Fleiri fréttir Lækkunin nemur 5.000.000.000.000 dollurum Fréttavefur Bloomberg segir lækkun hlutabréfamarkaða heimsins síðustu vikuna nema fimm billjónum dollara en í þeirri tölu koma tólf núll á eftir fimmunni. Við það má bæta tveimur núllum til að finna hvað þetta gerir í íslenskum krónum. 8.10.2008 07:25 Financial Times veltir fyrir sér ábyrgð íslenska ríkisins gagnvart Icesave Breskir fjölmiðlar fylgjast grannt með ástandinu á Íslandi. Menn eru aðallega að velta fyrir sér stöðunni sem komin er upp með Icesave netbanka Landsbankans í Bretlandi. Financial Times veltir fyrir sér hversu vel tryggðar innistæður viðskiptavina bankans eru í nokkuð ítarlegri grein. Þar er því velt fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld standi undir því að tryggja innistæður breskra sparifjáreigenda Icesave. 7.10.2008 21:42 Mikill skellur á Wall Street - fjárfestar halda í vonina Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. 7.10.2008 21:41 Breskt endurskoðendafyrirtæki tekur yfir Landsbankann í Bretlandi Breska endurskoðendafyrirtækið Ernst & Young (E&Y) var síðdegis í dag ráðið sem neyðarskilanefnd af Breska fjármálaráðuneytinu fyrir Landsbankann í Bretlandi. 7.10.2008 18:20 Seðlabanki Danmerkur hækkar stýrivexti í 5% Seðlabanki Danmerkur hefur, öllum að óvörum, hækkað stýrivexti sína um 40 punkta og í 5%. Ástæðan er neikvæður vaxtamunur við evrusvæðið og mikið útstreymi af gjaldeyri frá landinu. 7.10.2008 15:50 Storebrand fær skell í kauphöllinni í Osló vegna Íslands Hlutabréf í líftryggingarfélaginu Storebrand í Noregi hafa hrapað í kauphöllinni í Osló í dag vegna ástandsins á Íslandi. Kaupþing og Exista eru meðal stærstu eigenda Storebrand með um 25% hlut. 7.10.2008 14:21 Davíð Oddsson á Bloomberg: Viðræður við Rússa eru í gangi Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að viðræður við Rússa um stórt lán séu í gangi. Davíð segir jafnframt að tilkynning Seðlabankans í morgun hefði verið röng, en þar sagði að lánið væri í húsi. 7.10.2008 13:58 SEB og DnB Nor segjast ekki bera stóra áhættu af Íslandi Sænski bankinn SEB og norski bankinn DnB Nor hafa bæst í hóp þeirra sem sent hafa frá sér tilkynningar um áhættuna af Íslandsviðskiptum. Báðir bankarnir segjast ekki bera stóra áhættu af Íslandi. 7.10.2008 12:23 Danski björgunarpakkinn gæti kostað FIH-bankann 30 milljarða kr. Hætta er á að FIH bankinn í Danmörku standi uppi með tap upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða sem svarar rúmlega 30 milljörðum kr. ef hinn nýi björgunarpakki danskra stjórnvalda verður nýttur til hins ítrasta. 7.10.2008 11:36 Standard & Poor´s lækkar matið á Íbúðalánasjóði Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í gær að það hefði lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna langtímaskuldbindinga í íslenskum krónum í BBB úr A+. 7.10.2008 10:40 Búið að loka Icesave reikningum í Bretlandi Búið er að loka Icesave reikningum í Bretlandi og frysta innistæðurnar á þeim. Icesave er netbanki Landsbankans í Bretlandi. 7.10.2008 10:04 Nordea í klemmu með 2,5 milljarða kr. lán til íslenskra banka Nordea er í klemmu með lán til íslenskra banka upp á um 2,5 milljarða kr., eða 15 milljónum evra. 7.10.2008 09:13 Erlendir fjölmiðlar telja hættu á hruni íslensks efnahagslífs Þeir erlendu fjölmiðlar í Danmörku og Bretlandi sem fjalla um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í dag telja að mikil hætta sé á algeru hruni íslensks efnahagslífs. 