Viðskipti erlent

Hlutabréf í BNA lækkuðu þrátt fyrir nýju lögin

Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu á meðan á afgreiðslu umtalaðs lagafrumvarpsins stóð í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en í heildina lækkuðu þau í dag.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti seinnipartinn björgunaraðgerðina með 263 atkvæðum gegn 171 en fyrr í vikunni var frumvarpið fellt. Öldungadeild þingsins samþykkti frumvarpið í gær.

Við opnun markaða í New York í dag sveifluðust vísitölur uppávið því búist var við að frumvarpið yrði samþykkt.

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,5% og er 10.325 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 1,48% og er nú 1947 stig og þá lækkaði Standard & Poor´s vísitalan um 1,35 prósent og stendur í 1099 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×