Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skyld­leiki við lög­reglu­þjón þvældist fyrir

Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása.

Innlent
Fréttamynd

Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna.

Innlent
Fréttamynd

Vill að maðurinn viður­kenni að hann sé ekki faðir drengsins

Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur hf. stefnir ís­lenska ríkinu

Hvalur hf. hyggst höfða mál á hendur ríkinu til viðurkenningar bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið telur sig hafa beðið vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar tímabundið sumarið 2023.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafi látið högg og spörk dynja á for­eldrunum í tíu klukku­stundir

Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti.

Innlent
Fréttamynd

Gat ekki sannað að verk­stæðið tjónaði vélina

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul.

Innlent
Fréttamynd

Játaði gróft of­beldi gegn eigin for­eldrum og að hafa ekið á mann

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­lega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga bar­áttu

Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða konu sem slasaðist í alvarlegu sláttuvélarslysi við sumarbústað sinn bætur og lögmannskostnað. Konan stóð í miklu stappi við tryggingafélagið og neyddist til að leita liðsinnis lögmanns til að sækja rétt sinn. Dómur í málinu var afdráttarlaus. Fólk sem verði fyrir líkamstjóni eigi ekki að þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði til að ná fram slysabótum sem það eigi rétt á.

Innlent
Fréttamynd

Hótað og ógnað eftir að hafa að­stoðað lög­reglu

Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af fíkniefnum til landsins. Efnið sem maðurinn flutti hingað til lands heitir kratom.

Innlent
Fréttamynd

Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölmörg brot sem beindust gegn eiginkonu hans, fimm börnum þeirra og líka gegn konu sem leigði hjá honum íbúð. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2022 en fjölskyldan tveimur árum síðar. Meint brot mannsins eru bæði sögð hafa verið framin fyrir og eftir að þau fluttu til Íslands.

Innlent