7.10.2008 08:47 Asíumarkaðir lækka Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum í Asíu í morgun í kjölfar verðlækkunar á evrópskum og bandarískum mörkuðum í gær. 7.10.2008 07:31 Svartsýnir í röðum bandarískra fjárfesta Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum féll með skelli á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar vestanhafs óttast nú að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda, sem gengu í gegnum þingið á föstudag, dugi ekki til að koma fjármálakerfinu á réttan kjöl. 6.10.2008 20:13 Segja að Nordea sé með FIH-bankann í sigtinu Sænskir greinendur telja að Nordea hafi áhuga á að kaupa FIH-bankann danska af Kaupþingi. Fyrr í dag komu fréttir um að Nordea gæti hugsað sér að kaupa eitthvað af eigum Kaupþings á Norðurlöndunum. 6.10.2008 14:45 Dow Jones ekki lægri í fimm ár Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur fallið um 3,39 prósent í dag og stendur vísitalan í 9.974 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2003 þegar hún var að rísa upp eftir að netbólan sprakk og hryðjuverkaárásir á Bandaríkin. 6.10.2008 14:20 Enn einn skellurinn í Bandaríkjunum Enn einn skellurinn var á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar telja björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykkti í síðustu viku, hvergi duga til að koma fjármálakerfinu aftur á réttan kjöl. 6.10.2008 13:52 Bretar í vandræðum með að taka út af Icesave-reikningum Bretar hafa átt í vandræðum með að taka út af Icesave reikningum sínum í gær og í dag. Talsmenn Icesave, sem er netbanki Landsbankans í Bretlandi, segja að bilun í tölvukerfi þeirra sé um að kenna. 6.10.2008 13:34 FME í Svíþjóð kannar áhættuna af Íslandi í sænska bankakerfinu Fjármálaeftirlit (FME) Svíþjóðar hefur um helgina kannað áhættuna af Íslandi í sænska bankakerfinu. Niðurstaðan er sú að áhættan sé minni en af gjaldþroti Lehman Brothers. 6.10.2008 13:09 deCode á athugunarlista Nasdaq deCODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, á það á hættu að vera hent út úr Nasdaq Global markaðnumþar sem gengi bréfanna hefur lækkað mikið. 6.10.2008 12:52 Lokað fyrir viðskipti með Kaupþing í Svíþjóð Lokað hefur verið fyrir viðskipti með Kaupþing í kauphöllinni í Svíþjóð eins og hér heima. 6.10.2008 10:37 Danske Bank tapar 36 milljörðum kr. á útlánum Danske Bank mun tapa 36 milljörðum kr. eða 1,8 milljarði danskra kr. á útlánum sínum á þriðja ársfjórðungi ársins. 6.10.2008 09:07 Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og í morgun var Brent-olían komin í 86,7 dollara á tunnuna sem er 5 dollurum lægra en s.l. föstudag. 6.10.2008 08:40 Kaupþing fær einnig skell í sænska blóðbaðinu Kaupþing hefur nú lækkað um tæp 5% prósent í kauphöllinni í Svíþjóð flestir bankar á þeim markaði hrynja nú eftir opnunina í morgun. 6.10.2008 08:07 Hlutabréf á niðurleið í Asíu Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og telja greiningaraðilar að meðal annars megi rekja lækkunina til vantrúar markaðsaðila á því að 700 milljarða bankabjörgunaráætlun Bandaríkjastjórnar nægi til að koma í veg fyrir að verulega hægist á hagvexti í heiminum. 