Fleiri fréttir

Segir þrjá danska banka vilja kaupa FIH af Kaupþingi

Danska blaðið Jyllands-Posten segir í dag frá orðrómi þess efnis að Kaupþing vilji selja FIH bankann og eru þrír danskir bankar nefndir sem hugsanlegir kaupendur. Sigurður Einarsson starfandi stjórnarformaður Kaupþings segir að FIH sé alls ekki til sölu.

Segir Kaupþing í vandræðum í Beverly Hills

Breska blaðið Telegraph segir að Kaupþing gæti verið í vandræðum með fasteignaverkefni í Beverly Hills í Los Angeles. Um er að ræða byggingu á fjölda lúxusíbúða en verkefnið gengur undir nafninu Lotus.

Lækkun á Asíumörkuðum í morgun

Hlutabréf lækkuðu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun þrátt fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings hafi samþykkt björgunaráætlun bankanna í gær.

Buffett opnar veskið á ný

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár.

Fjárfestar bíða vongóðir á Wall Street

Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt.

Gengi DeCode aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,56 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði gengi bréfa í fyrirtækinu í 38 sentum á hlut.

Bandaríkin opna í mínus

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í Bandaríkjunum í dag eftir mikla uppsveiflu í gær. Mikill órói er í röðum fjárfesta sem vonast til þess að Öldungadeild Bandaríkjaþings gefi græna ljósið á björgunaraðgerðir stjórnvalda vestanhafs í dag.

Evrópsk bjartsýni hækkar Kaupþing

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum.

Milljarðar streyma inn í banka á Írlandi á kostnað breskra banka

Tugir milljarða króna streyma nú inn í banka á Írlandi í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins ákvað að tryggja innistæður í bönkum þar án þaks á upphæðinni. Það eru einum breskir bankar sem verða fyrir barðinu á þessu en peningarnir koma af öllu evrusvæðinu.

Sterling segir upp 25 flugmönnum

Lággjaldaflugfélagið Sterling sagði upp 25 flugmönnum í gær. Þetta var gert þar sem Sterling mun minnka flugflota sinn um 5 vélar frá og með áramótum.

Nokia eignast OZ

Nokia farsímafyrirtækið hefur gert samning um kaup á OZ fyrirtækinu sem stofnað var hér á landi. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér segir að um 220 manns starfi hjá OZ. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Montreal í Kanada. OZ framleiðir kerfi sem gerir kleift að senda sms og tölvupósta úr farsímum.

Finnar tæma innlánsreikninga í Glitni

Viðskiptavinir Glitnis í Finnlandi hafa tæmt innlánsreikninga sína þar í nokkrum mæli í kjölfar fréttarinnar um kaup ríkissjóðs á 75% hlut í Glitni hér heima. Í blaðinu Huvustadbladet segir að upphæðin nemi nokkrum milljónum evra.

Bandaríkin opna í plús

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag eftir versta skell sem fjárfestar hafa séð þar í landi í um 21 ár.

Írska ríkið tryggir bankana

Írska ríkið hefur gengist í ábyrgðir fyrir skuldbindingar banka þar í landi næstu tvö árin. Ákvörðunin kemur í framhaldi af mikilli lækkun á gengi hlutabréfa í írskum fjármálafyrirtækjum í gær en tilefni þótti til að róa fjárfesta.

Hrun á Asíumörkuðum

Hlutabréf féllu í verði á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar þess að Bandaríkjaþing hafnaði björgunaraðgerðum stjórnarinnar í annað skiptið í gær.

Hlutabréf féllu hratt í Japan

Hlutabréf fjármálafyrirtækja lækkaði við upphaf viðskiptadagsins í Japan nú skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma og fór Nikkei-hlutabréfavísitalan niður um 1,5 prósent. Heldur gaf í lækkunina þegar nokkrar mínútur voru liðnar og stóð hún í fjögurra prósenta mínus stundarfjórðungi síðar.

Mesta fall í Bandaríkjunum í 21 ár

Helstu hlutabréfavísitölur féllu um tæp tíu prósent í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar hafa ekki séð neitt þvíumlíkt í 21 ár.

Olíuverð hrapar með hlutabréfafallinu

Heimsmarkaðsverð hefur fallið um tíu dali í Bandaríkjunum í dag og stendur verðmiðinn nú í 96,3 dölum á tunnu. Verðið fór í 95 dali til skamms tíma í dag.

Mesta hrun í kauphöllum heimsins síðan árið 1997

Samkvæmt MSCI All Country World vísitölunni er dagurinn í dag sá versti í kauphöllum heimsins síðan í október árið 1997. Vísitalan mælir hlutabréfavísitölur í 48 löndum og hún féll um 4,4% í dag.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í 101 dollara

Heimsmarkaðsverð úr olíu hefur lækkað í dag í 101 dollara tunnan en það var tæplega 107 dollarar á föstudag. Lækkunin er tilkomin vegna þess að fjárfestar óttast nú kreppu og að björgunaraðgerð Bandaríkjastjórnar upp á 700 milljarða dollara muni ekki leysa vandann.

Bandaríkin opna í miklum mínus

Bandarískir fjárfestar eru uggandi yfir því að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda muni ekki nægja til að koma á fjármálalegum stöðugleika og auka magn lausafjár í umferð. Þá voru kaup bandaríska bankans Citigroup ekki næg til að róa fjárfesta.

Norðmenn hvattir til að setja sparifé sitt í Glitni í Noregi

Norðmenn eru nú hvattir til þess að setja sparifé sitt á innlánsreikninga hjá Glitni bank ASA í Noregi. Innlánsreikningarnir séu með hæstu ávöxtun í landinu og þar að auki sé nú komin á tvöföld ríkisábyrgð á reikningana.

Hagnaður Unibrew minnkar og forstjórinn hættir strax

Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew hafa skrúfað niður fyrir væntingar um hagnað ársins og um leið hættir forstjóri félagsins strax. Stoðir eiga um 25% í Unibrew sem eru næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur.

Bankar fá skell á mörkuðum í Evrópu

Bankar hafa fengið skell á mörkuðum víða um Evrópu í morgun og flestir markaðirnir opna í rauðum tölum. FTSE-vísitalan lækkaði um 2,6% í morgun, franska kaupöllin í 3% í mínus og Þýskaland og Svíþjóð í rúmum 2&% í mínus.

Lækkun í Asíu í morgun

Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun. Til dæmis lækkuðu bréf i stærsta olíu- og gasleitarfyrirtæki Japans um rúm sex prósent. Spámenn markaðarins segjast margir hverjir efins um að björgunaráætlun Bandaríkjastjórnar gangi upp.

Bush ánægður með björgunarsamkomulag

George Bush Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með það samkomulag sem náðst hefur með oddvitum repúblikana og demókrata um björgunaráætlun efnahagslífsins.

Breski bankinn B&B verður þjóðnýttur

Fátt virðist geta komið í veg fyrir það að breski bankinn Bradford & Bingley verði þjóðnýttur á næstu dögum. Bankinn rambar á barmi gjaldþrots og mun ríkisstjórnin halda brunaútsölu á eignum hans til að koma í veg fyrir gjaldþrot.

Sjá næstu 50 fréttir