrifuð um veruleika fólks í Sandgerði og Innri–Njarðvík. Kannski kominn tími til, því Ífigenía í Ásbrú er ein áhugaverðasta sýningin í íslensku leikhúsi í dag. Ég missti því miður af henni á síðasta leikvetri þegar hún gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó en skellti mér á hana í Borgarleikhúsinu nú um helgina þar sem hún verður sýnd næstu misserin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Elli Egils hannaði há­talara fyrir Bang & Olufsen

Í kvöld fór fram frumsýningarboð á Vinnustofu Kjarval þar sem hulunni var svipt af samstarfi Bang & Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Þar var kynn sérstök útgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir Ella en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök.

Lífið
Fréttamynd

Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín

Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni.

Lífið
Fréttamynd

Þetta eru upp­á­halds barna­bækur ráð­herranna

Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar sér að koma böndum á sjón­varps­stöðvar

Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Minntist bróður síns fyrir fullum sal

Gylfa Ægissonar var minnst á tónleikum á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Hátíðarsalur heimilisins var troðfullur þegar bróðir Gylfa söng bestu perlur hans ásamt hljómsveit.

Lífið
Fréttamynd

Opnar stað í anda Kaffi Vest í Foss­voginum

Parið Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir hyggjast opna veitingastað á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar. Hjónin hafa verið með hugmyndina í maganum lengi en þurft að bíða eftir réttu staðsetningunni. Hvorki er um sportbar né skemmtistað að ræða heldur notalegan hverfisstað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Elín tendrar eldana fyrir Lauf­eyju

Elín Hall mun hita upp fyrir Laufeyju á tvennum tónleikum hennar í Kórnum í Kópavogi 14. og 15. mars. Uppselt er á fyrri tónleikana en enn mögulegt að fá miða í dýrari plássum á síðari tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Birna verður Elma

Leikkonan og rísandi stjarnan Unnur Birna Bachman fer með hlutverk Elmu í samnefndri þáttaröð sem er væntanleg næsta vetur. Serían er byggð á glæpasögunni Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur.

Lífið
Fréttamynd

Vin­sælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna á­sakana um brot gegn ung­lings­stúlku

Stjórnandi vinsæls gamanþáttar hjá Danska ríkissjónvarpinu, DR, var sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn unglingsstúlku. Brotin, sem Jonatan Spang sjálfur gengst ekki við, munu hafa átt sér stað fyrir sextán árum þegar hann var sjálfur 31 árs en stúlkan 15 ára. Hann viðurkennir hins vegar að hafa átt „í nánum kynnum“ við stúlkuna.

Erlent
Fréttamynd

Claudia Cardinale er látin

Ítalska stórleikkonan Claudia Cardinale, sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, er látin, 87 ára að aldri.

Lífið