6.10.2008 08:03 Kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði með blóðbaði Kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði með blóðbaði í morgun eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum. C20-vísitalan féll um sex prósent og eru það bankarnir Danske Bank og Nordea sem leiða lækkunina. 6.10.2008 07:38 Næststærsta banka Þýskalands bjargað Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komist að samkomulagi við samtök þýskra fjármálafyrirtækja um að bjarga íbúðabankanum Hypo Real Estate, næststærsta banka landsins. Frá þessu var greint í kvöld. 5.10.2008 22:47 Unnið að björgunarpakka fyrir nauðstadda banka í Danmörku Það er víðar en á Íslandi sem unnið er að björgunarpökkum fyrir fjármálakerfið því danskir miðlar greina frá því að ríkisstjórnin þar í landi og bankarnir séu að komast að samkomulagi um sérstakan sjóð upp á 35 milljarða danskra króna, jafnvirði um 700 milljarða íslenskra króna, fyrir banka í neyð. 5.10.2008 21:24 Hættir að tryggja viðskipti Baugs við birgja í Bretlandi Euler Hermes einn af stærstu lánatryggjendum í Bretlandi hefur hætt að tryggja viðskiptaskuldir birgja við nokkur fyrirtækja Baugs í Bretlandi. Þetta kemur fram í breska blaðinu Independent on Sunday í dag. 5.10.2008 11:52 Karl Svíakóngur tapar miklu á fjármálakreppunni Karl Svíakóngur hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt í Aftonbladet hefur Karl tapað um 10 milljónum sænskra króna eða nær 160 milljónum kr. á síðustu vikum. 5.10.2008 11:18 Næst stærsti banki Þýskalands á leið í gjaldþrot Hypo Real Estate, næst stærsti banki Þýskalands, rambar nú á barmi gjaldþrots eftir að snurða hljóp á þráðinn í viðræðum um björgun bankans. 5.10.2008 09:59 Fjármálakreppan á Íslandi gæti haft áhrif á Skota Skoska blaðið Sunday Mail segir í morgun að fjármálakreppan á Íslandi geti haft áhrif á stærstu verslunakeðjur Skotlands. Sérstaklega er vísað til búða á vegum keðjanna Iceland og Jenners og einnig House of Fraser sem er sameiginlega í eigu Baugs og skoska auðjöfursins Tom Hunter. 5.10.2008 09:47 Skuldatryggingarálögin endurspegla ótta en ekki raunveruleikann Skuldatryggingarálögin um allan heim endurspegla ótta fjárfesta en ekki raunveruleikann á mörkuðunum. Þetta kemur fram í máli sérfræðinga sem Bloomberg-fréttaveitan ræðir við um málið. 5.10.2008 09:47 Gengi DeCode hefur aldrei verið lægra Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 10,81 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði gengi bréfa í fyrirtækinu í 33 sentum á hlut. 3.10.2008 22:00 Hlutabréf í BNA lækkuðu þrátt fyrir nýju lögin Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu á meðan á afgreiðslu umtalaðs lagafrumvarpsins stóð í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en í heildina lækkuðu þau í dag. 3.10.2008 20:36 Viðskipti í kauphöllum í Moskvu stöðvuð þrisvar í dag Viðskiptin í kauphöllinni í Moskvu voru stöðvuð þrisvar í dag. Fyrsta stoppið kom um hádegisbilið að staðartíma en þá hafði MICEX vístalan fallið um rúmlega 7%. 3.10.2008 14:36 Englandsbanki opnar bönkum dyrnar á gátt Englandsbanki hefur rýmkað reglur um veð sem gerir breskum bönkum auðveldara um vik að sækja sér lausafé. Í tilkynningu sem bankinn sendir frá sér í dag segir að hann hafi ákveðið að gera þetta vegna lausafjárþurrðar á fjármálamörkuðum um þessar mundir. 