Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hríðfalla á mörkuðum bæði vestan hafs og austan. Í Texas er olíutunnan komin í rúma 93 dollara og Brent-olían á markaðinum í London er komin niður í 90 dollara nú í morgun.

Hvað Brent-olíuna í London varðar kostaði hún 103,5 dollara s.l. mánudag og hefur því lækkað um 13 dollara á einni viku. Er það mesta verðfall á olíunni á einni viku síðan árið 2004.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×