Viðskipti erlent

SEB og DnB Nor segjast ekki bera stóra áhættu af Íslandi

Sænski bankinn SEB og norski bankinn DnB Nor hafa bæst í hóp þeirra sem sent hafa frá sér tilkynningar um áhættuna af Íslandsviðskiptum. Báðir bankarnir segjast ekki bera stóra áhættu af Íslandi.

 

SEB segir að bein lán til íslenskra banka nemi aðeins 19 milljónum sænskra kr. eða um 380 milljónum kr. Þar af séu 14 milljónir skr. í Landsbankanum eða um 2/3 af upphæðinni.

Áhætta SEB í íslenskum bönkum utan Íslands nemur tæplega 300 milljónum sænskra kr. eða tæplega 6 milljörðum kr. Megnið af þessu sé hjá BNbank í Noregi, sem er í eigu Glitnis, eða 276 milljónir skr.

DnB Nor segir að hann hafi engin bein lán til Íslands útistandandi. Hinsvegar liggi hann með skuldabréf frá BN Boligkredit upp á 591 milljón sænskra kr. eða tæplega 12 milljarða kr. Og skuldabréf hjá Glitni Bank upp á 250 milljónir norskra kr. eða tæplega 5 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×