3.10.2008 14:02 Líkur aukast á að bandaríska björgunarðagerðin verði samþykkt Líkurnar á að björgunaraðgerð Bandaríkjastjórnar verði samþykkt í fulltrúadeild bandaríkjaþings hafa aukist verulega. Þetta hefur leitt til þess að verð á hlutabréfum í framvirkum samningum hækka nú í Bandaríkjunum. 3.10.2008 13:00 Breska ríkið hækkar tryggingu á bankainneignum Breta Breska ríkið tryggir nú bankainneignir Breta upp að jafnvirði tæplega tíu milljóna króna samkvæmt tilkynningu frá í morgun. Áður ábyrgðist breska ríkið jafnvirði tæplega sjö milljóna króna. 3.10.2008 12:03 Norski seðlabankinn lánar bönkum 1.400 milljarða kr. Norski seðlabankinn mun í dag veita þarlendum bönkum aðganga að lausafé upp á 71,1 milljarð norskra króna eða sem svarar til tæplega 1.400 milljarða kr. í formi svokallaðra f-lána. 3.10.2008 09:29 Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hríðfalla á mörkuðum bæði vestan hafs og austan. Í Texas er olíutunnan komin í rúma 93 dollara og Brent-olían á markaðinum í London er komin niður í 90 dollara nú í morgun. 3.10.2008 09:02 Lækkun bréfa í Asíu Hlutabréf lækkuðu á Asíumörkuðum í morgun og fylgdu eftir lækkun gærdagsins á Wall Street 3.10.2008 07:27 Enn einn skellurinn á Wall Street Nýjustu upplýsingar hins opinbera í Bandaríkjunum um samdrátt í framleiðslu og vísbendingar um aukið atvinnuleysi urðu til þess að svartsýni greip um sig í röðum fjárfesta vestanhafs í dag. Bankar og fjármálafyrirtæki hertu enn frekar tökin á sjóðum sínum og hömstruðu fjármagn með þeim afleiðingum að lánsfé varð enn dýrara en í gær. 2.10.2008 20:34 Olíuverðið komið í 95 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um tæpa fjóra bandaríkjadali í dag og kostar tunnan nú 94,8 dali í Bandaríkjunum. 2.10.2008 17:09 Sjá næstu 50 fréttir
Lækkunin nemur 5.000.000.000.000 dollurum Fréttavefur Bloomberg segir lækkun hlutabréfamarkaða heimsins síðustu vikuna nema fimm billjónum dollara en í þeirri tölu koma tólf núll á eftir fimmunni. Við það má bæta tveimur núllum til að finna hvað þetta gerir í íslenskum krónum. 8.10.2008 07:25
Financial Times veltir fyrir sér ábyrgð íslenska ríkisins gagnvart Icesave Breskir fjölmiðlar fylgjast grannt með ástandinu á Íslandi. Menn eru aðallega að velta fyrir sér stöðunni sem komin er upp með Icesave netbanka Landsbankans í Bretlandi. Financial Times veltir fyrir sér hversu vel tryggðar innistæður viðskiptavina bankans eru í nokkuð ítarlegri grein. Þar er því velt fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld standi undir því að tryggja innistæður breskra sparifjáreigenda Icesave. 7.10.2008 21:42
Mikill skellur á Wall Street - fjárfestar halda í vonina Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. 7.10.2008 21:41
Breskt endurskoðendafyrirtæki tekur yfir Landsbankann í Bretlandi Breska endurskoðendafyrirtækið Ernst & Young (E&Y) var síðdegis í dag ráðið sem neyðarskilanefnd af Breska fjármálaráðuneytinu fyrir Landsbankann í Bretlandi. 7.10.2008 18:20
Seðlabanki Danmerkur hækkar stýrivexti í 5% Seðlabanki Danmerkur hefur, öllum að óvörum, hækkað stýrivexti sína um 40 punkta og í 5%. Ástæðan er neikvæður vaxtamunur við evrusvæðið og mikið útstreymi af gjaldeyri frá landinu. 7.10.2008 15:50
Storebrand fær skell í kauphöllinni í Osló vegna Íslands Hlutabréf í líftryggingarfélaginu Storebrand í Noregi hafa hrapað í kauphöllinni í Osló í dag vegna ástandsins á Íslandi. Kaupþing og Exista eru meðal stærstu eigenda Storebrand með um 25% hlut. 7.10.2008 14:21
