Viðskipti erlent

Skuldatryggingarálögin endurspegla ótta en ekki raunveruleikann

Skuldatryggingarálögin um allan heim endurspegla ótta fjárfesta en ekki raunveruleikann á mörkuðunum. Þetta kemur fram í máli sérfræðinga sem Bloomberg-fréttaveitan ræðir við um málið.

Skuldatryggingarálög á mjög traustum fyrirtækjum á borð við Boeing verksmiðjurnar, General Electric og General Motors hafa hækkað mikið hlutfallslega að undanförnu. Álögin á þessa aðila eru þó enn í lágum þriggja stafa tölum, er til dæmis 145 punktar hjá Boeing í augnablikinu.

Hér heima eru skuldatryggingarálögin hjá bönkunum hinsvegar mæld í þúsundum punkta og því mætti álykta sem svo að ofsahræðsla ríki á markaðinum um að íslensku bankarnir stefni í greiðslufall.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×