Hús og heimili

Hús og heimili

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann

Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson hafa fest kaup á einbýlishúsi á Akranesi. Um er að ræða 150 fermetra einbýlishús á einni hæð með bílskúr, staðsett innst í rólegri botnlangagötu. Ásett verð eignarinnar var 89,5 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug selur glæsiíbúð í Reykja­vík

Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir hefur sett rúmgóða og smekklega 144,9 fermetra íbúð við Háteigsveg í Reykjavík á sölu. Íbúðin er í húsi frá árinu 1946, teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 129,9 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors

Magnús Sverrir Þorsteinsson, forstjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, hefur fest kaup á tæplega 200 fermetra glæsiíbúð við Bryggjugötu í Reykjavík. Íbúðin var áður í eigu félagsins Novator F11 ehf. sem er í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgúlfssonar. 

Lífið
Fréttamynd

Heitur Teitur selur

Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður og fyrrverandi sjónvarpsmaður, hefur sett íbúð sína við Melhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 91,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör og Sara keyptu drauma­húsið

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa fest kaup framtíðarheimili þeirra í Hvörfunum í Kópavogi. Sara greindi frá tímamótunum á samfélagsmiðlum á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

Hraustustu hjón Garða­bæjar selja glæsi­hýsi

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt sem Jana, og eiginmaður hennar Sigþór Júlí­us­son framkvæmdastjóri Leiknis og fyrrverandi knattspyrnumaður, hafa sett fallegt raðhús við Byggakur í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 225 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Aron Kristinn og Lára keyptu ný­stár­lega miðbæjarperlu

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal hafa fest kaup á glæsilegri íbúð við Vesturgötu í Reykjavík. Um er að ræða mikið endurnýjaða 103,3 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 1956. Kaupverðið nam 96,1 milljón króna.

Lífið
Fréttamynd

Hand­lagin hjón selja tvær eignir í sögu­legu farandshúsi

Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi hafa sett fallegt hús við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1902 en hefur nýverið verið endurbyggt af alúð með virðingu fyrir upprunalegri hönnun. Heildarstærð hússins er 228 fermetrar og skiptist í þrjár hæðir. Það er til sölu sem tvær aðskildar eignir.

Lífið
Fréttamynd

Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti

Knattspyrnuparið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson hafa fest kaup á glæsilegri útsýnisíbúð við Brekkugötu í Urriðaholti. Kaupverðið nam 88,5 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Óttar keypti 320 milljóna króna þak­í­búð

Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Logos, hefur fest kaup á 210 fermetra íbúð á sjöundu hæð í nýlegu og vönduðu lyftuhúsi við Vesturgötu í Reykjavík, á svokölluðum Héðinsreit. Kaupverðið nam 320 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Eva Lauf­ey og Haraldur selja húsið á Skaganum

Hjónin, Eva Lauf­ey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo, hafa sett fallegt einbýlishús við Reynigrund á Akranesi á sölu. Ásett verð er 119 milljónir.

Lífið