Davíð Oddsson á Bloomberg: Viðræður við Rússa eru í gangi Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að viðræður við Rússa um stórt lán séu í gangi. Davíð segir jafnframt að tilkynning Seðlabankans í morgun hefði verið röng, en þar sagði að lánið væri í húsi. 7.10.2008 13:58
SEB og DnB Nor segjast ekki bera stóra áhættu af Íslandi Sænski bankinn SEB og norski bankinn DnB Nor hafa bæst í hóp þeirra sem sent hafa frá sér tilkynningar um áhættuna af Íslandsviðskiptum. Báðir bankarnir segjast ekki bera stóra áhættu af Íslandi. 7.10.2008 12:23
Danski björgunarpakkinn gæti kostað FIH-bankann 30 milljarða kr. Hætta er á að FIH bankinn í Danmörku standi uppi með tap upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða sem svarar rúmlega 30 milljörðum kr. ef hinn nýi björgunarpakki danskra stjórnvalda verður nýttur til hins ítrasta. 7.10.2008 11:36
Standard & Poor´s lækkar matið á Íbúðalánasjóði Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í gær að það hefði lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna langtímaskuldbindinga í íslenskum krónum í BBB úr A+. 7.10.2008 10:40
Búið að loka Icesave reikningum í Bretlandi Búið er að loka Icesave reikningum í Bretlandi og frysta innistæðurnar á þeim. Icesave er netbanki Landsbankans í Bretlandi. 7.10.2008 10:04
Nordea í klemmu með 2,5 milljarða kr. lán til íslenskra banka Nordea er í klemmu með lán til íslenskra banka upp á um 2,5 milljarða kr., eða 15 milljónum evra. 7.10.2008 09:13
Erlendir fjölmiðlar telja hættu á hruni íslensks efnahagslífs Þeir erlendu fjölmiðlar í Danmörku og Bretlandi sem fjalla um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í dag telja að mikil hætta sé á algeru hruni íslensks efnahagslífs. 7.10.2008 08:47
Asíumarkaðir lækka Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum í Asíu í morgun í kjölfar verðlækkunar á evrópskum og bandarískum mörkuðum í gær. 7.10.2008 07:31
Svartsýnir í röðum bandarískra fjárfesta Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum féll með skelli á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar vestanhafs óttast nú að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda, sem gengu í gegnum þingið á föstudag, dugi ekki til að koma fjármálakerfinu á réttan kjöl. 6.10.2008 20:13
Segja að Nordea sé með FIH-bankann í sigtinu Sænskir greinendur telja að Nordea hafi áhuga á að kaupa FIH-bankann danska af Kaupþingi. Fyrr í dag komu fréttir um að Nordea gæti hugsað sér að kaupa eitthvað af eigum Kaupþings á Norðurlöndunum. 6.10.2008 14:45
Dow Jones ekki lægri í fimm ár Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur fallið um 3,39 prósent í dag og stendur vísitalan í 9.974 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2003 þegar hún var að rísa upp eftir að netbólan sprakk og hryðjuverkaárásir á Bandaríkin. 6.10.2008 14:20
Enn einn skellurinn í Bandaríkjunum Enn einn skellurinn var á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar telja björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykkti í síðustu viku, hvergi duga til að koma fjármálakerfinu aftur á réttan kjöl. 6.10.2008 13:52
Bretar í vandræðum með að taka út af Icesave-reikningum Bretar hafa átt í vandræðum með að taka út af Icesave reikningum sínum í gær og í dag. Talsmenn Icesave, sem er netbanki Landsbankans í Bretlandi, segja að bilun í tölvukerfi þeirra sé um að kenna. 6.10.2008 13:34
