Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. Innlent 14. apríl 2025 21:30
„Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ „Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. Lífið 14. apríl 2025 20:02
Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð HBO streymisveitan hefur opinberað nöfn nokkra leikara sem taka að sér hlutverk í nýrri þáttaseríu um galdrastrákinn Harry Potter. Enn á eftir að skipa í hlutverk aðalpersónunnar Harry Potter. Lífið 14. apríl 2025 18:45
Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn. Menning 14. apríl 2025 15:21
Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022. Innlent 14. apríl 2025 13:51
Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Skandall, fulltrúi Menntaskólans á Akureyri, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldskólanna 2025 sem fór fram á laugardaginn. Keppnin fór fram í Háskólabíói. Lífið 14. apríl 2025 12:49
Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk „Það eru bæði forréttindi og mikill heiður að fá að vera með fólki á stærstu stundunum í þeirra lífi,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem hefur undanfarið hálft ár unnið að nýjum heimildaþáttum, ásamt Lúðvíki Páli Lúðvíkssyni. Lífið 14. apríl 2025 11:33
„Ég er bara örvæntingarfull“ Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn. Innlent 14. apríl 2025 09:04
Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. Lífið 14. apríl 2025 08:47
Heimsmet í sjálfhverfu Ég þakka ykkur tilskrifin og fagna því að þið séuð tilbúin að ræða um málefni kvikmyndamenntunar á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli mína að þið skulið ekki minnast á tilefni orða minna. Skoðun 14. apríl 2025 08:30
Mario Vargas Llosa fallinn frá Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku. Menning 14. apríl 2025 06:24
Laufey tróð upp á Coachella Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda. Lífið 13. apríl 2025 22:25
„Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. Innlent 13. apríl 2025 19:47
Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. Innlent 13. apríl 2025 18:00
Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Skoðun 13. apríl 2025 07:02
Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun. Innlent 12. apríl 2025 20:39
Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Ísland á ekki að vera eina Norðurlandaþjóðin án óperu. Markaðurinn og áhuginn eru fyrir hendiÁ undanförnum misserum hafa menn velt því fyrir sér hvort íslenskur markaður sé nægilega stór til að standa undir öflugri óperustarfsemi. Staðhæft hefur verið að Ísland beri aðeins tvær stórar óperusýningar á ári. Saga óperu hér á landi bendir til annars. Skoðun 12. apríl 2025 20:30
„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. Innlent 12. apríl 2025 14:51
Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð. Innlent 11. apríl 2025 22:01
Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. Innlent 11. apríl 2025 17:37
Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik. Innlent 11. apríl 2025 12:01
Segir frumburðinn með nefið hans pabba Vala Kristín Eiríksdóttir, leikkona og handritshöfundur, og Hilmir Snær Guðnason leikari eiga von á sínu fyrsta barni saman eftir nokkrar vikur. Vala birti mynd af Hilmi með sónarmynd upp við nefið á sér og segir barnið ekki vera með nefið frá sér. Lífið 11. apríl 2025 11:30
VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Ása Ninna Pétursdóttir fór á stúfana fyrir Ísland í dag og rannsakaði hvort það væri til hin eina sanna uppskrift af hinu fullkomna sumarlagi. Lífið 11. apríl 2025 10:33
Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi. Erlent 11. apríl 2025 08:37
Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Bandaríski leikarinn Eric Dane, sem þekktur er fyrir að hafa um árabil farið með hlutverk í þáttunum Grey‘s Anatomy, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, tegund af MND. Lífið 11. apríl 2025 07:35
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Skoðun 10. apríl 2025 22:00
Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn í dag, 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis. Menning 10. apríl 2025 18:41
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. Lífið 10. apríl 2025 17:51
Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana. Lífið 10. apríl 2025 16:01
Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Íslandsvinirnir í Britpop-sveitinni Pulp munu gefa út sína fyrstu plötu í heil 24 ár í júní næstkomandi. Platan ber nafnið More og kemur út 6. júní. Tónlist 10. apríl 2025 12:44