Viðskipti erlent

Davíð Oddsson á Bloomberg: Viðræður við Rússa eru í gangi

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að viðræður við Rússa um stórt lán séu í gangi. Davíð segir jafnframt að tilkynning Seðlabankans í morgun hefði verið röng, en þar sagði að lánið væri í húsi.

Í sömu frétt hefur Bloomberg eftir Alexei Kudrin fjármálaráðherra Rússlands að þeim hafi borist beiðni frá íslenskum stjórnvöldum og að þeir hafi tekið "jákvætt" í þá beiðni.

Eins og fram hefur komið í fréttum er lán þetta af stærðargráðunni 4 milljarðar evra eða um 680 milljarðar kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×