FME í Svíþjóð kannar áhættuna af Íslandi í sænska bankakerfinu Fjármálaeftirlit (FME) Svíþjóðar hefur um helgina kannað áhættuna af Íslandi í sænska bankakerfinu. Niðurstaðan er sú að áhættan sé minni en af gjaldþroti Lehman Brothers. 6.10.2008 13:09
deCode á athugunarlista Nasdaq deCODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, á það á hættu að vera hent út úr Nasdaq Global markaðnumþar sem gengi bréfanna hefur lækkað mikið. 6.10.2008 12:52
Lokað fyrir viðskipti með Kaupþing í Svíþjóð Lokað hefur verið fyrir viðskipti með Kaupþing í kauphöllinni í Svíþjóð eins og hér heima. 6.10.2008 10:37
Danske Bank tapar 36 milljörðum kr. á útlánum Danske Bank mun tapa 36 milljörðum kr. eða 1,8 milljarði danskra kr. á útlánum sínum á þriðja ársfjórðungi ársins. 6.10.2008 09:07
Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og í morgun var Brent-olían komin í 86,7 dollara á tunnuna sem er 5 dollurum lægra en s.l. föstudag. 6.10.2008 08:40
Kaupþing fær einnig skell í sænska blóðbaðinu Kaupþing hefur nú lækkað um tæp 5% prósent í kauphöllinni í Svíþjóð flestir bankar á þeim markaði hrynja nú eftir opnunina í morgun. 6.10.2008 08:07
Hlutabréf á niðurleið í Asíu Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og telja greiningaraðilar að meðal annars megi rekja lækkunina til vantrúar markaðsaðila á því að 700 milljarða bankabjörgunaráætlun Bandaríkjastjórnar nægi til að koma í veg fyrir að verulega hægist á hagvexti í heiminum. 6.10.2008 08:03
Kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði með blóðbaði Kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði með blóðbaði í morgun eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum. C20-vísitalan féll um sex prósent og eru það bankarnir Danske Bank og Nordea sem leiða lækkunina. 6.10.2008 07:38
Næststærsta banka Þýskalands bjargað Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komist að samkomulagi við samtök þýskra fjármálafyrirtækja um að bjarga íbúðabankanum Hypo Real Estate, næststærsta banka landsins. Frá þessu var greint í kvöld. 5.10.2008 22:47
Unnið að björgunarpakka fyrir nauðstadda banka í Danmörku Það er víðar en á Íslandi sem unnið er að björgunarpökkum fyrir fjármálakerfið því danskir miðlar greina frá því að ríkisstjórnin þar í landi og bankarnir séu að komast að samkomulagi um sérstakan sjóð upp á 35 milljarða danskra króna, jafnvirði um 700 milljarða íslenskra króna, fyrir banka í neyð. 5.10.2008 21:24
Hættir að tryggja viðskipti Baugs við birgja í Bretlandi Euler Hermes einn af stærstu lánatryggjendum í Bretlandi hefur hætt að tryggja viðskiptaskuldir birgja við nokkur fyrirtækja Baugs í Bretlandi. Þetta kemur fram í breska blaðinu Independent on Sunday í dag. 5.10.2008 11:52
Karl Svíakóngur tapar miklu á fjármálakreppunni Karl Svíakóngur hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt í Aftonbladet hefur Karl tapað um 10 milljónum sænskra króna eða nær 160 milljónum kr. á síðustu vikum. 5.10.2008 11:18
Næst stærsti banki Þýskalands á leið í gjaldþrot Hypo Real Estate, næst stærsti banki Þýskalands, rambar nú á barmi gjaldþrots eftir að snurða hljóp á þráðinn í viðræðum um björgun bankans. 5.10.2008 09:59
