Viðskipti erlent

Hlutabréf á niðurleið í Asíu

MYND/AP

Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og telja greiningaraðilar að meðal annars megi rekja lækkunina til vantrúar markaðsaðila á því að 700 milljarða bankabjörgunaráætlun Bandaríkjastjórnar nægi til að koma í veg fyrir að verulega hægist á hagvexti í heiminum.

Sem dæmi má nefna að bréf Mitsubishi-bílaframleiðandans lækkuðu um rúmlega níu prósent og hafa japönsk hlutabréf í heildina ekki verið lægri síðan í desember 2003.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×