Viðskipti erlent

Karl Svíakóngur tapar miklu á fjármálakreppunni

Karl Svíakóngur hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt í Aftonbladet hefur Karl tapað um 10 milljónum sænskra króna eða nær 160 milljónum kr. á síðustu vikum.

Efnahagsreikingur Karls er leyndarmál en fjármálamaður hans, Bengt Teland segir að hlutabréfasafn konungsins upp á 100 milljónir sænskra króna hafi rýnað um svipaða prósentu og sænska úrvalsvístalan eða 12%.

"Við töldum ekki að þetta yrði svona slæmt í svo langan tíma," segir Telland. "En kóngurinn horfir langt fram í tímann og hann hefur ekki misst móðinn."

Í sömu frétt kemur fram að Svíar hafi að meðaltali tapað um 10.000 sænskum krónum, eða 160.000 kr., hver einstaklingur á fjármálakreppunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×