Fjármálakreppan á Íslandi gæti haft áhrif á Skota Skoska blaðið Sunday Mail segir í morgun að fjármálakreppan á Íslandi geti haft áhrif á stærstu verslunakeðjur Skotlands. Sérstaklega er vísað til búða á vegum keðjanna Iceland og Jenners og einnig House of Fraser sem er sameiginlega í eigu Baugs og skoska auðjöfursins Tom Hunter. 5.10.2008 09:47
Skuldatryggingarálögin endurspegla ótta en ekki raunveruleikann Skuldatryggingarálögin um allan heim endurspegla ótta fjárfesta en ekki raunveruleikann á mörkuðunum. Þetta kemur fram í máli sérfræðinga sem Bloomberg-fréttaveitan ræðir við um málið. 5.10.2008 09:47
Gengi DeCode hefur aldrei verið lægra Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 10,81 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði gengi bréfa í fyrirtækinu í 33 sentum á hlut. 3.10.2008 22:00
Hlutabréf í BNA lækkuðu þrátt fyrir nýju lögin Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu á meðan á afgreiðslu umtalaðs lagafrumvarpsins stóð í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en í heildina lækkuðu þau í dag. 3.10.2008 20:36
Viðskipti í kauphöllum í Moskvu stöðvuð þrisvar í dag Viðskiptin í kauphöllinni í Moskvu voru stöðvuð þrisvar í dag. Fyrsta stoppið kom um hádegisbilið að staðartíma en þá hafði MICEX vístalan fallið um rúmlega 7%. 3.10.2008 14:36
Englandsbanki opnar bönkum dyrnar á gátt Englandsbanki hefur rýmkað reglur um veð sem gerir breskum bönkum auðveldara um vik að sækja sér lausafé. Í tilkynningu sem bankinn sendir frá sér í dag segir að hann hafi ákveðið að gera þetta vegna lausafjárþurrðar á fjármálamörkuðum um þessar mundir. 3.10.2008 14:02
Líkur aukast á að bandaríska björgunarðagerðin verði samþykkt Líkurnar á að björgunaraðgerð Bandaríkjastjórnar verði samþykkt í fulltrúadeild bandaríkjaþings hafa aukist verulega. Þetta hefur leitt til þess að verð á hlutabréfum í framvirkum samningum hækka nú í Bandaríkjunum. 3.10.2008 13:00
Breska ríkið hækkar tryggingu á bankainneignum Breta Breska ríkið tryggir nú bankainneignir Breta upp að jafnvirði tæplega tíu milljóna króna samkvæmt tilkynningu frá í morgun. Áður ábyrgðist breska ríkið jafnvirði tæplega sjö milljóna króna. 3.10.2008 12:03
Norski seðlabankinn lánar bönkum 1.400 milljarða kr. Norski seðlabankinn mun í dag veita þarlendum bönkum aðganga að lausafé upp á 71,1 milljarð norskra króna eða sem svarar til tæplega 1.400 milljarða kr. í formi svokallaðra f-lána. 3.10.2008 09:29
Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hríðfalla á mörkuðum bæði vestan hafs og austan. Í Texas er olíutunnan komin í rúma 93 dollara og Brent-olían á markaðinum í London er komin niður í 90 dollara nú í morgun. 3.10.2008 09:02
Lækkun bréfa í Asíu Hlutabréf lækkuðu á Asíumörkuðum í morgun og fylgdu eftir lækkun gærdagsins á Wall Street 3.10.2008 07:27
Enn einn skellurinn á Wall Street Nýjustu upplýsingar hins opinbera í Bandaríkjunum um samdrátt í framleiðslu og vísbendingar um aukið atvinnuleysi urðu til þess að svartsýni greip um sig í röðum fjárfesta vestanhafs í dag. Bankar og fjármálafyrirtæki hertu enn frekar tökin á sjóðum sínum og hömstruðu fjármagn með þeim afleiðingum að lánsfé varð enn dýrara en í gær. 2.10.2008 20:34
Olíuverðið komið í 95 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um tæpa fjóra bandaríkjadali í dag og kostar tunnan nú 94,8 dali í Bandaríkjunum. 2.10.2008 17:09