Viðskipti erlent

Viðskipti í kauphöllum í Moskvu stöðvuð þrisvar í dag

Viðskiptin í kauphöllinni í Moskvu voru stöðvuð þrisvar í dag. Fyrsta stoppið kom um hádegisbilið að staðartíma en þá hafði MICEX vístalan fallið um rúmlega 7%.

Stoppið gilti í um klukkustund. Síðar um daginn voru viðskiptin stöðvuð aftur er RTS-vísitalan hafði fallið um 8%. Þriðja stoppið kom svo nokkru síðar um daginn.

Framangreindar vísitölur höfðu svo báðar fallið um rúm 7% þegar viðskiptum lauk í dag. Frá áramótum hefur verð á hlutabréfum í Moskvu fallið um rúmlega 50%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×