Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. Innlent 9.10.2025 22:00
Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. Innlent 9.10.2025 17:11
Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. Innlent 8.10.2025 15:54
Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent 7.10.2025 14:54
Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi karlmann á dögunum í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hótanir og vopnalagabrot sem hann framdi í október árið 2021. Innlent 5. október 2025 10:01
Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Maður sem er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi við Grænásbraut í Ásbrú í sumar viðurkennir að hafa lagt eld að eldfimu efni í stundarbrjálæði í ölvunarástandi. Innlent 4. október 2025 12:35
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Steinþór Gunnarsson, sem hlaut dóm í Ímon-málinu svokallaða en var sýknaður eftir endurupptöku mörgum árum síðar, segir réttarkerfið hafa brugðist í málinu. Sautján ár eru í dag síðan hann framkvæmdi sín síðustu viðskipti í kauphöllinni sem verðbréfamiðlari. Viðskipti sem áttu eftir að reynast örlagarík. Viðskipti innlent 3. október 2025 14:56
Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Innlent 2. október 2025 16:23
„Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. Innlent 2. október 2025 08:50
Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Unga konan sem ákærð var fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni í Gufunessmálinu var sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum er tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Innlent 1. október 2025 14:45
Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Innlent 1. október 2025 09:13
Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Íslensk móðir sem starfar sem læknir gerði sér upp banvænt krabbamein og skrifaði upp á lyf fyrir foreldra sína og systur en neytti sjálf. Þá sendi hún karlmenn til að hafa í hótunum við barnsföður sinn sem fyrir vikið flúði heimilið um tíma með ungar dætur þeirra. Skipulögð brúðkaupsveisla fór út um þúfur og barnavernd skarst í leikinn. Innlent 30. september 2025 11:08
Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Gjaldþrotaskiptabeiðni Fly Play hf. verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11. Búast má við því að félagið verði úrskurðað gjaldþrota síðar í dag. Viðskipti innlent 30. september 2025 10:52
Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Fertugur Spánverji, Kendry Ariel Agramonte Moreta, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir tilraun til innflutnings á tæpum þremur kílóum af kókaíni. Fyrir dómi sagðist hann ekkert hafa vitað af innflutningnum en dómari taldi frásögn hans ótrúverðuga og að engu hafandi við úrlausn málsins. Innlent 29. september 2025 17:13
Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða segir dómara í málinu ekki taka mið af þeim augljósu hagsmunum sem Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson hafi af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Innlent 26. september 2025 16:32
Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Nítján ára og sautján ára táningsstúlkur hafa verið dæmdar í tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn Oxycontin. Þær voru gripnar með tuttugu þúsund töflur, sem merktar voru sem Oxycontin, á Keflavíkurflugvelli en töflurnar innihéldu allt annað efni. Það efni er hættulegt en var ekki að finna á lista yfir efni sem bönnuð eru hér á landi. Því voru þær sýknaðar af innflutningnum en sakfelldar fyrir tilraun til innflutnings. Efninu hefur nú verið bætt á bannlista. Innlent 26. september 2025 14:36
Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. Innlent 26. september 2025 12:17
Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Innlent 26. september 2025 11:02
Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu. Innlent 25. september 2025 16:55
Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um áfrýjunarleyfi, í máli hans gegn Páli Vilhjálmssyni. Innlent 24. september 2025 08:20
Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Aðalmeðferð í Súlunesmálinu svokallaða fer fram við Héraðsdóm Reykjaness mánu- og þriðjudaginn 3. og 4. nóvember. Dómurinn verður fjölskipaður og þinghald í málinu lokað að beiðni ákærðu og móður hennar, brotaþola í málinu. Innlent 23. september 2025 14:49
Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa 35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus. Innlent 23. september 2025 13:52
Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, kallar eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún segist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert. Innlent 22. september 2025 19:00
Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti. Hann seldi fíkniefni fyrir fimmtán milljónir á hálfu ári. Innlent 22. september 2025 16:15
Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs til þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um þremur kílóum af kókaíni. Einum grunuðu tókst að eyða sönnunargögnum úr síma sínum á sama tíma og hann var handjárnaður í lögreglubíl. Innlent 22. september 2025 13:23